Tónleikahelgin 19.-23. nóvember

Miðvikudagur 19. nóvember

 

Hljómsveitirnar Toneron og Munstur leika fyrir dansi á Gauknum. Aðgangur er ókeypis og leikar hefjast 21:00.

 

Per:Segulsvið og Strong Connection koma fram á Kex Hostel. Tónleikarnir byrja stundvíslega 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Kippi Kanínus og DADA koma fram á Húrra. Hátíðin hefst 21:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Fimmtudagur 20. nóvember

 

Hin kunna rokksveit Mammút kemur fram á Húrra. Dyrnar opna 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Berglind María Tómasdóttir kemur fram á tónleikum í Mengi. Berglind María er flautuleikari og tónskáld sem vinnur þvert á marga miðla svo sem tónlist, vídeólist og leikhús. Performansinn byrjar 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Eins manns bandið SEINT kemur fram á Dillon en það er skipað forsprakka Celestine og fyrrverandi meðlimi I Adapt og leikur tónlist í anda Ministry, Nine Inch Nails og Massive Attack. Einnig kemur fram hljómsveitin Mar en tónleikarnir hefjast 22:00 og aðgangur er ókeypis.

 

Föstudagur 21. nóvember

 

Hljómsveitin Dillalude, sem sérhæfir sig í djössuðum spunaútgáfum af tónlist taktsmiðsins J-Dilla, kemur fram á Kaffibarnum. Ballið byrjar 22:30 og aðgangur er ókeypis.

 

Ólafur Björn Ólafsson, eða Óbó, leikur efni af nýútkominni plötu sinni Innhverfi.  Honum til halds og trausts verða Róbert Reynisson gítarleikari og Kristín Þóra Haraldsdóttir víólulekari. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 22. nóvember

Fyrrum tekknóbandið og núverandi rafrokkbandið Fufanu kemur fram á Kaffibarnum. Tónleikarnir byrja 22:30 og aðgangur er fríkeypis.

Danski bassaleikarinn Richard Andersson kemur fram ásamt hljómsveit í Mengi.  Hljómsveitin dansar á fallegan hátt á milli óbærilegs léttleika og kröftugra sprenginga, án þess að láta það bitna á styrkleika þess og tjáningu. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Sunnudagur 23. nóvember

 

Bandaríska rokksveitin Doomriders kemur fram á Húrra. Doomriders er hliðarverkefni Nate Newton bassaleikara Converge og gítarleikara Old Man Gloom. Um upphitun sjá Kontinuum og Mercy Buckets en tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2500 krónur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *