Topp 10 erlent á Secret Solstice

 

Secret Solstice hátíðin hefst á fimmtudaginn í Laugardalnum og þar er boðið upp á dekkað hlaðborð af erlendum og innlendum listamönnum á heimsmælikvarða í sínum geirum. Þetta er í fjórða skiptið sem hátíðin er haldin og Straumur hefur mætt á þær allar og haft feikilega gaman að eins og lesendur hafa tekið eftir. Þar sem hátíðin er alveg að skella á er ekki úr vegi að fara yfir það helsta í erlendu deildinni sem við erum spenntastir fyrir.

 

Anderson.Paak & The Free Nationals

Bandaríski rapparinn, söngvarinn og fönkhetjan Anderson.Paak er einn allra ferskasti hip hop listamaður sem komið hefur fram á undanförnum árum. Það sem gerir tónleikana sérstaklega spennandi er að Anderson.Paak kemur fram með live hljómsveit, The Free Nationals, sem ætti að gefa hörðustu grúvhundum helling fyrir sinn snúð.

 

Uknown Mortal Orchestra

UMO hafa á þremur plötum þróað einstaka hljóðmynd þar sem striginn er Rubber Soul/Revolver Bítlasíkadelía en pensla svo ofan í með djúpu fönki, hráum trommutöktum og dáleiðandi röddum. Við höfum séð þá live áður og þeir svíkja engann, síst af öllu sjöunda áratuginn.

 

Cymande

Breskir fönkfrumkvöðlar frá 8. áratugnum sem hrærðu saman R&B, sálartónlist og karabískum ryðmum. Eiga eitt besta fönklag allra tíma, Brothers on the Slide, og þó ekki nema bara þess vegna eiga þeir skilið virðingu og mætingu á tónleika.

 

Roots Manuva

Brautryðjandi og afi bresku rappsenunnar. Blandaði saman reggí og hip hoppi á máta sem enginn hefur leikið eftir. Rosaleg rödd og yfirgengilegt hreysti. Witness the Fitness:

 

The Black Madonna

Bandaríska plötusnældan og pródúsantinn The Black Madonna hristir saman ómóstæðilegan bræðing úr diskói, house-tónlist, fortíð og framtíð. Að sleppa því að dansa er taugakerfislegur ómöguleiki.

 

Prodigy

Þrátt fyrir ofspilun og það sé nokkuð langt síðan þeir voru relevant er ekki hægt að neita því að Prodigy er gríðarlega mikilvæg hljómsveit í sögu danstónlistarinnar. Á blómaskeiði þeirra um miðjan 10. áratuginn dældu þeir út slögurum sem voru akkúrat í hárréttum skurðpunkti hugmyndaauðgis, hörku og aðgengileika. Svo höfum við heyrt út undan okkar að þeir hafi engu gleymt á tónleikum.

 

Princess Nokia

New-York söngkonan Princess Nokia sækir áhrif úr öllum heimshornum, eimar úr þeim kjarnann, og skapar eitthvað algjörlega nýtt í feikilega framsæknu furðupoppi sínu.

 

Lane 8

Eiturhress house-bolti frá Bandaríkjunum sem dúndrar út bassatrommu á hverju slagi og hver einasta þeirra fer beint í mjaðmirnar.

 

 Rhye

Áreynslulaust og fagmannlega framreitt indípopp með heillandi hljóðheimi og seiðandi söng.

 

Soulclap

DJ-dúett sem er frægur fyrir sex klukkutíma maraþon-sett og hafa rímixað listamenn eins og Laid Back, Metronomy, Little Dragon, Robert Owens, DJ Harvey og sjálfan Chris Isaac.

Straumur 12. júní 2017

Straumi í kvöld, kíkjum við á það helsta á Secret Solstice auk þess sem það verður fjallað um nýtt efni frá Ariel Pink, Toro y Moi,  Kuldabola, Oh Sees, Japanese Breakfast og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Am I Wrong (Sammy Bananas Bootleg) – Anderson .Paak
2) …Of Your Fake Dimension – Com Truise
3) Memory – Com Truise
4) Girls – Life In Sweatpants
5) Another Weekend – Ariel Pink
6) Girl Like You – Toro y Moi
7) Chi Chi – Azealia Banks
8) Traveller (Running Back) – Boris Dlugosch + Cassara
9) Staðsetning – Andi
10) Andleg Endastöð – Kuldaboli
11) Lovelife – Phoenix
12) Role Model – Phoenix
13) The Static God – Oh Sees
14) See (ft. Beacon) – Tycho & Beacon
15) Boyish – Japanese Breakfast
16) FFunny FFrends – Unknown Mortal Orchestra

Straumur 5. júní 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Anda, Com Truise, Saint Etienne, Todd Terje, Bok og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) I Don’t Care About Anything But You – Luke Reed
2) Lay Down – Touch Sensitive
3) Island Hopping – Bok
4) Everything Now – Arcade Fire
5) Summer Breeze – TSS
6) () – Andi
7) Isostasy – Com Truise
8) Wet (Get Me Sober) – Pink Street Boys
9) Petals – TOPS
10) Maskindans – Todd Terje
11) Something New – Saint Etienne
12) Dive – Saint Etienne

Straumur 29. maí 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Washed Out, Daphni, Smjörva, Bárujárn, Trans Am, Hayeden Pedigo og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Get Lost – Washed Out
2) Face to Face – Daphni
3) Falling – Forever
4) Sætari Sætari – Smjörvi
5) Ms. Communication (feat. Sun) – Da-P & theMind
6) Intentions (ft. Chachi) – The Pollyseeds
7) Vopnafjörður – Bárujárn
8) California Hotel – Trans Am
9) Rules Of Engagement – Trans Am
10) Brown Study – Vansire
11) To You (Andy Shauf cover) – BadBadNotGood
12) Good Night – Hayden Pedigo

Straumur 22. maí 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Flying Lotus, Men I trust, Grizzly Bear, Amber Coffman, Roy Of The Ravers og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Twin Peaks Theme – Flying Lotus
2) Night Grows Pale – Flying Lotus
3) You Deserve This – Men I trust
4) High2 – rgry
5) Mourning Sound – Grizzly Bear
6) Ti Amo – Phoenix
7) How To Boil An Egg – Courtney Barnett
8) Nobody Knows – Amber Coffman
9) Love Or Something – Buddy
10) Big Fish – Vince Staples
11) Hey Ho – Oscar Oscar
12) ‘DEGREELESSNESS (feat. Prurient)’ (Overmono Remix) – Nathan Fake
13) Ambergris 9 – Roy Of The Ravers
14) Queen’s Parade – Swimming Tapes

Tónleikahelgin 18.-20. maí

 

Fimmtudagur 18. maí

 

Gangly, Milkywhale og Fever Dream spila á Húrra. Tónleikarnir byrja 20:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Öfgarokkið verður í hávegum haft á Dillon en fram koma While My City Burns, Devine Defilement og Óværa. Byrjar 22:00 og ókeypis inn.

 

Djass-fönk kvartettinn A-Team kemur fram á Dillon. Hefst 21:00 og fríkeypis inn.

 

Raftónlistartvíeykið Mankan spilar í Mengi klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2500 krónur.

 

 

Föstudagur 19. maí

 

Tyrkneska raddlistakonan Saadet Türköz kemur fram í Mengi ásamt gítarsnillingnum Guðmundi Pétursyni. Hún stígur á stokk 21:00 og það kostar 2500 krónur inn.

 

Skúli mennski spilar ásamt hljómsveit á Dillon. Enginn aðgangseyrir og byrjar 22:00.

 

Laugardagur 20. maí

 

Red Bull Music Academy og KEX Hostel leiða saman hesta sína á fyrstu árlegu eins dags rapp-hátíðinni RAPPPORT. Í ár verður RAPPPORT haldin á jarðhæðinni á KEX þar sem Nýlistasafnið var áður til húsa. Íranska tónlistarkonan SEVDALIZA sem nýverið gaf út sína fyrstu breiðskífu, ISON, snýr aftur til Reykjavíkur eftir að hafa spilað á Sónar Reykjavík í Hörpu í fyrra. Ásamt henna er fríður flokkur íslenskra listamanna og daskráin er svona:

 

17:00 Hurð opnar

18:00 GKR

19:00 Alvia

20:00 Forgotten Lores

21:00 Sturla Atlas

22:00 Cyber

23:00 Sevdaliza

00:30 Búið

 

Reggíhljómsveitin Lefty Hookz and the Right Things kemur fram á Dillon. Ókeypis inn og byrjar 22:00.

 

Goðsagnakennda gjörningasveitin Inferno 5 kemur fram í Mengi. Leikar hefjast 21:00 og miðaverð er 2500 krónur.

Straumur 15. maí 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Superorganism, Chance The Rapper, Road Hog, Broken Social Scene, Fleet Foxes og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) It’s All Good – Superorganism
2) Wash – Road Hog
3) They Say (ft. Kaytranada) – Chance The Rapper
4) Throwing Lines – Kelly Lee Owens
5) In and out of love – Vera
6) Hug Of Thunder – Broken Social Scene
7) Hey Boy – She-Devils
8) Stupid In Love – Wavves
9) Dreams Of Grandeur – Wavves
10) This Year – Beach Fossils
11) Rise (ft. Cities Aviv) – Beach Fossils
12) EveX X A. K. PAUL – Hira
13) – Naiads, Cassadies – Fleet Foxes
14) Cassius, – Fleet Foxes

 

The xx með tónlistarhátíð á Skógafossi 14. – 16. júlí

Breska hljómsveitin The xx tilkynnti rétt í þessu um fyrirhugaða tónlistarhátíð við Skógafoss á Íslandi 14. – 16. júlí. Hátíðin nefnist Night + Day Iceland og munu The xx koma fram á hátíðinni ásamt, Jamie xx,  Earl Sweatshirt, Warpaint, Sampha, Robyn, Kamasi Washington, Jagwar Ma, Avalon Emerson, og mörgum öðrum. Aðeins 6000 miðar verða seldir á hátíðina og hefst sala á föstudaginn á thexxnightandday.com.

Straumur 8. maí 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með LCD Soundsystem, DNKL, Big Thief, Katrín Helgu og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Call The Police – LCD Soundsystem
2) American Dream – LCD Soundsystem
3) Draft – DNKL
4) The Rumble and the Tremor – Warm Digits
5) Birdcall 1.5 – DeJ Loaf
6) Xantastic (ft. Young Thug) – B.o.B
7) Shark Smile – Big Thief
8) Three Rings – Grizzly Bear
9) Ég hefði átt að fara í verkfræði – Katrín Helga
10) Machinist – Japanese Breakfast
11) Lonesome Town – Heaven

Straumur 1. maí 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með Rostam, Phoenix, Feist, Sylvan Esso, Powell, Sleazy og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) J-Boy – Phoenix
2) Gwan – Rostam
3) Any Party – Feist
4) Sound – Sylvan Esso
5) The Glow – Sylvan Esso
6) Freezer – Powell
7) Room – Palehound
8) Shoal Beat – Porter Ricks
9) Que Calor – Sleazy
10) Everytime I See the Lights – Peaking Lights
11) Redford (For Yia-Yia and Pappou) [Live] – Sufjan Stevens
12) Death with Dignity (Live) – Sufjan Ste