Listamaðurinn sem áður kallaði sig Snoop Dogg gaf út nýtt lag af væntanlegri reggíplötu sinni í dag sem er í nokkurri andstöðu við boðskap bófarappsins sem hann er þekktastur fyrir. Lagið ber heitið No Guns Allowed og er pródúserað af Diplo, skartar gestaversi frá Drake og byggir á hljóðbút úr laginu Nantes með indísveitinni Beirut. Platan Reincarnated kemur út þann 23. apríl og hefur Snoop Dogg (áður þekktur sem Snoop Doggy Dogg) breytt listamannsnafni sínu í Snoop Lion í tilefni útgáfunnar. Þá var gerð heimildarmynd samnefnd plötunni um tilurð hennar sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs og vonandi skilar sér á Íslandsstrendur með tíð og tíma. Hægt er að hlusta á lagið No Guns Allowed hér fyrir neðan.
Safnskífa með Giorgio Moroder
Ítalski upptökustjórinn og lagahöfundurinn Giorgio Moroder mun þann 22. apríl gefa út safndisk með gömlu og sjaldgæfu efni frá árunum 1966 til 1975. Moroder er þekktastur fyrir samstarf sitt við Donnu Summer og kvikmyndatónlist við myndir eins og Scarface, Flashdance og Top Gun en á fyrri hluta ferilsins fékkst hann helst við tyggjókúlupopp. Af Moroder fréttist það síðast að hann hafi unnið með dúettnum Daft Punk að þeirra nýjustu plötu auk þess sem hann stofnaði Soundcloud síðu á síðasta ári þar sem hann hlóð upp ýmsu sjaldgæfu efni af löngum og farsælum ferli. Platan hefur hlotið heitið Schlagermoroder (Volume 1: 1966-1975) og gæti því verið sú fyrsta af mörgum skífum en á henni má meðal annars finna lagið Son of my Father frá 1972 sem má hlýða á hér fyrir neðan.
Tvö ný lög með Vampire Weekend
Hljómsveitin Vampire Weekend frá New York sendi rétt í þessu frá sér tvö lög sem verða á þriðju plötu sveitarinnar Modern Vampires Of The City sem kemur út 6. maí. Platan fylgir á eftir plötunni Contra frá árinu 2010. Hlustið á lögin Diane Young og Step hér fyrir neðan.
Straumur 18. mars 2013
Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá The Strokes, Vampire Weekend, Dick Diver, Phosphorescent, Jóhanni Kristinssyni, Haim, Útidúr, Sindra Eldon og mörgum öðrum. Við fáum einnig hljómsveitina Nóru í heimsókn. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977.
Straumur 18. mars 2013 by Olidori on Mixcloud
1) Tap Out – The Strokes
2) Diane Young – Vampire Weekend
3) Step – Vampire Weekend
4) Welcome to Japan – The Strokes
5) 50 50 – The Strokes
6) Slow Animals – The Strokes
7) Chances – The Strokes
8) Sporvagnar – Nóra
9) Himinbrim – Nóra
10) America – Sindri Eldon and The Ways
11) Typewriter – Jóhann Kristinsson
12) Traps – Jóhann Kristinsson
13) Vultures – Útidúr
14) Falling (Duke Dumont remix – Haim
15) Blue & That – Dick Diver
16) Ride On / Right On – Phosphorecent
Brot úr lögum af nýju Strokes plötunni
Fimmta plata bandarísku indie-rokk hljómsveitarinnar The Strokes frá New York, Comedown Machine kemur út 26. mars. Fyrsta smáskífan af plötunni heitir All the Time og kom út 19. febrúar. Nú hefur Amazon söluvefurinn sett inn 30 sekúnda brot af öllum lögunum af plötunni og má hlusta á þessi brot hér. Þau gefa til kynna að nýja platan verði ólík öllu sem hljómsveitin hefur áður sent frá sér. Hljómsveitin sendi frá sér mynband við lagið All the Time fyrir helgi og var það samansafn af gömlum tónleikaupptökum og hafa því margir aðdáendur hljómsveitarinnar spurt sig hvort Comedown Machine sé svanasöngur The Strokes?
Uppfært klukkan 20:09 18/03/2013
Upphafslagið á plötunni Tap it má heyra í heild sinni hér fyrir neðan, heyra má áhrif frá Michael Jackson í því:
Hér er svo öll platan eins og hún leggur sig!
Tónleikadagskrá helgarinnar
Fimmtudagur 14. mars
Hljómsveitin Bloodgroup gaf nýverið út sína þriðju plötu, Tracing Echoes. Af því tilefni blæs sveitin til heljarinnar útgáfutónleika í Iðnó. Hægt er að kaupa miða hér: http://midi.is/tonleikar/1/7507 Á tónleikunum verður öllu tjaldað til, en Bloodgroup heldur síðan í tónleikaferð um Evrópu til að fylgja eftir plötunni og því er þetta síðasta tækifæri til að sjá sveitina í Reykjavík um óákveðinn tíma. Hljómsveitin Samaris sér um upphitun á tónleikunum
Fyrstu tónleikarnir í nýrri tónleikaröð á Faktorý í samstarfi við Tuborg – Grasrótin á Faktorý hefjast í kvöld. Á fyrstu tónleikunum munu hljómsveitirnar Kajak og Dreamcast koma fram. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22 og er frítt inn. Bent er á að hljómsveitir og tónlistarmenn sem hafa áhuga á að koma fram á Grasrótinni á Faktorý geta sent umsóknir á bokanir@faktory.is
Reykjavík Sex Farm kynnir hið dularfulla kvöld Death Is Not The End á Litlu gulu hænunni. Þar koma fram; Queerwolf frá Montreal og DJ Ravensclaw (aka Krummi úr Legend). Miðaverð er 500 og hefst kvöldið klukkan 21:30.
Föstudagur 15. mars:
Hljómsveitin Nóra mun spila á ókeypis tónleikum á Dillon sem hefjast klukkan 22:00
Hljómsveitirnar Jan Mayen og Morgan Kane halda tónleika á Bar 11 og er ókeypis inn. Jan Mayen gerðu garðinn frægan á síðasta áratug og hafa spilað á vel völdum stöðum undanfarna mánuði.
Á Kaffistofunni verða haldnir tónleikar með Helga Mortalkombat, Sindra Eldon & The Ways og Tamarin/(elWis). Hefjast þeir á slaginu 20:00
Tónleikar til styrktar Geðhjálp fara fram á KEX klukkan 20:30 og er miðaverð 1500 kr. Fram koma: Robert The Roommate, Ylja og Ultra Mega Technobandið Stefán.
Breski plötusnúðurinn Midland þeytir skífum á Volta. Til upphitunar verða íslensku DJarnir Skeng og Jon Edvald. Húsið opnar kl. 23:00. Miðinn kostar aðeins 1000 kr. í forsölu á Miði.is. Midland er þekktur fyrir óhefðbundinn hljóðheim sinn þar sem saman blandast rætur techno og house tónlistar, með bassahljómi úr dubstep tónlist auk tilraunakenndra hljóma úr sígildri elektróníku.
Laugardagur 16. mars
Hljómsveitin MUCK mun halda sína fyrstu tónleika á árinu á Dillon við Laugarveg. Hljómsveitin er nýkomin heim frá New York þar sem hún vann að nýju efni af komandi plötu sem mun líta dagsins ljós seinna á árinu. Ekkert kostar inn og tónleikarnir hefjast 23:00.
Útgáfutónleikar John Grant í Silfurbergi Hörpu, í tilefni af útgáfu nýju plötunnar, Pale Green Ghosts. Það kostar 6400 kr inn og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.
Sunnudagur 17. mars
Bandaríski tónlistarmaðurinn Colin Stetson heldur tónleika á Volta. Stetson er saxófónleikari frá Michigan fylki Bandaríkjanna en hefur gert út frá Montreal í Kanada undanfarin ár. Hann hefur starfað með fjölmörgum tónlistarfólki og hljómsveitum síðustu árin samhliða því að reka sinn eigin sólóferil. Arcade Fire, Tom Waits, TV on the Radio, Bon Iver, LCD Soundsystem, The National, David Byrne og Feist eru meðal þeirra sem hafa unnið með Colin Stetson. Um upphitun sér Úlfur og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.
Straumur 11. mars 2013
Í Straumi í kvöld skoðum við aðra plötu Waxahatchee sem er listamannsnafn Katie Crutchfield tónlistarkonu frá Alabama fylki í Bandaríkjunum. Við heyrum nýtt efni frá Smith Westerns, She & Him, Golden Grrrls og mörgum öðrum. Einnig verða gefnir 2 miðar á tónleika Colin Stetson sem fara fram á næsta sunnudag. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!
Straumur 11. mars 2013 by Olidori on Mixcloud
1) Coast to Coast – Waxahatchee
2) Varsity – Smith Westerns
3) Digital Lion – James Blake
4) Jessica – Major Lazer (ft. Ezra Koenig)
5) Paul Simon – Golden Grrrls
6) Dixie Cups and Jars – Waxahatchee
7) Brother Bryan – Waxahatchee
8) Swan Dive – Waxahatchee
9) Peace and Quiet – Waxahatchee
10) Marijuana – Chrome Sparks
11) Send The Pain On – Chrome Sparks
12) Red Horse (Judges II) – Colin Stetson
13) Golden Girls – Devendra Banhart
14) Never Seen Such Good Things – Devendra Banhart
15) Never Wanted Your Love – She & Him
16) Immortals – Marnie Stern
17) Year of the glad – Marnie Stern
18) A Tooth for an Eye – The Knife
19) II – Gunnar Jónsson
20) You’re Damaged – Waxahatchee
Ezra Koenig syngur með Major Lazer
Í dag var nýtt lag af væntanlegri Major Lazer plötu spilað í bandarískum útvarpsþætti en í því njóta þeir aðstoðar raddabanda Ezra Koenig, söngvara Vampire Weekend. Lagið heitir Jessica og er rólegt reggílag af gamla skólanum með miklum döbb-áhrifum en þó nútímalegum blæ og falsetta Koenigs hæfir því einkar vel. Útgáfudegi plötunnar Free the Universe hefur ítrekað verið frestað en hann verður samkvæmt nýjustu fregnum þann 15. apríl næstkomandi. Fyrsta lagið sem heyrðist af plötunni var Get Free sem kom út fyrir um ári síðan en það var valið næstbesta lag síðasta árs af ritstjórn straum.is. Hlýðið á upptöku af laginu hér fyrir neðan ásamt Get Free.
Aldrei fór ég suður 2013 listi
- Abbababb
- Blind Bargain
- Borkó
- Bubbi Morthens
- Dolby
- Duro
- Fears
- Futuregrapher
- Hörmung
- Jónas Sig
- Langi Seli og skuggarnir
- Lára Rúnars
- Monotown
- Mugison
- Ojba Rasta
- Oyama
- Prinspóló
- Ragga Gísla og Fjallabræður
- Rythmatik
- Samaris
- Sin Fang
- Skúli Mennski
- Sniglabandið
- Stafrænn Hákon
- Valdimar
- Ylja
Kraftwerk á Iceland Airwaves
Í dag bárust þau miklu gleðitíðindi að áhrifamesta rafhljómsveit sögunnar, Kraftwerk, hefði boðað komu sína á Iceland Airwaves hátíðina í ár. Hljómsveitin mun loka hátíðinni á sunnudagskvöldinu og þrívíddargleraugu eru nauðsynleg til að njóta þeirra til fulls. Sveitin var iðin við tónleikahald á síðasta ári og kom meðal annars fram á rómaðri tónleikaröð í Museum og Modern Art listasafninu í New York. Fyrir neðan má sjá upptöku af sveitinni flytja lagið Trans Europe Express á þeim tónleikum. Kraftwerk hafa áður komið til Íslands en þeir spiluðu á frábærum tónleikum í Kaplakrika árið 2004.