Ezra Koenig syngur með Major Lazer

Í dag var nýtt lag af væntanlegri Major Lazer plötu spilað í bandarískum útvarpsþætti en í því njóta þeir aðstoðar raddabanda Ezra Koenig, söngvara Vampire Weekend. Lagið heitir Jessica og er rólegt reggílag af gamla skólanum með miklum döbb-áhrifum en þó nútímalegum blæ og falsetta Koenigs hæfir því einkar vel. Útgáfudegi plötunnar Free the Universe hefur ítrekað verið frestað en hann verður samkvæmt nýjustu fregnum þann 15. apríl næstkomandi. Fyrsta lagið sem heyrðist af plötunni var Get Free sem kom út fyrir um ári síðan en það var valið næstbesta lag síðasta árs af ritstjórn straum.is. Hlýðið á upptöku af laginu hér fyrir neðan ásamt Get Free.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *