Ný, krefjandi MGMT plata í haust

Benjamin Goldwasser og Andrew VanWyngarden sem saman mynda hljómsveitina MGMT hafa nú loksins tilkynnt útgáfudag sinnar þriðju breiðskífu þann 17. september og verður sjálftitluð MGMT. Félagarnir hafa staðið í ströngu ásamt upptökustjóranum Dave Fridmann við að leggja lokahönd á plötuna sem átti upphaflega að koma út í þessum mánuði. Þeir lentu í deilum við útgáfufyrirtækið Columbia sem var ekki ánægt með þær viðtökur sem önnur breiðskífa þeirra Congratulations fékk árið 2010 og vildi heyra aðgengilegra efni á þriðju plötunni. Benjamin og Andrew virðast hafa óhlýðnast fyrirmælunum og hafa sagt að nýja platan innihaldi krefjandi tónlist sem ekki allir muni skilja við fyrstu hlustun.
MGMT (platan) mun hafa að geyma 10 lög þar á meðal ábreiðu af laginu „Introspection“ sem Faine Jade gaf út á sjöunda áratugnum. Fyrr á árinu slepptu MGMT frá sér laginu „Alien Days“ og mun það vera að finna á væntanlegri plötu auk „Mystery Disease“ sem þeir byrjuðu nýlega að flytja á tónleikum. Í kjölfarið kemur út aukaefni tengt plötunni undir heitinu „the Optimizer“ og mun innihalda myndbönd og „CGI“ sjónarspil.

All Tomorrow’s Parties sjónvarpsviðtal

Nú styttist óðum í að fyrsta All Tomorrow’s Parties hátíðin verði haldin á Íslandi. Dagskráin hefst seinnipart föstudags og lýkur aðfararnótt sunnudags. Við settumst niður með þeim Barry Hogan sem stofnaði ATP árið 1999 og Deborah Kee Higgins sem hefur unnið fyrir hana frá árinu 2004 og ræddum við þau um hátíðina.

Dagskráin tilbúin

Dagskrá hátíðarinnar er nú komin á netið. Þar má sjá hvenær hljómsveitirnar koma fram, hvaða bíómyndir verða sýndar í Andrews Theater og hvenær Popppunkturinn og Bókarbingó ATP fer fram o.s.frv.

Til að hlaða niður dagskránni í PDF skjali, smelltu hér.

Tilda Swinton velur kvikmyndir ásamt Jim Jarmusch
Þegar hátíðin var tilkynnt í apríl var sagt frá því að Jim Jarmusch leikstjóri myndi velja bíómyndirnar annan daginn í Andrews Theater. Hinn daginn mun Óskarsverðlaunahafinn Tilda Swinton velja kvikmyndirnar sem sýndar verða. Í dagskránni sem nú er komin er á netið má sjá hvaða myndir þau Jim Jarmusch og Tilda Swinton völdu.

Miðar með gistingu uppseldir
Miðar með gistingu seldust upp fyrir skömmu en í boði voru bæði miðar með herbergi fyrir tvo gesti og miðar með herbergi fyrir fjóra gesti. Þessir miðar eru nú uppseldir. Dagspassar á 9.900 kr. og helgarpassar á 16.900 kr. eru fáanlegir á midi.is.

Rútuferðir á ATP
Til að auðvelda höfuðborgarbúum lífið selur Reykjavík Excursions miða á hátíðina sem fela í sér rútuferðir fram og til baka á hátíðina. Það er bæði hægt að fá helgarpassa og dagpassa með rútuferðum en einnig er hægt að kaupa rútuferðir fyrir alla helgina eða staka daga. Athugið að rúturnar fara upp á Ásbrú frá BSÍ kl. 18:00 og brottför aftur til Reykjavíkur er klukkan 02:00.

 

 

Myndband frá M.I.A

Breska söngkonan Mathangi “Maya” Arulpragasam öðru nafni M.I.A sendi í dag frá sér myndband við lagið Bring The Noize sem hún gaf út í síðustu viku. Lagið verður á fjórðu plötu hennar sem kemur út seinna á þessu ári. Platan hefur tafist talsvert, en hún átti upprunalega að koma út í janúar, svo í apríl og í dag er óvíst með útgáfudag hennar. Í myndbandinu er M.I.A stödd á einhverskonar reifi þar sem allir klæðast hvítum fötum.

Arctic Monkeys tilkynna útgáfudag nýrrar plötu

Bresku „indie“ rokkararnir í Arctic Monkeys  gefa út sína fimmtu breiðskífu  9. september. Platan mun innihalda 12 lög og hefur hlotið titilinn AM og sagði Alex Turner forsprakki sveitarinnar í viðtali við NME að það væri stolin hugmynd frá Velvet Underground plötunni VU.
Tvær smáskífur af AM „Do I Wanna Know?“ og „R U Mine“ hafa verið verið gefnar út en nýlega hafa þeir byrjað að flytja lagið „Mad Sounds“ sem einnig fær pláss á plötunni. James Ford og Ross Orton sáu um upptökur og hefur sá fyrrnefndi áður unnið með bandinu. Josh Homme úr Queens Of The Stone Age mun bregða fyrir á nýju plötunni en hann er Arctic Monkeys vel kunnur þar sem hann kom að upptökum á Humbug þriðju plötu þeirra ásamt James Ford. Alex Turner átti framlag á …Like Clockwork nýjustu plötu Queens Of The Stone Age þar sem hann söng, spilaði á gítar og samdi texta. „ Þetta snérist bara um að endurgjalda greiða, hann settist niður með okkur og lét til sín taka. Framlag hans til plötunnar var mjög skemmtilegt og líklega mitt uppáhalds, eitthvað sem ég hef aldrei heyrt áður.“ Sagði Alex Turner um aðkomu Josh Homme. Einnig munu þeir Bill Ryder Jones fyrrum meðlimur The Coral og trymbill Elvis Costello; Pete Thomas koma við sögu á AM.
Platan á að gefa góða mynd af þeirri stefnu sem Arctic Monkeys leggja upp með og á lagið „R U Mine?“ að gefa aðdáendum upp í hugarlund um hvað verður á boðstólnum þann 9. september þegar AM verður raðað hillur plötubúða.

Azealia Banks í hljóðveri með Disclosure

Breska upptökuteymið og bræðurnir í Disclosure tóku upp efni með bandaríska rapparnum Azealia Banks á dögunum samkvæmt Twitter skilaboðum frá Banks.

Disclosure bræður eru ekki óvanir samstarfi, á sinni fyrstu plötu Settle sem kom út fyrir stuttu unnu þeir m.a. með Jessie Ware, Aluna Francis, Sam Smith, Jamie Woon, Eliza Doolittle, London Grammar og fleirum. Upp á síðkastið hefur Banks deilt út upplýsingum á Twitter um sína fyrstu plötu Broke With Expensive Taste sem hefur verið lengi í bígerð. Samkvæmt Banks mun platan innihalda 16 lög – þar á meðal smellinn 212. Hún hefur einnig skýrt frá því að Pharrell Williams og þrír aðrir gestasöngvarar verði á plötunni og að hún sé 80% tilbúin.

Straumur 24. júní 2013

Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Austra, Kanye West, Todd Terje, jj, Sophie og mörgum öðrum. Við verðum einnig með umfjöllun um tónlistarhátiðina All Tomorrows Parties sem verður haldin í fyrsta skipti á Íslandi um næstu helgi á varnarliðssvæðinu í Keflavík. Við hittum þau Barry Hogan og Deborah Kee Higgins aðstandendur hátíðarinnar á dögunum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977!

Straumur 24. júní 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Super Duper Rescue Heads! – Deerhoof
2) Strandbar (bonus version) – Todd Terje
3) Bipp – Sophie
4) Rise – Du Tonc
5) Góða Tungl (Sei A remix) – Samaris
6) What We Done? – Austra
7) New Slaves – Kanye West
8) Send It Up – Kanye West
9) Bound 2 – Kanye West
10) Flood’s New Light – Thee Oh Sees

– Viðtal við Barry Hogan og Deborah Kee Higgins frá ATP

11) I Need Seeds – Thee Oh Sees
12) The Perfect Me – Deerhoof
13) Heavenmetal – Chelsea Light Moving
14) 3am Spirtual – Smith Westerns
15) Glossed – Smith Westerns
16) XXIII – Smith Westerns
17) Fågelsången – jj

Remix af skoskri raftónlist

Groundislava eða Jasper Tatterson er lítt þekktur tónlistamaður sem kemur frá Bandaríkjunum. Hans helstu einkenni eru frumleg hljóð úr hinum ýmsu áttum eins og tölvuleikjum og 80‘ tímabilinu. Nú á dögunum sendi Groundislava frá sér dansvænt remix af laginu „Gun“ með skosku rafhljómsveitinni CHVRCHES. Hann frískar vel upp á lagið og gefur rödd Lauren Mayberry söngkonu CHRCHES nýjan lit auk þess að bæta við þægilegu píanóspili undir lokin.

Robyn sendir frá sér myndband

Þó svo þrjú ár séu liðin frá útgáfu Body Talk sjöundu breiðskífu sænsku tónlistarkonunnar Robyn þá stoppar það hana ekki í að gefa út myndband við lagið „U Should Know Better“ sem er tekið af plötunni. Snoop Dog aðstoðaði Robyn við lagið en kemur þó ekkert fram í myndbandinu heldur er það kvenkyns tvífari Snoop sem bregður fyrir og karlkyns tvífari Robyn.

Nýtt lag frá jj

Það er alltaf nóg að frétta af sænskum tónlistarmönnum og nú sendir sænski rafdúettinn jj frá sér nýtt lag sem ber titilinn „Fågelsången“ eða „fuglalagið“. Bandið hefur gefið út tvær breiðskífur n°2 árið 2009 og n°3 árið 2010. Það eru þau Joakim Benon og Elin Kastlander sem mynda jj og hefur stíll þeirra verið kenndur við „balearic beat“ stefnuna sem er einn angi „house“ tónlistar. Tónlist þeirra er þó fjölbreytileg og draumkennt „indie“ og þjóðlaga raftónlist komast líka ágætlega upp með að lýsa stefnu jj og á það vel við lagið „Fågelsången“.

 

Tónleikar helgarinnar

Í hinu vikulega helgaryfirliti straum.is er stiklað á stóru og smáu í tónleikahaldi á höfuðborgarsvæðinu.

Fimmtudagur 20. júní

Jóhann Kristinsson og Loji munu hefja leikinn í sumartónleikaröð í Bíó Paradís  kl 22:00! Ókeypis inn!

Heiladans 25 á Litlu Gulu Hænunni kl. 21 – 01. Samaris, Tonik, Einar Indra og Dj Kári spila.

Föstudagur 21. júní

Ultra Mega Technobandið Stefán spilar á ókeypis tónleikum í kjallaranum á Bar 11. Hljómsveitin er þessa daganna að leggja lokahönd á næstu plötu sína og því ekki ólíklegt að nýtt efni fái að líta dagsins ljós á þessum tónleikum. Tónleikarnir byrja klukkan 12.

Ólöf Arnalds verður með árlega Sumarsólstöðutónleika í Café Flóru, Föstudaginn 21. júní. Þetta er í þriðja sinn sem Ólöf er með sumarsólstöðutónleika í Café Flóru. Ásamt Ólöfu koma fram Klara Arnalds söngkona og Ingibjörg Elsa bassaleikari sem helst eru þekktar sem meðlimir hinnar vinsælu danshljómsveitar Boogie Trouble. Prógrammið verður ljúf blanda af lögum úr pokahorni tónlistarkvennanna, þar sem sóldýrkun og leikgleði verða í fyrirrúmi. Tónleikar hefjast kl. 21.00.  Miðaverð 2.000kr og verða miðar seldir við inngang.

Laugardagur 22. júní

Saktmóðigur og Ofvitarnir spila í Lucky Records, Rauðarárstíg 6. Tónleikarnir eru opnir öllum aldurshópum,aðgengilegir fólki í hjólastólum og hefjast klukkan 14:00.

Mono Town, Leaves og Tilbury munu koma fram á útitónleikum á laugardaginn 22. júní kl. 15 í Vitagarðinum við KEX Hostel. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í nýrri tónleikaröð sem nefnist Vitinn. Röðin mun fara fram með reglulegu millibili á laugardögum í sumar fram að Menningarnótt. Aðgangur að garðinum og tónleikum þar er að sjálfsögðu ókeypis og allir velkomnir, ungir sem aldnir.

RVK Soundsystem kynnir ROTOTOM SUNSPLASH Launch Party á Faktorý! Kl. 22:00 Aðgangseyrir: 2.000 kr.
> HJÁLMAR
> OJBA RASTA
> AMABA DAMA
> PANORAMIX