Arctic Monkeys tilkynna útgáfudag nýrrar plötu

Bresku „indie“ rokkararnir í Arctic Monkeys  gefa út sína fimmtu breiðskífu  9. september. Platan mun innihalda 12 lög og hefur hlotið titilinn AM og sagði Alex Turner forsprakki sveitarinnar í viðtali við NME að það væri stolin hugmynd frá Velvet Underground plötunni VU.
Tvær smáskífur af AM „Do I Wanna Know?“ og „R U Mine“ hafa verið verið gefnar út en nýlega hafa þeir byrjað að flytja lagið „Mad Sounds“ sem einnig fær pláss á plötunni. James Ford og Ross Orton sáu um upptökur og hefur sá fyrrnefndi áður unnið með bandinu. Josh Homme úr Queens Of The Stone Age mun bregða fyrir á nýju plötunni en hann er Arctic Monkeys vel kunnur þar sem hann kom að upptökum á Humbug þriðju plötu þeirra ásamt James Ford. Alex Turner átti framlag á …Like Clockwork nýjustu plötu Queens Of The Stone Age þar sem hann söng, spilaði á gítar og samdi texta. „ Þetta snérist bara um að endurgjalda greiða, hann settist niður með okkur og lét til sín taka. Framlag hans til plötunnar var mjög skemmtilegt og líklega mitt uppáhalds, eitthvað sem ég hef aldrei heyrt áður.“ Sagði Alex Turner um aðkomu Josh Homme. Einnig munu þeir Bill Ryder Jones fyrrum meðlimur The Coral og trymbill Elvis Costello; Pete Thomas koma við sögu á AM.
Platan á að gefa góða mynd af þeirri stefnu sem Arctic Monkeys leggja upp með og á lagið „R U Mine?“ að gefa aðdáendum upp í hugarlund um hvað verður á boðstólnum þann 9. september þegar AM verður raðað hillur plötubúða.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *