Azealia Banks í hljóðveri með Disclosure

Breska upptökuteymið og bræðurnir í Disclosure tóku upp efni með bandaríska rapparnum Azealia Banks á dögunum samkvæmt Twitter skilaboðum frá Banks.

Disclosure bræður eru ekki óvanir samstarfi, á sinni fyrstu plötu Settle sem kom út fyrir stuttu unnu þeir m.a. með Jessie Ware, Aluna Francis, Sam Smith, Jamie Woon, Eliza Doolittle, London Grammar og fleirum. Upp á síðkastið hefur Banks deilt út upplýsingum á Twitter um sína fyrstu plötu Broke With Expensive Taste sem hefur verið lengi í bígerð. Samkvæmt Banks mun platan innihalda 16 lög – þar á meðal smellinn 212. Hún hefur einnig skýrt frá því að Pharrell Williams og þrír aðrir gestasöngvarar verði á plötunni og að hún sé 80% tilbúin.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *