Straumur 17. mars 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Frankie Cosmos, SBTRKT, Teen Daze, Sky Ferreira og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 17. mars 2014 by Straumur on Mixcloud

1) School – Frankie Cosmos
2) Owen – Frankie Cosmos
3) Buses Splash With Rain – Frankie Cosmos
4) You’re Not The One (Cid Rim remix) Sky Ferreira
5) Strangers In Moscow (Michael Jackson cover) – Tame Impala
6) Tokyo Winter – Teen Daze
7) Small Hours(John Martyn cover) – Roosevelt
8) Kyoto – SBTRKT
9) Space Race – Shit Robot
10) Do the dance – Shit Robot
11) Propeller – Evian Christ
12) No Excuse – Jacques Greene
13) Head Above – WhoMadeWho
14) Red In The Grey – MØ
15) Sad 2 – Frankie Cosmos


 

Rafmagnsstóllinn: Þórður Grímsson

Á dögunum áskotnaðist ritstjórn Straums forláta stóll úr yfirgefnu fangelsi í Texas. Þetta gerðarlega húsgagn væri synd á láta liggja ónotað og þess vegna kynnum við til leiks nýjan lið á síðunni; Rafmagnsstólinn! Í hverri viku fáum við tónlistarmann til að setjast í stólinn, bindum hann niður og hleypum á hann 2400 volta straumi þannig hann grillist vel og vandlega. Í fyrstu leiðir þetta til þvag- og saurmissis en að lokum endar raflostið með því að listamennirnir segja okkur frá sínum dýpstu órum og leyndarmálum, sem við munum svo birta samviskusamlega hér á síðunni.

 

Þórður Grímsson, liðsmaður hljómsveitarinnar Two Step Horror, hlaut þann heiður að fá fyrstur að setjast í Rafmagnsstólinn, en hann stendur einmitt fyrir tónleikum í kvöld á Cafe Ray Liotta ásamt Vebeth hópnum. Þetta er það sem kom upp úr honum.

 

Hvað er það besta við að vera tónlistarmaður?
Það er held ég bara almennt gott að vera skapandi og búa til sinn eigin heim og loka sig af þar.

 

En versta?
Hlusta á skoðanir annarra sem eru á einhverri allt annarri bylgjulengd.

 

Hvaða tónlistarmann/hljómsveit myndirðu mest vilja hita upp fyrir?
Veit ekki með upphitun, en það væri gaman að gera eitthvað með Sonic Boom eða semja verk með Angelo Badalamenti til dæmis.

 

Hvað er besta tónlist sem þú hefur uppgötvað á árinu?
Ég enduruppgötvaði The Telescopes sem við erum að spila með á Berlin Psych Fest í Apríl. Annars er ég að fíla Russian.Girls mjög vel, það var góð uppgötvun þessa árs.

 

Hvað er uppáhalds kvikmyndatónskáldið þitt?
Krzysztof Komeda samdi mikið af frábærri tónlist fyrir kvikmyndir, t.a.m. Cul-de-sac, Rosemary’s Baby og Knife in the Water. Ég hef líka verið að hlusta á studio plötur og session sem hann var að fást við og það er allt saman alveg frábært.

 

Hvað er uppáhalds tímabilið þitt í tónlistarsögunni?
Sjöundi áratugurinn af óteljandi ástæðum, en ég get nefnt nokkrar.
1. Skynvillutónlist á borð við July, Soft Machine, Pink Floyd, The Move, United States of America, Kaleidoscope, Red Krayola og óteljandi öðrum.
2. Fatastíllinn var góður.
3. Plötukoverin fengu áður óþekkt púður.
4. Síðasta tímabilið fyrir hnignunina.
5. Psych var ekki orðið sell out.

 

Hvað er 5 mest spiluðu lögin og í iTunes-inu þinu?
Souvlaki Space Station – Slowdive (17)
Baby (Donnie & Joe Emerson cover) – Ariel Pink (14)
Mètché Dershé – Mulatu Astatke (13)
Jubilee Street – Nick Cave (12)
Head Over Heels – Tears for Fears (11)

 

En plötur?
Ég hugsa að Oscar Peterson og Mulatu Astatke sé frekar standard „go-to“ dinner músík, það er amk. tilefnið við að setja plötu á fóninn heima.

 

Hvað eru bestu tónleikar sem þú hefur séð nýlega?
Pink Street Boys á undiröldutónleikum í Hörpu, Dirty Beaches í Hörpu og Nick Cave á All Tomorrow’s Parties.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?
Ég veit ekki, fer frekar sjalda á tónleika. Harpa kannski.

 

Uppáhalds plötuumslag?
Já Vebeth safnplötu umslagið er killer, en ég er bara ekki alveg búinn með það.

 

Þekkirðu Jakob Frímann?
Já, Anna kærastan mín þekkir hann. Hann mætti á myndlistasýninguna mína í sumar, ég hitti hann þá.

 

Hvaða tónlistarmönnum lífs eða liðnum værirðu helst til í að taka jam-session með?

Það hefði verið áhugavert að gera eitthvað með Syd Barret, ég hef alltaf verið mjög hrifinn af hans tónlist.

 

Uppáhalds plötubúð í heiminum?
Ég keypti fullt af góðum plötum í Rock and Roll Heaven í Orlando, en ætli að sé ekki mest PC að segja Lucky’s, frábær búð.

 

Ef þú mættir velja einn rappara til að vinna með, hver væri það?
Snoop.

 

Ef þú gætir unnið með hvaða upptökustjóra sem er, hver myndi það vera?
Phil Spector.

 

Hvaða plata fer á á rúntinum?
FM Rondo.

 

Hvað var síðasta tónlist sem þú keyptir?
Ég eyddi rosa miklum pening í Pro Tools 11, annars er þetta genuinely erfið spurning.

 

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í á tónleikum?
Gleymt hvað kemur næst í sólói eða muldrað texta sem ég man ekki. Annars var það mjög neyðarlegt þegar ég sleit streng og kunni ekki að setja í nýjan á nýja gítarnum mínum og Baldvin þurfti að gera það fyrir mig á miðjum tónleikum.

 

Hvað lætur þú á fóninn í fyrirpartínu á laugardagskvöldi?
Clinic.

 

Enn í eftirpartínu?
Einhver ný demo, ég verð sérlega ein- og sjálfhverfur þegar ég er kominn yfir áfengisþolmörk mín.

 

Uppáhalds borgin þín?
Berlin.

 

Þið eruð að fara að gefa út ykkar þriðju plötu, Nyctophilia, hvaða fimm orð myndu lýsa henni best?
Downtempo – draumkennt – trommuheilarokk – Reverb – Tremolo.

 

Þið eruð hluti af hóp eða hreyfingu sem kallast Vebeth, segðu okkur frá gildum og markmiðum hennar.
Vebeth fæddist í Reykjavík árið 2009 og samanstendur af fólki úr hinum ýmsu listrænu greinum sem deila svipaðri fagurfræði, tónlistarsmekk og listrænni sýn. Ætlun okkar var að gera meðlimum hópsins kleift að koma tónlist sinni og myndlist á framfæri og gefa tónlistina út án aðkomu þriðja aðila. Meðal meðlima Vebeth eru tónlistarmenn, myndlistarmenn, vídeólistamenn, textagerðarmenn, ljósmyndarar og hönnuðir sem gerir okkur kleift að vinna í margvíslegum miðlum og þar með skapa sjálfbæra útgáfu á eigin efni.

 

Við hverju má fólk búast við á tónleikunum ykkar í kvöld?
Rock’n’roll

Vebeth ýta úr vör tónleikaröð

Fyrstu tónleikar í tónleikaröðinni „Kvöldstund með Vebeth“ verða haldnir föstudaginn 14. mars á Café Ray Liotta á Hverfisgötu. Vebeth er hreyfing tónlistar- og myndlistafólks sem aðhyllist svipaða fagurfræði og hafa m.a gefið út plötur undir merkjum hópsins. Á þessum fyrstu tónleikum koma fram hljómsveitirnar Russian.girls, Pink Street Boys og Two Step Horror en þær tvær fyrrnefndu hafa nýverið gengið til liðs við Vebeth. Tónleikarnir eru opnir öllum sem náð hafa áfengiskaupaaldri og aðgangseyrir er algjörlega ókeypis.

 

Fyrsta atriði á svið er Russian.girls, verkefni Guðlaugs Halldórs Einarssonar úr Captain Fufanu, sem spilar tilraunakennda og rafskotna skynvillutónlist. Þá munu Pink Street Boys spila hávaðarokk undir áhrifum sjöunda og áttunda áratugarins. Hljómsveitin Two Step Horror  endar svo kvöldið en hljómsveitin var stofnuð af Þórði Grímssyni og Önnu Margrét Björnsson fyrir um fimm árum síðan. Nýlega bættust þrír meðlimir við hljómsveitina, þeir Hafsteinn Michael Guðmundsson, Kolbeinn Soffíuson og Baldvin Dungal, en sveitin mun spila á tónlistarhátíðinni Berlin Psych Fest sem á sér stað í apríl þar sem þau munu meðal annars hita upp fyrir bresku „cult“ sveitina The Telescopes. Two Step Horror gefa út sína þriðju breiðskífu nú í vor en hún nefnist Nyctophlia.

 

Kjallarinn á Ray Liotta opnar klukkan 21:00 og klukkutíma síðar hefur Russian.Girls leik, Pink Street Boys fara á svið 23:00 og Two Step Horror slá svo botninn í dagskránna á miðnætti. Þá mun Straumur (Óli Dóri) sjá um skífuþeytingar á milli atriða og einnig að tónleikunum loknum inn í nóttina. Þetta verður einungis fyrsta kvöldið af mörgum en aðrir tónlistarmenn sem tilheyra Vebeth hópnum eru Singapore Sling, Dream Central Station, Rafsteinn, The Go-Go Darkness, The Third Sound, The Blanket of Death, The Dead Skeletons, The Meek ( US), DJ-Musician, Hank & Tank og Evil Madness.

Hér má svo hlusta á tóndæmi með sveitunum.

)
)

Tónleikahelgin 13. – 15. mars

Fimmtudagur 13. mars

Slowsteps og Blær koma fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og það er ókeypis inn.

Föstudagur 14. mars

Fyrstu tónleikar í tónleikaröðinni „Kvöldstund með Vebeth“ munu eiga sér stað á Café Ray Liotta á Hverfisgötu (neðri hæðin á Celtic Cross). Vebeth er hópur tónlistar og myndlistafólks sem aðhyllist svipaða fagurfræði og hafa m.a gefið út plötur undir merkjum Vebeth.

Hús opnar           21:00

russian.girls         22:00

Pink Street Boys  23:00

Two Step Horror    0:00

Straumur (Óli Dóri) tekur við sem dj á milli setta og heldur áfram út í nóttina að loknum tónleikum.

 

Hljómsveitin Babies heldur tónleika á Bast. Það er ókeypis inn og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

 

Kanadíski hljóðlistamaðurinn Tim Hecker kemur fram í Mengi, Óðinsgötu 2. Miðaverð á tónleikana er 3.000 kr og hefjast þeir kl. 21:00

 

 

Laugardagur 15. mars 

 

Hljómsveitin Mono Town kemur fram í Lucky Records. Aðgangur er ókeypis og hefjast tónleikarnir klukkan 15:00.

 

Daníel Böðvarsson og Magnús T. Eliassen sem skipa annan helming hljómsveitarinnar Moses Hightower halda tónleika í Mengi.  Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr og hefjast þeir kl. 21:00

 

Just Another Snake Cult fagna útgáfu á annari annarri breiðskífu sinni Cupid Makes a Fool of Me sem kom út undir lok síðasta árs með tónleikum á Kex Hostel ásamt Mr. Silla. Húsið opnar kl. 21 og tónleikarnir hefjast stundvíslega 21:30. Diskurinn mun verða til sölu á sérstöku tilboðsverði, 1.500 kr.  Frítt er inn á tónleikana.

Tim Hecker í Mengi

Kanadíski hljóðlistamaðurinn Tim Hecker kemur fram í Mengi, Óðinsgötu 2 föstudaginn 14.mars næstkomandi.
Hecker, sem er meðal þekktustu rafhljóðlistamanna samtímans, hefur gefið út sjö breiðskífur á sínum ferli sem allar hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda. Síðustu plötur hans hafa að stóru leyti verið teknar upp í Reykjavík í samstarfi við Ben Frost en hann er staddur hér á landi til að taka upp nýja plötu. Hecker hefur í seinni tíð beint sjónum sínum að pípuorgelum og unnið með og bjagað þau hljóð sem orgelin gefa frá sér. Hann hefur einnig sinnt fræðistörfum á sviði hljóðlistarinnar og hefur þar lagt áherslu á borgarhljóð og hljóðlist út frá forsendum menningarfræðinnar. Miðaverð á tónleikana er 3.000 kr og hefjast þeir kl. 21:00

)

Straumur 10. mars 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Soulwax, Thee Oh Sees, Mac Demarco, Oneothrix Point Never, Movement, Kaytranada, Tokyo Police Club og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 10. mars 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Love letters (Soulwax remix) – Metronomy
2) Kaleidoscope Love (Kaytranada edition) – AlunaGeorge
3) Connection To – Joel Ford
4) Jealous (I Ain’t With It) – Chromeo
5) Hero – Frank Ocean X Diplo x Mick Jones and Paul Simonon
6) Like Lust – Movement
7) Brother – Mac Demarco
8) Toy Gun – Tokyo Police Club
9) Throught The Wire – Tokyo Police Club
10) Better – Slava
11) My Mistake – Nina
12) Words I Don’t Remember – How To Dress Well
13) Music for Steamed Rocks – Oneohtrix Point Never
14) The Lens – Thee Oh Sees

 

 

Tónleikahelgin 6.-8. mars

Fimmtudagur 6. mars

 

Tónleikar með tilgang, styrktartónleikar fyrir hinsegin fólk í Úganda, verða haldnir í Hörpu. Fram koma Páll Óskar, Sykur, Retro Stefson, Hinsegin kórinn og Sigga Beinteins og Stjórnin. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og miðaverð er 2000 krónur en allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur til samtaka hinsegin fólks í Úganda sem heyja hatramma baráttu gegn lagafrumvarpi sem kveður á um að lífstíðarfangelsi við samkynhneigð verði lögfest.

 

Reykjavík Folk Festival hefst á Kexinu en fram koma Skúli Sverrisson, Elín Ey, Kristín Ólafs og Drangar í þessari röð. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 en þetta er fyrsta kvöld af þremur og kostar 3000 krónur á stakt kvöld en 7999 ef keypt er armband á öll þrjú kvöldin.

 

Hljómsveitirnar Urban Lumber og Future Figment koma fram á Dillon. Ókeypis inn og byrjar 22:00.

 

Föstudagur 7. mars

 

Kippi Kaninus fagnar útgáfu plötunnar Temperaments með tónleikum í Mengi á Óðinsgötu 2. Kippi Kaninus er annað sjálf listamannsins Guðmundar Vignis Karlssonar. Sú var tíð að hann starfaði einn undir því nafni en nú er svo komið að Kippi Kaninus er hljómsveit sem telur sjö meðlimi og munu þeir flytja Temperaments í heild sinni í Mengi. Húsið opnar klukkan 20:30 og verða léttar veitingar í boði af tilefni útgáfunnar. Tónleikarnir sjálfir hefjast kl. 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Reykjavík Folk Festival heldur áfram á Kexinu en í þetta skiptið koma fram í eftirfarandi röð: Kristjana Arngríms, Hymnalaya, Bjartmar Guðlaugsson og Bubbi Morthens. Tónleikarnir hefjast sem fyrr klukkan 20:00 og aðgangseyrir er 3000 á kvöldið.

 

Hljómsveitin The Vintage Caravan er að flytja til Danmerkur að lokinni þriggja vikna tónleikaferð okkar um Evrópu og ætla af því tilefni að blása til kveðjutónleika á Gauk á Stöng. Oni sjá um upphitun, gleðin hefst 22:00 og það kostar 1500 krónur inn.

 

Á Dillon kemur fram Slowsteps, ung hljómsveit úr Reykjavík, sem spilar melódískt rokk og vinnur nú í sinni fyrstu breiðskífu. Hún hefur leik 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Laugardagur 8. mars

 

Markús & The Diversion Sessions slá upp tónleikum í Mengi. Markús hefur gefið út 2 EP plötur sem Diversion Sessions en vinnur nú hörðum höndum að fyrstu plötu sinni í fullri lengd. Markús gerði garðinn áður mis-frægan í hljómsveitunum Sofandi & Skátum en átti óvæntan útvarpssmell síðastliðið ár þegar lag hans ‘É bisst assökunar’ hljómaði um allar trissur. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Síðast kvöld Reykjavík Folk Festival fer sem fyrr fram á Kexinu en þeir sem loka hátíðinni eru Steindór Andersen, Soffía Björg, KK og Snorri Helgason í réttri röð. Sem fyrr er aðgangseyrir 3000 krónur og leikar hefjast klukkan 20:00.

 

Músíktilraunasigurvegararnir í Vök koma fram á Dillon. Aðgangseyrir er 500 krónur og spilerí hefst 22:00.

 

Hljómsveitin Melrakkar mun spila Metallicu plötuna Kill’Em All í heild sinni á tónleikum á Gauk á Stöng. Sveitin var stofnuð gagngert til þess að spila hina áhrifamiklu þungarokksplötu en hana skipa meðlimir úr Sólstöfum, Mínus, Ham og Skálmöld en Kill’Em All verður spiluð frá byrjun til enda á tónleikunum. Uppselt er í forsölu en örfáir miðar verða seldir við hurð og miðaverð er 2500 krónur og tónleikarnir hefjast 23:00.

Unknown Mortal Orchestra á Airwaves

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fimmtán listamenn til viðbótar sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir rúmlega 200. Iceland Airwaves hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og miðasalan er þegar hafin á heimasíðu Iceland Airwaves. Í erlendu deildinni ber fyrst að nefna bandaríska indíbandið Unknown Mortal Orchestra sem hafa gefið út tvær feikifínar plötur af bítlalegu lo-fi fönki með sækadelískum 60’s áhrifum. Þá mæta líka til leiks Klangkarussel frá Austurríki, Tomas Barfod frá Danmörku, Ballett School frá Þýskalandi og Pins frá Bretlandi. Einnig koma fram íslensku listamennirnir, Hermigervill, Berndsen, Dísa, Nolo, The Vintage Caravan, Futuregrapher, Cell7, Árni2, Introbeats, Good Moon Deer og Fura. Þá er vert að geta þess að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir og geta íslenskar hljómsveitir því sótt um að fá að spila á heimasíðu hátíðarinnar.

Straumur 3. mars 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við væntanlegar plötur frá Cloud Nothings, Future Islands og Tycho. Auk þess sem við skoðum nýtt efni frá The Pains of Being Pure at Heart, Posse, Seven Davis Jr mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 3. mars 2014 by Straumur on Mixcloud

1) How Near In – Cloud Nothings
2) Psychic Trauma – Cloud Nothings
3) No Thougts – Cloud Nothings
4) Simple And Sure – The Pains Of Being Pure at Heart
5) Tongues – PAWS
6) Forever – Chris Malinchak
7) Time – Drumtalk
8) If It Wasn’t True – Shamir
9) P.A.R.T.Y. (ft. Mezmawho) – Seven Davis Jr
10) Back in the Tall Grass – Future Islands
11) A Song for Our Grandfathers – Future Islands
12) Nevermind The End (Saint Pepsi remix) – Tei Shi
13) L – Tycho
14) See – Tycho
15) Cut – russian.girls
16) Shut Up – Posse

 

Stjörnufans í Hörpu til stuðnings landverndar.

Björk, Of Monsters and Men, Patti Smith, Mammút, Retro Stefson, Highlands, Samaris og Lykke Li koma fram á tónleikum í Hörpu þann 18. mars næstkomandi til stuðnings landverndar.

Tónleikarnir eru liður í samvinnuverkefninu Stopp – Gætum garðsins sem leikstjórinn Darren Aronofsky, Björk Guðmundsdóttir, Landvernd og Náttúruvernd Íslands standa að.

Stórmyndin Noah í leikstjórn Aronofsky verður frumsýnd í  Egilsbíói í tilefni dagsins og hefst klukkan 17:30 en tónleikarnir  hefjast stundvíslega kl. 20:30. Takmarkað magn miða er í boði. Allur ágóði rennur til Náttúruverndarsamtaka Íslands og Landverndar en allir listamenn sem koma fram gefa vinnu sína.