Tim Hecker í Mengi

Kanadíski hljóðlistamaðurinn Tim Hecker kemur fram í Mengi, Óðinsgötu 2 föstudaginn 14.mars næstkomandi.
Hecker, sem er meðal þekktustu rafhljóðlistamanna samtímans, hefur gefið út sjö breiðskífur á sínum ferli sem allar hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda. Síðustu plötur hans hafa að stóru leyti verið teknar upp í Reykjavík í samstarfi við Ben Frost en hann er staddur hér á landi til að taka upp nýja plötu. Hecker hefur í seinni tíð beint sjónum sínum að pípuorgelum og unnið með og bjagað þau hljóð sem orgelin gefa frá sér. Hann hefur einnig sinnt fræðistörfum á sviði hljóðlistarinnar og hefur þar lagt áherslu á borgarhljóð og hljóðlist út frá forsendum menningarfræðinnar. Miðaverð á tónleikana er 3.000 kr og hefjast þeir kl. 21:00

)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *