Bestu erlendu plötur ársins 2020

25. Yves Jarvis – Sundry Rock Song Stock 

24. Run The Jewels – RTJ4 

23. Juan Wauters – Más Canciones de La Onda

22. Mac Miller – Circles

21. Gia Margaret – Mia Gargaret

20. Arca – KiCK i 

19. Four Tet – Sixteen Oceans

18. Fleet Foxes – Shore

17. Shabazz Palaces – The Don Of Diamond Dreams  

16. The Strokes – The New Abnormal

15. Alaska Reid – Big Bunny 

14. Sufjan Stevens – The Ascension

13. Salem – Fires In Heaven 

12. Phoebe Bridgers – Punisher

11. Kelly Lee Owens – Inner Song

10. Caribou – Suddenly 

9. Bullion – We Had A Good Time 

8. Ela Minus – acts of rebellion

7. Session Victim – Needledrop 

6. Jessy Lanza – All The Time 

5. Westerman – Your Hero Is Not Dead

4. SAULT – Untitled (Black Is) 

3. Khruangbin – Mordechai

2. Róisín Murphy – Róisín Machine 

1. Andy Shauf – The Neon Skyline 

Bestu erlendu lög ársins 2020

50) Settle (feat. XXYYXX) – xander.

49) Jupiter Jaxx – Posthuman

48) Long Road Home – Oneohtrix Point Never

47) Where are the Keys??? – Blue Hawaii

46) OHFR – Rico Nasty

45) Car Keys – A. G. Cook

44) In Every Mountain – Yves Jarvis

43) Look How We Started – beaux

42) 12.38 – Childish Gambino

41) Heartbreak – Bonobo & Totally Enormous Extinct Dinosaurs

40) Birthday (ft. Kehlani & Syd) – Disclosure

39) fuego (feat. Tyler, The Creator) – Channel Tres

38) Video Game – Sufjan Stevens

37) Idontknow- Jamie xx

36) Sue 2 – Koney

35) Punisher – Phoebe Bridgers

34) out of sight (feat. 2 Chainz) – Run The Jewels

33) Automatic Driver (Tyler The Creator remix) – La Roux

32) How Lucky (feat. John Prine) -Kurt Vile

31) Wading In Waist High Water – Fleet Foxes

30) Living On Silence – Das Body

29) Time – Arca

28) The Difference (ft. Toro y Moi) – Flume

27) Read My Lips – Jessie Ware

26) Damn Right – Audrey Nuna

25) Libra v9B – Baltra

24) Anyone Around – Jessy Lanza

23) Arpeggi – Kelly Lee Owens

22) Circles – Mac Miller

21) Feel the Way I Want – Caroline Rose

20) Uncle Brian’s Abattoir – Trampolene & Peter Doherty

19) Is It True – Tame Impala

18) Disco Kitchen – Garden & Villa

17) Magpie – Caribou

16) Insect Near Piha Beach – Four Tet

15) Boys From Town – Alaska Reid

14) The Line – Westerman

13) Muy Muy Chico – Juan Wauters

12) HIT EM WHERE IT HURTS – PawPaw Rod

11) Dominique – Ela Minus

10) Toyota – Oklou & Flavien Berger

9) Eternal Summer – The Strokes

8) Isle Of Taste – Session Victim

7) Neon Skyline – Andy Shauf

6) Pray Up Stay Up – SAULT

5) Starfall – Salem

4) Jealousy – Róisín Murphy

3) Clipper (Another 5 Years) – Overmono

2) So We Won’t Forget – Khruangbin

1) We Had A Good Time – Bullion

Listi á Spotify með öllum lögunum:

11 Lou Reed ábreiður

 

Lewis Allan Reed kvaddi þennan heim sunnudaginn fyrir viku 71. árs að aldri. Áhrif hans á tónlistarsögu og poppkúltur síðustu aldar verða seint vanmetin. Ritstjórar þessarar síðu hafa ósjaldan  yljað sér við verk Reed í gegnum tíðina. Við minnumst þessa áhrifamikla tónlistarmanns með 11 frábærum ábreiðum af lögum hans sem sýna kannski best þau áhrif sem hann hafði á aðra listamenn á ferli sínum – Satellite’s gone up to the skies!

 

 

Morrisey -Satellite of love

Morrisey hefur aldrei farið leynt með hrifningu sína á Reed. Fyrir tveim árum breiddi hann yfir þetta einstaka lag sem kom út á  Transformer árið 1972, á tónleikum sínum á Glastonbury hátíðinni..

 

 

Cowboy Junkies – Sweet Jane

Lou Reed lagði blessun sína yfir þessa mögnuðu útgáfu kanadísku hljómsveitarinnar Cowboy Junkies af laginu Sweet Jane sem upprunalega kom út á síðustu plötu Velvet Underground, Loaded, árið 1970. Útgáfan vakti mikla athygli árið 1995 í kvikmynd Oliver Stone, Natural Born Killers, í eftirminnilegri senu.

 

David Bowie & The Riot Squat – Waiting For The Man

Útgáfu fyrstu plötu Velvet Underground var seinkað vegna dómsmáls sem snerti umslag plötunnar. David Bowie fékk eintak gefins frá umboðsmanni sínum áður en það gerðist en sá hafði fengið plötuna afhenta í ferð sinni til New York árið 1966. Bowie var svo hrifinn af því sem hann heyrði að hann gaf út lagið Waiting For The Man af plötunni með hljómsveit sinni The Riot Squat áður en Velvet höfðu náð að leysa úr lagaflækju sinni sem gerðist ári seinna.

 

Nirvana – Here She Comes Now

Velvet Underground platan White light/White heat var ein af uppáhalds plötum Kurt Cobain. Árið 1991 gaf hljómsveit hans Nirvana út sameiginlega 7 tommu með Melvins  þar sem þeir breiddu yfir Here She Comes Now af plötunni og Melvins – Venus In Furs.

 

Big Star – Femme Fatale

Hljómsveitin Big Star með Alex Chilton í broddi fylkingar tók lagið Femme Fatale á sinni fyrstu plötu Third/Sister Lovers árið 1978.

 

The Runaways – Rock ‘N Roll

Eitt af þekktari lögum stúlkna bandsins The Runaways var ábreiða þeirra af Velvet Underground laginu Rock ‘N Roll sem þær gerðu svo sannarlega að sínu.

 

The Strokes – Walk On The Wild Side

Áhrif Lou Reed á New York hljómsveitina The Strokes á þeirra fyrstu plötu Is This It? eru augljós. Það kom þvi kannski fáum á óvart þegar að hljómsveitin sýndi fyrirmynd sinni þann heiður að breiða yfir lag hans Walk On The Wild Side á tónleikum árið 2006 með afslöppuðum og skemmtilegum hætti.

 

Twin Shaddow – Perfect Day

Fljótlega eftir að fréttir þess efnis að Lou Reed væri allur tóku að berast fóru tónlistarmenn útum víða veröld að sýna honum virðingu sína með ábreiðum af lögum hans. Twin Shaddow sendi frá sér þessa drungalegu útgáfu af heróín laginu Perfect í byrjun síðustu viku.

 

The Kills – Pale Blue Eyes

Fyrir tveim árum gáfu breska tvíeykið The Kills út þessa frábæru útgáfu af laginu Pale Blue Eyes af samnefndir plötu Velvet Underground frá árinu 1969. 

 

Rainy Day – I’ll Be Your Mirror

Hljómsveitin Rainy Day var einhverskonar stjörnuband meðlima hljómsveita úr Paisley Underground senunni í Kaliforníu um miðjan 9. áratuginn. Hljómsveitin gaf út eina plötu sem var safn laga hljómsveita sem höfu haft áhrif á senuna. Þar á meðal var þessi yndislega útgáfa þeirra af laginu I’ll Be Your Mirror af fyrstu plötu Velvet.

Emiliana Torrini – Stephanie Says

Þessi magnaða útgáfa Emiliönu af Stephanie Says kom út á plötu hennar Merman frá árinu 1996. Þó hún vilji ekki mikið kannast við þessa plötu í dag (hún hefur aldrei endurútgefið hana fyrir erlendan markað) þá er þessi ábreiða nóg til að réttlæta tilveru hennar.

Óli Dóri

Straumur 18. mars 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá The Strokes, Vampire Weekend, Dick Diver, Phosphorescent, Jóhanni Kristinssyni, Haim, Útidúr, Sindra Eldon og mörgum öðrum. Við fáum einnig hljómsveitina Nóru í heimsókn. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977.

Straumur 18. mars 2013 by Olidori on Mixcloud

 

1) Tap Out – The Strokes
2) Diane Young – Vampire Weekend
3) Step – Vampire Weekend
4) Welcome to Japan – The Strokes
5) 50 50 – The Strokes
6) Slow Animals – The Strokes
7) Chances – The Strokes
8) Sporvagnar – Nóra
9) Himinbrim – Nóra
10) America – Sindri Eldon and The Ways
11) Typewriter – Jóhann Kristinsson
12) Traps – Jóhann Kristinsson
13) Vultures – Útidúr
14) Falling (Duke Dumont remix – Haim
15) Blue & That – Dick Diver
16) Ride On / Right On – Phosphorecent

 

Brot úr lögum af nýju Strokes plötunni

Fimmta plata bandarísku indie-rokk hljómsveitarinnar The Strokes frá New York, Comedown Machine kemur út 26. mars. Fyrsta smáskífan af plötunni heitir All the Time og kom út 19. febrúar. Nú hefur Amazon söluvefurinn sett inn 30 sekúnda brot af öllum lögunum af plötunni og má hlusta á þessi brot hérÞau gefa til kynna að nýja platan verði ólík öllu sem hljómsveitin hefur áður sent frá sér. Hljómsveitin sendi frá sér mynband við lagið All the Time  fyrir helgi og var það samansafn af gömlum tónleikaupptökum og hafa því margir aðdáendur hljómsveitarinnar spurt sig hvort Comedown Machine sé svanasöngur The Strokes?

Uppfært klukkan 20:09 18/03/2013

Upphafslagið á plötunni Tap it má heyra í heild sinni hér fyrir neðan, heyra má áhrif frá Michael Jackson í því:

Hér er svo öll platan eins og hún leggur sig!

 

Azealia Banks með Strokes ábreiðu

Azealia Banks sendi fyrr í kvöld frá sér ábreiðu af laginu Barely Legal sem er að finna á fyrstu plötu hljómsveitarinnar The Strokes – Is This It frá árinu 2001. Banks er ekki óvön því að senda frá sér slíkar ábreiður, hún sendi t.d frá sér lagið Slow Hands eftir hljómsveitina Interpol fyrir nokkrum árum.

Straumur 18. febrúar 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni með Kurt Vile, The Knife, Atoms For Peace, Youth Lagoon, The Strokes og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!

1. hluti: 

      1. 238 1

2. hluti: 

      2. 238 2

3. hluti: 

      3. 238 3

1) Retrograde (Ion The Prize remix) – James Blake

2) All The Time – The Strokes

3) Walkin On A Pretty Day – Kurt Vile

4) Light Out – Javelin

5) Judgement Nite – Javelin

6) A Tooth For an Eye – The Knife

7) Entertainment – Phoenix

8) A Tattered Line Of String – The Postal Service

9) Before Your Very Eyes – Atoms For Peace

10) Dropped – Atoms For Peace

11) The Cleansing – ∆ ∆

12) Domo23 – Tyler, The Creator

13) Daydream (Mörk’s Epic Snare Remix) – Youth Lagoon

14) Mute – Youth Lagoon

 

Fyrsta smáskífan af fimmtu plötu The Strokes

New York hljómsveitin The Strokes sendi í kvöld frá sér fyrstu smáskífuna af fimmtu plötu sveitarinnar Comedown Machine sem kemur út 26. mars. Lagið heitir All The Time og þykir hljómur þess minna á hljóm upphafsára hljómsveitarinnar sem gáfu út sína fyrstu plötu Is This It árið 2001. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

The Strokes gefa út Comedown Machine

Fimmta plata bandarísku indie-rokk hljómsveitarinnar The Strokes frá New York hefur fengið nafnið Comedown Machine og mun koma út 26. mars. Fyrsta smáskífan af plötunni heitir All the Time og kemur út 19. febrúar. Í síðustu viku sendi hljómsveitin frá sér lagið One Way Trigger sem einnig verður að finna á plötunni. Fyrir ofan má sjá plötuumslag Comedown Machine sem sýnir nafn hljómsveitarinnar og plötunnar á gömlu hulstri utan um upptökubönd frá plötufyrirtæki The Strokes RCA. Hlustið á One Way Trigger hér fyrir neðan.