Bandaríski rapparinn Kanye West gaf út lagið Christmas In Harlem rétt fyrir jólin 2010 og setti þar með punktinn yfir i-ið á frábærri endurkomu sem hófst með útgáfu hans á plötunni My Beautiful Dark Twisted Fantasy mánuði áður við einróma lof gagnrýnenda. Þess má geta að lagið inniheldur “sömpl” úr þremur lögum; Ain’t Nothing Like the Real Thing og Mercy Mercy Me (The Ecology) eftir Marvin Gaye og Strawberry Letter 23 eftir Shuggie Otis.
Tag: Jól
5. desember: Blue Christmas – First Aid Kit
Fyrir jólin 2008 gáfu sænsku systurnar í First Aid Kit út fallega ábreiðu af jólalaginu Blue Christmas sem fyrst var sungið af sveitasöngvarnum Doye O’Dell árið 1948 og er þekktast í flutningi Elvis Presley frá árinu 1957. Hlustið á flutning First Aid Kit hér fyrir neðan.
MP3
21. desember: Apocalypse Christmas – Gruff Rhys
Rétt fyrir jólin í fyrra gaf tónlistarmaðurinn Gruff Rhys úr hljómsveitinni Super Furry Animals út jólaplötu trúleysingjans eða Atheist Xmas EP. Á plötunni eru þrjú lög og á meðal þeirra er lagið Apocalypse Christmas sem passar heldur betur við daginn í dag þar sem heimurinn átti að enda.
18. desember: Last Christmas – The xx
Hljómsveitin The xx sendi í gær frá sér ábreiðu af hinu klassíska jólalagi Wham – Last Christmas. The xx tóku lagið upp í upptökuveri BBC Radio 1 á dögunum. Hlustið á þessa fallegu ábreiðu hér fyrir neðan.
14. desember: The Child With the Star On His Head – Heems
Sufjan Stevens finnst ekkert leiðinlegt að gefa út jólalög, fyrir skömmu gaf hann út 5 diska jólalagasafn – Silver & Gold: Songs for Christmas og fyrr í þessari viku gaf hann út jólalaga “mixtape” með lögum af safninu. Þetta “mixtape” nefnist Chopped and Scrooged og fékk hann nokkra vel valda rappara til liðs við sig til að flytja lögin í nýjum búningi. Fyrsta lagið á Chooped and Scrooged er með Heems sem var áður í Das Racist, lagið heitir The Child With the Star On His Head og um upptökustjórn sá John Dieterich úr hljómsveitinni Deerhoof. Lagið er jólalag dagsins hér á straum.is. Hlustið á allt “mixtape-ið” hér fyrir neðan.
13. desember: A Doe To A Deer – Los Campesinos!
Indí-popp hljómsveitin Los Campesinos! frá Wales gaf í gær aðdáendum sínum snemmbúna jólagjöf í formi jólalags. A Doe To A Deer er annað jólalagið sem hljómsveitin sendir frá sér en lagið Kindle A Flame In Her Heart kom út fyrir jólin 2010.
I came two weeks before Christ,
not tender nor mild, from the womb I came a-wailing “silent night! “,
but I’ll give you something to believe in.
You’ll see three ships sailing in.
I’m a frail evergreen, be a bauble hanging off of me,
pine needles a’pricking at your bare feet.
I’ll be anything you want of me, carrot nosed encased in snow.
An angel teetering atop a tree, vomiting from vertigo.
If you’ll be mine for Christmas:
a doe to a deer.
I’ll be home for Christmas,
and home will be here.
I’m three sheets to the wind,
but the wind is a sleet, and this sheet ain’t one of snow to play beneath,
and my nose is red, from the whisky.
I’m Boxing Day game away.
Shirtless cherubs on the terrace, singing hymns, praying the saviour scores today,
and that he is one, but not the only.
If you’re looking for me, follow any star
’cause I will be around, no matter where you are.
I’m CCTV video late night on Christmas Eve,
window shopping in full Santa suit,
blind drunk on the high street.
Never got a gift, gold, frankincense or myrrh
and never would’ve cared if you could just have her.
I’m Christmas morning stumbling home up the cul-de-sac,
flanked by kids upon new bikes,
stabilising my walk back.
9. desember: Glussanótt – Stafrænn Hákon
Ólafur Örn Josephsson tónlistarmaður hefur gefið út ófá jólalögin undir listamannsnafninu Stafrænn Hákon. Fyrir jólin 2010 gaf Stafrænn Hákon út jólaplötuna Glussajól sem innihélt 10 þekkt jólalög sem Ólafur hafði sent vinum og vandamönnum sem jólagjöf í gegnum tíðina. Í gær kom svo nýtt jólalag út frá Stafrænum sem nefnist Glussanótt en þar er á ferðinni lagið Aðfangadagskvöld sem Helga Möller gerði frægt á árum áður í glussabúningi.
Hér er texti lagsins Glussanótt:
Það var eitt sinn um aðventu
Ég var á gangi’um vetrarnótt
Heyrði prest þá skríkja dátt
Að öðru leiti allt var hljótt
Ég leit um öx l og sveimér ei
ef ekki Drottinn þar, seisei
ég sá með glussasvuntu
við glussakar, og dífð’í þar
presti´á aðventu
Það var um miðja aðventu
Drottinn með glussasvuntu
Stóð yfir glussabrunni
Glussa heilögum hann jós
við engils-undirleik banjós,
sóknar, glussi gældi við prest
lalalala glussi gældi við prest
Seitlaði glussi álengdar
Seint gat sá glussi talist slor
Úr skjóli handan við gamlan Dodge
Ég fylgdist með föður vor
Drottinn þynnti glussa sinn
Jós yfir sóknarprestinn
Svo húð hans myndi nærast
Um glussabað
Hann Drottinn bað
Það presti var kærast
Það var um miðja aðventu
Drottinn með glussasvuntu
Stóð yfir glussabrunni
Glussa heilögum hann jós
við engils-undirleik banjós,
sóknar, glussi gældi við prest
lalalala glussi gældi við prest
Að lokum prestur í glussann grét
Drottinn í jötu lagði kút
Hann lagð´á bringu hans glussatjakk
Og glussavættan klút
Sá ég lokast glussakar
Og svo birtust bakarar
Með fullt fangið af kleinum
Þá Drottinn hvarf
En fagna varð
Glussanum hreinum
Það var heilög glussanótt
Glussi Drottins flæddi hljótt
Um sóknarprestsins enni
Seig var sú glussa-blessun
Aldrei gleyma því ég mun
hvernig, glussi gældi við prest
lalalala glussi gældi við prest
Jólastraumur 3. desember 2012
Við heyrum jólalög með Sufjan Stevens, First Aid Kit, Amaba Dama, Yeah Yeah Yeahs, Advance Base og mörgum öðrum í Jólastraumui með Óla Dóra frá 23:00 til 0:00 á X-inu 977!
Jólastraumur 2012 by Straumur on Mixcloud
1) Put The Lights On The Tree – Sufjan Stevens
2) I’ll Be Home For Christmas – Sufjan Stevens
3) Blue Christmas – First Aid Kit
4) Yo La La – Amaba Dama
5) Christmas In Oakland – Advance Base
6) Artificial Snow (Bedroom Take) – Atlas Sound
7) All I Want For Christmas – Yeah Yeah Yeahs
8) Wonderful Christmastime – The Shins
9) Got Something For You – Best Coast + Wavves
10) The Christmas Song – The Raveonettes
11) Christmas Party – The Walkmen
12) Practically Immaculate – Crystal Stilts
13) Christmas In a Chinese Restaurant – Diamond Rugs
14) Little Drummer Boy – Bright Eyes
15) Sleigh Ride – She & Him
16) You’ll Never Find My Christmas – Bishop Allen
17) Jesú Jólasveinn – Gang Related
18) Just Like Christmas – Low
Hér er hægt að hlaða niður lagalista í zip formi
Hér er hægt að hlusta á Jólaþátt Straums frá árinu 2011!