21. desember: Cool Yule – Louis Armstrong

Árið 1953 gaf Louis Armstrong út hið svala jólalag Cool Yule sem samið var af Steve Allen sem er hvað þekktastur fyrir að hafa verið fyrsti kynnirinn í The Tonight Show sem í dag er stýrt af Jay Leno. Hlustið á Cool Yule með sjálfum Satchmo (Armstrong) hér fyrir neðan.

20. desember: Candy Cane Children – The White Stripes

Bandaríska blús rokk dúóið The White Stripes gáfu út jólalagið Candy Cane Children fyrir jólin 1998 á þriggja laga safnplötu sem nefndist Surprise Package Volume 2. Hljómsveitin gaf svo lagið út aftur á smáskífu í takmörkuðu upplagi fyrir jólin 2002. Á b-hliðinni má heyra Jack White lesa jólasögu og Meg White gera tilraun til að syngja jólalagið Silent Night með vafasömum árangri. Candy Cane Children var nafn sem The White Stripes gaf aðdáendum sínum.

b-hliðin 1. “The Reading of the Story of the Magi” 2. “The Singing of Silent Night

19. desember: One Christmas Catalogue – Wild Nothing

Tónlistarmaðurinn Jack Tatum, sem gefur út draumkennda tónlist undir nafninu Wild Nothing sendi í gærkvöld frá sér ábreiðu af jólalagi Captain Sensible frá árinu 1982 One Christmas Catalogue. Tatum gerir lagið að sínu með mikilli notkun hljóðgervla.

17. desember: I’ll Be Home For Christmas – Sufjan Stevens.

Á síðasta ári gaf Sufjan Stevens út hið fimm diska lagasafn Silver & Gold, Songs for Christmas Volumes 6-10. Í safninu eru 59 jólalög bæði frumsamin og klassísk. Þetta er í annað sinn sem Stevens sendir frá sér slíkt safn en fyrir jólin 2006 gaf hann út safnið Songs for Christmas Volumes 1-5 sem var 42 laga. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á myndband við  hið klassíska jólalag I’ll Be Home For Christmas í flutningi Stevens. Myndbandið sem er fremur drungalegt sýnir unga stúlku hlaupa fram hjá allskyns hryllingi.

MP3: 

      1. I'll Be Home For Christmas

Hér er hægt að streyma lagasafninu Silver & Gold, Songs for Christmas Volumes 6-10.

16. desember: The Wassailing song – Blur

 

Fyrir nákvæmlega 21 ári í dag eða þann 16. desember 1992 gaf hljómsveitin Blur tónleikagestum í London óvænta gjöf.  Um 500 heppnir aðdáendur sveitarinnar fengu 7 tommu plötu með útgáfu Blur á hinu klassíska breska jólalagi The Wassailing Song sem oftast er sungið um áramót þar í landi. Óhætt er að segja að plata þessi sé safngripur í dag.

 

8. desember: Surfer’s Christmas List – Surfaris

Bandaríska hljómsveitin Surfaris var fyrsta sveitin  til að gefa út brimbretta lag sem jafnframt var jólalag. Hljómsveitin gaf lagið Surfer’s Christmas List út árið 1963 og voru því ári á undan Beach Boys sem gáfu út jólaplötu árið 1964.

Jólastraumur 2. desember 2013

Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með Sufjan Stevens, Fucked Up, The Walkmen, The Magnetic Fields og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Jólastraumur 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Sleigh Ride – The Ventures
2) The Man In The Santa Suit – Fountains Of Wayne
3) Never Gonna Be Alone On Christmas – Work Drugs
4) The Last Christmas – Brainpool
5) Do They Know It’s Christmas? [ft. Andrew W.K., Ezra Koenig, David Cross, et al.] – Fucked Up
6) Wish You A Merry Christmas – Jacob Miller
7) Yo La La – Amaba Dama
8) Silent Night (give us a peace) – Teen Daze
9) Little Drummerboy – Lindstrøm
10) Christmas In Harlem – Kanye West
11) Just Like Christmas – Low
12) Sleig Ride – She & Him
13) Kindle A Flame In Her Heart – Los Campesinos!
14) Everything Is One Big Christmas Tree – The Magnetic Fields
15) O Holy Night – Mark Lanegan
16) Put The Lights On The Tree – Sufjan Stevens
17) Kiss Me Quickly (it’s Christmas) – PINS
18) Christmas (Baby Please Come Home) – The Raveonettes
19) Christmas Party – The Walkmen