11. desember: We Wish You a Merry Christmas – Jacob Miller

Reggae-tónlistarmaðurinn Jacob Miller sem fór fyrir hljómsveitinni Inner Circle gaf út jólaplötuna Natty Christmas tveim árum áður en hann lést árið 1978. Platan er oft nefnd þegar öðruvísi jólaplötur ber á góma en á henni er Miller í feikna raggae fíling. Jólalag dagsins er skemmtileg reggae útgáfa af We Wish You a Merry Christmas með Miller og félögum.

 

10. desember: Costa Del Jól – Skakkamanage

Fyrir jólin 2005 ákvað íslenska hljómsveitin Skakkamange að gefa heiminum gjöf í formi lags. Lagið sem hljómsveitin gaf heiminum fjallar um uppáhalds áfangastað íslensku þjóðarinnar um jól og ber nafnið Costa Del Jól.  Gleðileg Costa Del Jól.

8. desember: Happy Xmas (War Is Over) – The Flaming Lips & Yoko Ono

Í dag eru nákvæmlega 34 ár frá því að John Lennon var myrtur fyrir utan heimilið sitt í New York borg. Í tilefni af því er jólalag dagsins nýleg ábreiða The Flaming Lips & Yoko Ono á lagi þeirra hjónakorna Happy Xmas (War Is Over) sem kom út fyrir jólin 1971.

6. desember: Silent Night (Give Us Peace) – Teen Daze

Tónlistarmaðurinn Teen Daze sendi þessa silkimjúku hljóðgervla útgáfu af hinu klassíska jólalagi Heims um ból (Silent Night) fyrir jólin 2012. Þess má geta að bannað er að spila Heims um ból fyrr en á Aðfangadag í Ríkisútvarpinu.

3. desember: Jesús Jólasveinn – Gang Related

 

Fyrir jólin 2011 sendi reykvíska rokksveitin Gang Related frá sér jólalagið Jesús Jólasveinn. Lagið sem er sungið til Jesús, fjallar um mann sem er með flest allt á hornum sér sem snýr að jólunum, og kallar Jesús jólasvein. Ljóst er að jólin eru ekki allra. Myndbandið sem var gert af hljómsveitinni er stórskemmtilegt.

Jólastraumur 1. desember 2014

Það verður sannkölluð jólastemming í Straumi í kvöld – Þar sem áhersla verður lögð á jólalög sem eru ný eða nýleg! Við heyrum jólalög með The Flaming Lips, Wild Nothing, !!!, Los Campesinos og mörgum öðrum! Jólastraumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Jólastraumur 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Just Like Christmas – Low
2) Ho Ho Ho – Liz Phair
3) Before December (You’re Alive) – GRMLN
4) Happy Xmas (War Is Over) – The Flaming Lips & Yoko Ono
5) Lonely This Christmas – DZ Deathrays
6) White Havoc – Deer Tick
7) When Christmas Comes – Los Campesinos!
8) One Christmas Catalogue – Wild Nothing
9) Shut Your Mouth, It’s Christmas – A Sunny Day In Glasgow
10) The Party’s Right (remix Paul McCartney Christmas Time) – Psycho Les
11) Fyrir Jól (fknhndsm Xmas Afrika edit) – Svala Björgvins
12) And Anyway It’s Christmas – !!!
13) Last Christmas – Summer Camp
14) Baby, It’s Cold Outside (ft. Sharon Van Etten – Rufus Wainwright
15) Auld Lang Syne – Andrew Bird
16) Another Song About Being Alone At Xmas – Lightspeed Champion
17) Have Yourself A Merry Little Christmas – Cat Power
18) The Christmas Song – Mark Kozelek

Undirspil: Hark! The Herald Angels Sing! – Sufjan Stevens

2. desember: Sleigh Ride – The Ventures

 

Bandaríska hljómsveitin Surfaris var fyrsta sveitin  til að gefa út brimbretta lag sem jafnframt var jólalag. Hljómsveitin gaf lagið Surfer’s Christmas List út árið 1963 og voru því ári á undan Beach Boys sem gáfu út jólaplötu árið 1964. Árið 1965 fylgdi svo brimbrettasveitin The Ventures frá Tacoma í Washington í kjölfarið og gáfu út jólaplötu sem innhélt frábæra ábreiðu af hinu sígilda jólalagi Sleigh Ride.