Straumur 23. mars 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýjar plötur og lög frá listamönnum á borð við Courtney Barnett, Shamir, Earl Sweatshirt, Shlohmo, James Murphy, Blur, Major Lazer, Vök og fleirum auk þess sem tónlistarmaðurinn Gunnar Jónsson Collider kíkir í heimsókn. Straumur með Óla Dóra frá klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 23. mars 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Elevator Operator – Courtney Barnett
2) An Illustration of Loneliness (Sleepless in New York) – Courtney Barnett
3) Dead Fox – Courtney Barnett
4) Call it Off – Shamir
5) Lean On (feat. MØ & DJ Snake) – Major Lazer
6) Transikh – Gunnar Jónsson Collider
7) Harmala – Gunnar Jónsson Collider
8) Golden Years (David Bowie cover) – James Murphy
9) We Used To Dance – James Murphy
10) Ditch – Shlohmo
11) Huey – Earl Sweatshirt
12) Wool (ft Vince Staples) – Earl Sweatshirt
13) If I Was – Vök
14) We Came As We Left – Buspin Jieber
15) The Dream – Buspin Jieber
16) Animals – Du Tonc
17) Lonesome Street – Blur

Lög ársins 2013

50) Love Is Lost (Hello Steve Reich Mix by James Murphy for the DFA) – David Bowie

 

 

49) Bipp – Sophie

 

 

 

48) Blurred Lines (ft. T.I. & Pharrell) – Robin Thicke

 

 

 

 

47) She Will – Savages

 

 

 

 

46) Hive (ft. Vince Staples and Casey Veggies) – Earl Sweatshirt

 

 

 

 

45) Introspection – MGMT

 

 

 

44) RIse – Du Tonc

 

 

 

 

43) Royals – Lorde

 

 

 

 

42) Sacrilege – Yeah Yeah Yeahs

 

 

 

41) Lariat – Stephen Malkmus & The Jicks

 

 Lög í 40.-31. sæti

 

James Murphy Rímixar Bowie

James Murphy, fyrrum forsprakki LCD Soundsystem, hefur nú endurhljóðblandað Love is Lost, lag aldraða kamelljónsins Davið Bowie. Lagið er af endurkomuplötu Bowie, The Next Day, sem kom út í febrúar á þessu ári og endurhljóðblöndunina verður að finna á viðhafnarútgáfu plötunnar sem kemur út 5. nóvember. Þeir kumpánar unnu síðast saman að gerð lagsins Reflektor með Arcade Fire með afar góðum árangri. Í meðförum Murphy verður Love is Lost að tíu mínútna melankólískum diskósmelli sem heldur blúsuðu píanói upprunalegu útgáfunnar en bætir við ofsafengnum klapptakti og speisuðuem hljóðgervlum ásamt fleiru. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

James Murphy ætlar sóló

Þó svo hinn 43. ára gamli tónlistarmaður James Murpy sé hættur í hljómsveitnni Lcd Soundsystem hefur hann ekki sagt skilið við tónlistina. Hann hefur undanfarið unnið við upptökur á plötum með Arcade Fire, Pulp, Yeah Yeah Yeahs og fleirum. Murphy segist ekki geta beðið eftir útgáfu nýjustu plötu Arcade Fire sem áætlað er að komi út seint á þessu ári og hefur ekki enn hlotið titil. Arcade Fire yfirgáfu kirkjuna sem sveitin hefur tekið upp allar sínar plötur til þessa þar sem þakið á henni var að hruni komið og leitaði í hljóðver með Murphy . „Reyndar þurfa þau ekki upptökustjóra, þau gera þetta flest sjálf“ segir Murphy og lofar frábærri plötu frá krökkunum Arcade Fire.
Hvað framtíðina varðar segir hann enga möguleika á því að Lcd Soundsystem taki saman á næstunni en sveitin lagði upp laupana 2011. „ Núna vil ég gera tónlistina mína einn og er með mörg járn í eldinum. Ég er t.d. að hanna hljóðkerfi fyrir tónlistarhátíð og búa til tónlist fyrir neðanjarðarlestir.“ Murphy segist ekki hrifinn af  þeirri danstónlist sem sé við líði nú á dögum og finnst hún ekki eiga margt skilt með sér. Hann er þó spenntur að sjá hvernig danstónlistin muni þróast á næstu 5 árum og verður spennandi að sjá hvort James Murphy geti ekki kryddað uppá dansgólfin með fersku efni.

-Daníel Pálsson