11 erlend bönd sem þú mátt ekki missa af

Aragrúi af misþekktum erlendum hljómsveitum kemur fram á Iceland Airwaves sem hefst í dag svo erfitt getur reynst að hafa yfirsýn yfir þær. Straumur hefur því til yndis- og hægðarauka fyrir lesendur tekið saman 11 erlend bönd sem við mælum sérstaklega með. Þau eru í stafrófsröð og öll með tölu æðisleg.

 

Black Bananas (US) – Föstudaginn 23:20 á Gauknum

Suddalega grúví synþapopp sem hljómar eins og afkvæmi Prince og Rick James að fönka í fjarlægri framtíð.

 

Caribou (CA) – Laugardaginn 23:45 í Listasafni Reykjavíkur

Lífrænt tekknó á stöðugri hreyfingu. Our Love er ein besta plata ársins og við erum ennþá að hlusta á Swim sem kom út 2010. Spilaði á frábærum tónleikum á Nasa 2011.

 

 

Ezra Furman (US) – Laugardaginn 00:30 í Iðnó

Bættu þremur desilítrum af saxafón út í passlega pönkaða poppsúpu og útkoman er Ezra Furman. My Zero er eitt mest grípandi lag sem við höfum heyrt í ár.

 

Flaming Lips (US) – Sunnudagur 22:30 Vodafonehöllin (þarf sérstakan miða)

Það þarf svo sem ekki að segja mikið um Flaming Lips. Eitt stöndugasta band óháðu tónlistarsenunnar í hátt í tvö áratugi og frægir fyrir æðisgengin live sjó.

 

Ibibo Sound Machine (UK) – Föstudaginn 22:50 í Listasafni Reykjavíkur

Sjóðheitur grautur úr ótal exótískum áttum. Afrískt diskó með rafræna sál og framsækin grúv.

The Knife (SE) – Laugardaginn 22:00 í Silfurbergi Hörpu

Sænski sifjaspellsdúettinn tilkynnti með trompi að hann myndi halda sína síðustu tónleika á Airwaves. Tónlist þeirra er á köflum drungaleg, poppuð, tilraunakennd eða allt í senn. I’m in love with your brother.

 

La Femme (FR) – Fimmtudaginn 00:00 í Silfurbergi Hörpu

Tilraunakennt franspopp með töffaraskap í tonnatali.

 

Roosevelt (DE) – Föstudaginn 20:50 á Húrra

Raftónlist sem er í senn draumkennd og dansvæn, rambar á barmi chillwave og tekknós.

 

Unknown Mortal Orchestra (NZ) – Föstudaginn 18:15 í Bíó Paradís og laugardaginn 00:20 í Norðurljósum í Hörpu

Lo-Fi 60’s stöff af bestu mögulegu bítlalegu gerð; fönkí, sækadelic og seiðandi.

 

The War on Drugs (US) – Sunnudaginn 21:30 í Vodafone höllinni (þarf sérstakan miða)

Eitt öflugasta indíband starfandi í heiminum um þessar mundir og gáfu út eina af bestu plötum þessa árs, Lost in a Dream.

Yumi Zouma (NZ) – Laugardaginn 22:30 Kaldalón í Hörpu

Undurfalleg rödd og ótrúlega hugvitsamlega útsett og vandað draumapopp.

Straumur á Iceland Airwaves

Mynd: Alexander Matukhno

Við í Straumi höfum frá opnun síðunnar fjallað ítarlega um Iceland Airwaves hátíðina en í ár heyrir til tíðinda, því í fyrsta sinn tökum við beinan þátt í hátíðinni sjálfri. Straumur stendur fyrir öflugri off-venue dagskrá í Bíó Paradís á Hverfisgötu sem hefst á miðvikudag og heldur áfram alla daga hátíðarinnar fram á sunnudag. Þar koma fram margar af okkar uppáhalds íslensku hljómsveitum eins og Sin Fang,  Tonik, Nolo, Asonat og M-Band en líka erlend bönd eins og Vorhees og hin frábæra Unknown Mortal Orchestra. Þá verða einnig sýningar á nýrri heimildarmynd um hátíðina á miðvikudag og fimmtudag en fulla dagskrá off-venue prógrammsins má finna neðst í fréttinni. Að sjálfsögðu er ókeypis inn hvort sem menn eru með Airwaves armbönd um úlnliðinn eður ei.

 

En það er ekki allt heldur verður Straumur einnig með kvöld á opinberu dagskránni, föstudagskvöldið 7. nóvember á Gauknum. Þar munu meðal annarra koma fram draumkennda rokkbandið Oyama, bandaríska synþafönkbandið Bananas, rafrokkararnir Fufanu og goðsagnakennda þungarokkssveitin Strigaskór Nr. 42. Við hvetjum að sjálfsögðu alla með armbönd til að njóta þessarar frábæru dagskrár sem má skoða hér fyrir neðan. Svo verðum við að venju með daglega umfjöllun um það helsta sem ber fyrir augu okkar og eyru á hátíðinni, þannig að fylgist vel með á Straum.is næstu daga.

 

Straumur á Gauknum Föstudaginn 7. nóvember

 

20:00 Kontinuum

20:50 Strigaskór Nr. 42

21:40 Oyama

22:30 Fufanu

23:20 Black Bananas (Bandaríkin)

00:20 Girl Band (Írland)

01:20 Spray Paint (Bandaríkin)

02:20 Agent Fresco

 

Off-Venue Dagskrá Straums í Bíó Paradís:

 

Miðvikudagur 5. nóvember

12:00 Hexagon Eye
13:00 Ósk
14:00 Horse Thief (US)
15:00 Tonik
16:00 Good Moon Deer
17:00 Pretty Please

Fimmtudagur 6. nóvember

12:00 Bastardgeist (UK)
13:00 Milkhouse
14:00 Helgi Valur
15:00 Jón Þór
16:00 Loji
17:00 M-band
18:00 Nolo

Föstudagur 7. nóvember

16:15 Vorhees (US)
17:15 Sin Fang
18:15 Unknown Mortal Orchestra (US)

Laugardagur 8. nóvember

12:00 Mat Riviere (UK)
13:00 Skuggasveinn
14:00 701
15:00 Asonat
16:00 Sindri Eldon & the Ways
17:00 Kælan Mikla

Sunnudagur 9. nóvember

14:00 Austria
15:00 Munstur
16:00 Bjór

Kvikmyndir:

Miðvikudagur 5. nóvember

14:00 Tónlist: a documentary about Iceland Airwaves

Fimmtudagur 6. nóvember

14:00: Tónlist: a documentary about Iceland Airwaves

Airwaves 2014 – þáttur 3

Þriðji þátturinn af Iceland Airwaves sérþætti Straums með Óla Dóra verður á dagskrá frá 20:00 – 22:00 á X-inu 977 í kvöld. Í þættinum í kvöld koma hljómsveitirnar Oyama og Fufanu í heimsókn, birt verða viðtöl við Unknown Mortal Orchestra og Ezra Furman auk þess sem gefnir verða tveir miðar á hátíðina.

Airwaves þáttur 3 – 22. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) So Good at Being In Trouble – Unknown Mortal Orchestra
2) Swing Lo Magellan (Dirty Projectors cover) – Unknown Mortal Orchestra
3) FFunny FFrends – Unknown Mortal Orchestra
4) Swim and Sleep (Like a Shark) – Unknown Mortal Orchestra
5) Sweet Ride – Oyama
6) Siblings – Oyama
7) Time – Jungle
8) My Zero – Ezra Furman
9) I Wanna Destroy Myself – Ezra Furman
10) Tell Em All To Go To Hell – Ezra Furman
11) Speak Out – Jaakko Eino Kalevi
12) Circus – Fufanu
13) Wire Skulls – Fufanu
14) Sonnentanz – Klangkarussell
15) Pass This On – The Knife
16) Giddy – Jessy Lanza
17) Chewin the Apple of Your Eye – Flaming Lips

Airwaves 2014 – þáttur 2

Annar þátturinn af Iceland Airwaves sérþætti Straums með Óla Dóra verður á dagskrá frá 20:00 – 22:00 á X-inu 977 í kvöld. Í þættinum í kvöld koma hljómsveitirnar Good Moon Deer og Pink Street Boys í heimsókn auk þess sem gefnir verða tveir miðar á hátíðina.

Airwaves þáttur 2 – 15. október 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Girls’ Night Out – The Knife
2) Silver – Caribou
3) November SKies – Tomas Barfod 1:00 í gamla bíó á föstudag
4) The High – Kelela
5) Again – Good Moon Deer
6) Karma – Good Moon Deer
7) Alena – Yumi Zouma
8) Old Snow – Oyama
9) Body Language – Pink Street Boys
10) Evel Knievel – Pink Street Boys
11) Devil – Horse Thief
12) Kingfisher – PHOX
13) Lawman – Girlband
14) Passion – Nolo
15) Baby Missiles – The War On Drugs
16) Specters – kimono
17) So Good at Being In Trouble – Unknown Mortal Orchestra

+

Straumur off-venue í Bíó Paradís

Straumur verður með öfluga off-venue dagskrá í samstarfi við Bíó Paradís yfir Iceland Airwaves. Tónleikarnir sem fara fram í Bíó Paradís og hefjast á slaginu 12:00 miðvikudaginn 5. nóvember. Meðal þeirra sem spila eru Unknown Mortal Orchestra, Sin Fang og Asonat auk þess sem frumsýnd verður ný heimildarmynd um hátíðina. Dagskrána má sjá hér fyrir neðan:

Miðvikudagur 5. nóvember

12:00 Hexagon Eye
13:00 Ósk
14:00 Horse Thief (US)
15:00 Tonik
16:00 Good Moon Deer
17:00 Pretty Please

Fimmtudagur 6. nóvember

12:00 Bastardgeist (UK)
13:00 Milkhouse
14:00 Helgi Valur
15:00 Jón Þór
16:00 Loji
17:00 M-band
18:00 Nolo

Föstudagur 7. nóvember

16:15 Vorhees (US)
17:15 Sin Fang
18:15 Unknown Mortal Orchestra (US)

Laugardagur 8. nóvember

12:00 Mat Riviere (UK)
13:00 Skuggasveinn
14:00 701
15:00 Asonat
16:00 Sindri Eldon & the Ways
17:00 Kælan Mikla

Sunnudagur 9. nóvember

14:00 Austria
15:00 Munstur
16:00 Bjór

Kvikmyndir:

Miðvikudagur 5. nóvember

14:00 Tónlist: a documentary about Iceland Airwaves

Fimmtudagur 6. nóvember

14:00: Tónlist: a documentary about Iceland Airwaves

Airwaves 2014 – Þáttur 1

Í tilefni þess að Iceland Airwaves 2014 nálgast mun Straumur á X-inu 977 í samstarfi við Gull og Landsbankann vera með sérþætti um hátíðina alla miðvikudaga frá klukkan 20:00 til 22:00 þar til hún hefst.  Í þessum fyrsta þætti kíktu Tonik og Kælan Mikla í heimsókn.

Airwaves Þáttur 1 – 08/10/2014 by Straumur on Mixcloud

 

1) Sea – Roosevelt
2) It’s Time To Wake Up – La Femme
3) Sur La Planche – La Femme
4) Cherish – Ballet School
5) Prelude – Tonik Ensemble
6) Until We Meet Again (Applescal Remix) – Tonik Ensemble
7) Gala – Amaba Dama
8) Little Blue House (Little Dragon mix) – Unknown Mortal Orchestra
9) Powder 8 Eeeeeeeight – Black Bananas
10) I Wanna Destroy Myself – Ezra Furman
11) My Zero – Ezra Furman
12) Kælan Mikla – Kælan Mikla
13) Mánadans – Kælan Mikla
14) Ætli það sé óholt að láta sig dreyma
15) Hot Wax – King Gizzard And The Lizard Wizard
16) She don’t use jelly – The Flaming Lips
17) Let’s Dance (Yak Inek Unek) – Ibibio Sound Machine
18) The Talking Fish (Asem Usem Lyak) – Ibibio Sound Machine
19) The Brae – Yumi Zouma

Airwaves sérþáttur Straums hefst á morgun

Í tilefni þess að Iceland Airwaves 2014 nálgast mun Straumur á X-inu 977 í samstarfi við Gull og Landsbankann vera með sérþætti um hátíðina alla miðvikudaga frá klukkan 20:00 til 22:00 þar til hún hefst. Í þættinum sem er í umsjón Óla Dóra verður fjallað um þau erlendu og íslensku bönd og listamenn sem spila á Iceland Airwaves í ár, birt verða viðtöl og góðir gestir koma í heimsókn, auk þess sem gefnir verða miðar á hátíðina í hverjum þætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á morgun.

Airwaves dagsrkáin kynnt

Nú rétt í þessu var full dagskrá fyrir Iceland Airwaves hátíðina kynnt en hana má nálgast með því að smella hér. Hátíðin er haldin í 16. skipti í ár og fer fram dagana 5.-9. nóvember en um 220 sveitir munu koma fram, þar af 67 erlendar. Þar má nefna sveitir eins og Flaming Lips, The Knife, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, Anna Calvi, How To Dress Well, Sin Fang, Hozier, Sóley, FM Belfast, Jungle, Klangkarussell, La Femme, Mammút, Kelela, Radical Face, Mugison, Eskmo, Valdimar, East India Youth, Árstíðir, Jaakko Eino Kalevi, Prins Póló, Agent Fresco, Ballet School, Ezra Furman, Lay Low, Kwabs, Son Lux, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök.

Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200.
Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur áhugasama um hafa hraðar hendur en undanfarin ár hefur selst upp á hátíðina í byrjun september.

Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:
Anna Calvi (UK)
How To Dress Well (US)
Sin Fang
Eskmo (US)
Mugison
Pétur Ben
Ylja
Yumi Zouma (NZ)
Kiasmos
dj. flugvél og geimskip
Low Roar
La Luz (US)
Horse Thief (US)
Mr. Silla
Amabadama
Lára Rúnars
Kira Kira
Ibibio Sound Machine (UK)
Greys (CA)
Kría Brekkan
Hafdís Huld
Boogie Trouble
Vox Mod (US)
M-Band
Auxpan
Yamaho
Thor
Exos
Yagya
Octal
Ruxpin
Amaury
Byrta (FO)
Gengahr (UK)
Sometime
Momentum
BNNT (PL)
Stara Rzeka (PL)
Lord Pusswhip
Óbó
Rúnar Þórisson
Alvia Islandia
Geislar

Þeir bætast í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Flaming Lips, The Knife, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, Hozier, Sóley, FM Belfast, Jungle, Klangkarussell, La Femme, Mammút, Kelela, Radical Face, Valdimar, East India Youth, Árstíðir, Jaakko Eino Kalevi, Prins Póló, Agent Fresco, Ballet School, Ezra Furman, Lay Low, Kwabs, Son Lux, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök.

The Knife á Iceland Airwaves

Rétt í þess var tilkynnt að sænska systkinahljómsveitin The Knife muni koma fram á næstu Iceland Airwaves hátíð í nóvember næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem The Knife kemur fram á Íslandi og verða tónleikarnir auk þess þeir síðustu á Shaking The Habitual-tónleikaferðalaginu sem hófst á síðasta ári. Knife hafa verið leiðandi afl í raftónlist í rúmlega áratug og bæði samið ódauðlega poppsmelli eins og Heartbeats en líka reynt á þanmörk formsins í endalausum tilraunum á sinni síðustu plötu, Shaking The Habitual. Óheyrilegur fjöldi listamanna kemur fram á Iceland Airwaves í nóvember og má þar nefna Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, , La Femme, Mamút og Kelela.

 

Horfið á myndbandið fyrir Full of Fire hér fyrir neðan.