Airwaves sérþáttur Straums hefst á morgun

Í tilefni þess að Iceland Airwaves 2014 nálgast mun Straumur á X-inu 977 í samstarfi við Gull og Landsbankann vera með sérþætti um hátíðina alla miðvikudaga frá klukkan 20:00 til 22:00 þar til hún hefst. Í þættinum sem er í umsjón Óla Dóra verður fjallað um þau erlendu og íslensku bönd og listamenn sem spila á Iceland Airwaves í ár, birt verða viðtöl og góðir gestir koma í heimsókn, auk þess sem gefnir verða miðar á hátíðina í hverjum þætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á morgun.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *