Straumur á Iceland Airwaves

Mynd: Alexander Matukhno

Við í Straumi höfum frá opnun síðunnar fjallað ítarlega um Iceland Airwaves hátíðina en í ár heyrir til tíðinda, því í fyrsta sinn tökum við beinan þátt í hátíðinni sjálfri. Straumur stendur fyrir öflugri off-venue dagskrá í Bíó Paradís á Hverfisgötu sem hefst á miðvikudag og heldur áfram alla daga hátíðarinnar fram á sunnudag. Þar koma fram margar af okkar uppáhalds íslensku hljómsveitum eins og Sin Fang,  Tonik, Nolo, Asonat og M-Band en líka erlend bönd eins og Vorhees og hin frábæra Unknown Mortal Orchestra. Þá verða einnig sýningar á nýrri heimildarmynd um hátíðina á miðvikudag og fimmtudag en fulla dagskrá off-venue prógrammsins má finna neðst í fréttinni. Að sjálfsögðu er ókeypis inn hvort sem menn eru með Airwaves armbönd um úlnliðinn eður ei.

 

En það er ekki allt heldur verður Straumur einnig með kvöld á opinberu dagskránni, föstudagskvöldið 7. nóvember á Gauknum. Þar munu meðal annarra koma fram draumkennda rokkbandið Oyama, bandaríska synþafönkbandið Bananas, rafrokkararnir Fufanu og goðsagnakennda þungarokkssveitin Strigaskór Nr. 42. Við hvetjum að sjálfsögðu alla með armbönd til að njóta þessarar frábæru dagskrár sem má skoða hér fyrir neðan. Svo verðum við að venju með daglega umfjöllun um það helsta sem ber fyrir augu okkar og eyru á hátíðinni, þannig að fylgist vel með á Straum.is næstu daga.

 

Straumur á Gauknum Föstudaginn 7. nóvember

 

20:00 Kontinuum

20:50 Strigaskór Nr. 42

21:40 Oyama

22:30 Fufanu

23:20 Black Bananas (Bandaríkin)

00:20 Girl Band (Írland)

01:20 Spray Paint (Bandaríkin)

02:20 Agent Fresco

 

Off-Venue Dagskrá Straums í Bíó Paradís:

 

Miðvikudagur 5. nóvember

12:00 Hexagon Eye
13:00 Ósk
14:00 Horse Thief (US)
15:00 Tonik
16:00 Good Moon Deer
17:00 Pretty Please

Fimmtudagur 6. nóvember

12:00 Bastardgeist (UK)
13:00 Milkhouse
14:00 Helgi Valur
15:00 Jón Þór
16:00 Loji
17:00 M-band
18:00 Nolo

Föstudagur 7. nóvember

16:15 Vorhees (US)
17:15 Sin Fang
18:15 Unknown Mortal Orchestra (US)

Laugardagur 8. nóvember

12:00 Mat Riviere (UK)
13:00 Skuggasveinn
14:00 701
15:00 Asonat
16:00 Sindri Eldon & the Ways
17:00 Kælan Mikla

Sunnudagur 9. nóvember

14:00 Austria
15:00 Munstur
16:00 Bjór

Kvikmyndir:

Miðvikudagur 5. nóvember

14:00 Tónlist: a documentary about Iceland Airwaves

Fimmtudagur 6. nóvember

14:00: Tónlist: a documentary about Iceland Airwaves

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *