og hana má nálgast sem PDF hér! Hátíðin er nú haldin í sautjánda sinn, dagana 4. til 8. nóvember og verða listamennirnir sem koma fram verða um 240 talsins, þar af 72 erlendar sveitir. Þeir munu munu koma fram á 13 tónleikastöðum í miðborginni.
Miðasalan er á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur áhugasama um tryggja sér miða í tíma þar sem stutt er í að seljist upp.
Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru
John Grant, Ariel Pink, Úlfur Úlfur, Beach House, Hot Chip, Perfume Genius, Bubbi & Dimma, Father John Misty, Battles, East India Youth, FM Belfast, Skepta, JME, QT, Mercury Rev, Sleaford Mods, Vök, Axel Flovent, Tonik Ensemble, GusGus, ghostigital, The Pop Group, Sturla Atlas, Emmsjé Gauti, Agent Fresco, og fleiri. Sjá nánar um alla listamenn hér!
Í dag var lokatilkynning á þeim listamönnum sem fram koma á Iceland Airwaves hátíðinni 2015. Hátíðin er nú haldin í 17. sinn, dagana 4. til 8. nóvember.
Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:
Tuff Love(UK), Agzilla, Amit, Dj AnDre, Andy Shauf(CA), Anna B Savage(UK), Arni Vector, Arnljótur, Art is Dead, Auður Wesen, Ave (FO), BÁRUJÁRN, Beneath, Bianca Casidy & the C.I.A.(US), BistroBoy, Blaue Blume(DK), Brilliantinus, BRNS(BE), Börn, Cell7, Chastity Belt (US), Cheddy Carter, Chili and the Whalekillers(AT/IS), Dad Rocks!(DK), DALÍ, DAVEETH, @djelvarrvksounds , Dream Wife, DÖPUR, EAST OF MY YOUTH, Elín Helena, Epic Rain, Exos, Flo Morrissey(UK), FM Belfast, Formation(UK), French for Rabbits(NZ), FURA, Gangly, Geislar, Ghostdigital, Good Moon Deer, Great Mountain Fire, Grúska Babúska, Gunnar Jónsson Collider, H.dór, Halleluwah, HAM, Helgi Valur, Hide Your Kids, Himbrimi, Hjaltalín, Holly Macve(UK), Hot Chip(UK), Hymnalaya, Jack Magnet Quintet, Jafet Melge, JoyCut(IT), Jóhann Eíriksson, Jónas Sen, Just Another Snake Cult, Justman, Kiasmos, Klassart, Kött Grá Pje, LoneLady(UK), Lord Pusswhip, Lucy In Blue, Mafama, Magnús Leifur, Mankan, Manu Delago Handmade(AT), MEAT WAVE(US), Mikael Lind, Mike Hunt, Milkywhale, MIRI, Momentum + Malneirophrenia, Mosi Musik, Mógil, Mr. Silla, Mr. Signout, My bubba, Nao(UK), Nordic Affect, Oculus, Odinn, Ohm, Ojba Rasta, Oyama, Par-Dar, Plasmic, Porches(US), Serengeti By President Bongo, Red Barnett, Royal, Ruxpin, Rúnar Thorisson, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Severed, Shades of Reykjavík, Sin Fang, Sindri Eldon & The Ways, Sinmara, Sisí Ey, Skelkur í bringu, skurken, SMURJÓN, Snooze Infinity, Stafrænn Hákon, Stereo Hypnosis, SYKUR, Telekinetic Walrus(US), The Drink(UK), The Vintage Caravan, Thor, TRPTYCH, Vaginaboys, VAR, Verveine(CH), Waage, When ‘Airy Met Fairy(LU), Dj YAMAHO, Þórir Georg, Pórunn Antonía Og Bjarni, Æla
Iceland Airwaves 2015 lýkur með sannkölluðum stórtónleikum í Valsheimilinu sunnudaginn 8. nóvember. Þetta verður eins konar “hátíð inni í hátíðinni” og er markmiðið að ljúka 5 daga dagskrá með 7 klukkustunda gleði og dansi.
Hin frábæra hljómsveit Hot Chip frá Bretlandi hefur bæst í hóp listamanna þessa árs og mun hún stíga á stokk ásamt nokkrum af okkar heitustu íslensku böndum. Einnig mun hinn magnaði dúett frá Nottingham, Sleaford Mods koma fram en þeir hafa vakið mikla athygli fyrir einstaka texta og afar líflega sviðsframkomu.
Hot Chip þarf nú vart að kynna en sveitin hefur verið starfandi í 15 ár, gefið út 6 plötur og er þekkt fyrir hreint út sagt frábæra tónleika. Þeir hafa þrisvar spilað hérlendis, m.a. á Iceland Airwaves 2004 við frábærar undirtektir.
Við tilkynnum einnig FM Belfast til leiks en sú magnaða sveit sannar það aftur og aftur sem framúrskarandi tónleikaband.
Auk þeirra koma fram Intro Beats, dj flugvél og geimskip, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur. Allt eru þetta frábærir listamenn sem eru að gera gríðalega góða hluti um þessar mundir. Þess má geta að Agent Fresco og Úlfur Úlfur hafa hlotið mikið lof fyrir sínar nýjustu plötur og tróna á toppi vinsældalista.
Extreme Chill festival mun síðan taka yfir aðra hæðina í Valsheimilinu og færa fólki rjómann af íslenskri raftónlist – dásamleg tónlistarleg vin!
Miðar á hátíðina seljast hratt og hvetja skipuleggjendur alla til að tryggja sér miða í tíma. Búið er að tilkynna yfir 100 listamenn á Iceland Airwaves og stefnir í frábæra hátíð í ár. Í lok ágúst verður búið að tilkynna öll nöfn sem koma fram á hátíðinni en gert er ráð fyrir að um 210 atriði komi fram.
Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200 talsins.
Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sautjánda sinn í ár,
dagana 4. til 8. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves .
Listamennirnir sem bætast við eru:
Jme (UK)
Mercury Rev (US)
Endless Dark
Herra Hnetusmjör
Jón Ólafsson & Futuregrapher
Lucy Rose (UK)
kimono
Arca dj set (VE)
Markús & The Diversion Sessions
Reykjavíkurdætur
Weval (NL)
Braids (CA)
russian.girls
SOAK (IE)
Saun & Starr (US)
Soffía Björg
Bernard & Edith (UK)
Emilie & Ogden (CA)
Valdimar
Curtis Harding (US)
B-Ruff
Himbrimi
Kælan Mikla
Rozi Plain (UK)
Berndsen
Aurora (NO)
Kiriyama Family
Caterpillarmen
Kontinuum
CeaseTone
NAH (US)
Borko
Toneron
Kippi Kanínus
Sturla Atlas
Beebee and the bluebirds
In the Company of men
Dr Gunni
Trúboðarnir
TUSK
Lára Rúnars
Úlfur Úlfur
Súrefni
Grísalappalísa
Svartidauði
Þeir bætast í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Björk, John Grant og Sinfóníuhljómsveit Íslands, Mammút, Vök,
Father John Misty (US) Perfume Genius (US), GusGus, Skepta (UK), Júníus Meyvant, Ariel Pink (US), Bubbi og Dimma, Gísli Pálmi, Sleaford Mods (UK), M-Band, Batida (PT), Hinds (ES), Low Roar, Beach House (US),Fufanu, Teitur Magnússon, East India Youth (UK), Young Karin, Pink Street Boys, Mourn (ES), BC Camplight (UK), Asonat, Yagya, Dikta, The OBGM´s (CA), Tonik Ensemble, Ylja, Weaves (CA), Vök og dj flugvél og geimskip and many more.
Björk í Eldborg, Hörpu, laugardaginn 7.nóvember kl 15:00
Miðum á tónleika Bjarkar verður dreift til miðahafa Iceland Airwaves án endurgjalds föstudaginn 6.nóvember kl. 12 í Hörpu eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni. Eitt armband = einn miði á Björk.
John Grant og Sinfó, fimmtudaginn 5.nóvember kl 20:00
Miðum á tónleikana verður dreift til miðahafa Iceland Airwaves án endurgjalds fimmtudaginn 5.nóvember kl. 12 í Hörpu eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni.
24 nýjar hljómsveitir voru kynntar til leiks á Airwaves hátíðina í ár og þar ber hæst bandaríska draumapoppbandið Beach House, háværu stærðfræðirokkarana í Battles og Sophie og QT sem eru fánaberar hinnar svokölluðu PC-Music stefnu. Hér fyrir neðan má sjá allar hljómsveitir sem var bætt við dagskrána.
QT
SOPHIE
Skepta
Sleaford Mods
Mirel Wagner
Tanya Tagaq
William Tyler
Kero Kero Bonito
Future Brown
Meilyr Jones
Felicita
Þau tíðindi voru að berast úr herbúðum Iceland Airwaves að sjálf Björk Guðmundsdóttir muni koma fram á hátíðinni í ár. Þá var einnig tilkynnt að John Grant komi fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og bandaríski söngvarinn Father John Misty og breska postpunk hljómsveitin The Pop Group verða meðal listamanna sem spila á hátíðinni. Íslensku sveitirnar Vök, Sóley, Muck, Hekla og Agent Fresco voru líka tilkynntar en allt bætist þetta ofan á listamenn eins og Ariel Pink, Perfume Genius, GusGus, Hinds, M-Band, East India Youth, Tonik Ensemble og dj flugvél og geimskip sem áður höfðu verið kynntir til leiks. Það er ljóst að það stefnir í ansi þétta hátíð en hún fer fram á hinum ýmsu stöðum í miðborg Reykjavíkur 4.-8. nóvember næstkomandi.
Iceland Airwaves tilkynnti í dag um fyrstu listamennina sem koma fram á hátíðinni í nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru í dag eru: Ariel Pink, Batida, BC Camplight, East India Youth, Hinds, Mourn, The OBGMs, Operators, Perfume Genius og Weaves.
Auk þeirra koma fram íslensku listamennirnir: Asonat, dj flugvél og geimskip, Fufanu, GusGus, Júníus Meyvant, Júníus Meyvant, M-band, Pink Street Boys, Teitur Magnússon, Tonik Ensemble, Yagya og Young Karin.
Á fjórða degi í djammi og Airwaves er maður orðinn pínu lúinn en ég náða samt að rífa mig upp úr rúminu og hjóla niður í off-venu dagskrá Straums í Bíó Paradís þar sem rafgeggjarinn Skuggasveinn var að ljúka sér af. Hann var umkringdur hinum ýmsu hljómborðum og svuntuþeysurum og lék ljúfsárar og hádramatískar melódíur.
Þá sá ég tilraunapoppbandið Asonat á sama stað sem eiga eina bestu íslensku plötu ársins en ég hef aldrei séð live áður. Það er skipað tveimur græjugaurum og einni söngkona og leika seiðandi trip hop í anda þess besta á 10. áratugnum. Sumt hljómaði í áttina að sveitum eins og Thievery Corporation og Morcheepa og raddbeiting söngkonunnar var á köflum ansi Bjarkar-leg.
Ég hjólaði þvínæst yfir á Kex Hostel þar sem ég náði í skottið á hinum írsku Girl Band. Þeir léku fast og hratt rokk með afar hörðum kjarna. Þá sá ég bandaríska tónlistarmanna Ezra Furman á áttundu hæð hótelbars sem ég man ekki hvað heitir. Ég sá ekki mikið af honum en hann hljómaði svo vel að ég sá hann aftur síðar um kvöldið á opinberu dagskránni.
Eróbískur dansgjörningur
Þá var komið að stærsta nafni hátíðarinnar fyrir mig persónulega, ég hef hlustað á Knife í 10 ár og var loksins að sjá þau live á sínum síðustu tónleikum. Ég hafði lesið mér til um túrinn og vissi að þetta yrði skrýtið, en hafði ekki gert mér í hugarlund hversu skrýtið. Þetta hófst með konu sem kynnti tónleikana sem var eins og blanda af Dale Carnegie ræðumanni og eróbikkþjálfara. Síðan hófst sjóið og leikarar voru um 20 manns í skrýtnum búningum en þetta var meira eins og nútímadansverk og gjörningur en tónleikar. Maður var aldrei viss um hver væri að syngja, hver væri að spila hvaða hljóð (ef einhver gerði það á annað borð) eða hverjir meðlimir hljómsveitarinnar voru. Þetta var mjög sérstakt og á köflum fannst mér þetta tilgerðarlegt rúnk en stundum heillandi. Atriðið við Full On Fire var til dæmis mjög tilkomumikið og svo tóku þau flottar útgáfur af gömlu slögurunum Pass This On og We Share Our Mothers Health.
Ezra og kærastarnir
Eftir Knife náði ég svo nokkrum lögum með Caribou í Listasafninu sem renndi í gegnum bestu lögin af sinni nýjustu plötu af fádæma krafti og öryggi. Hann er einn besti aktívi raftónlistarmaður í heiminum þessi misserin, en ég varð hins vegar svo heillaður af Ezra Furman fyrr um daginn að ég vildi sjá hann á almennilegu venue-i. Ég hélt þess vegna yfir í Iðnó og sá ekki eftir því. Ezra Furman var með bandinu sínu sem hann kallaði The Boyfriends sem voru afar hressir. Hann sjálfur var klæddur í rauðan kjól og með prinsessukórónu og gítar um hálsinn. Tónlistin sem hann leikur er frumlega blanda af poppi, rokki og pönki þar sem saxafónn leikur stóra rullu. Hann var ótrúlega karismatískur á sviðinu og með fáránlega flotta rödd, hráa, rifna og pönkaða.
Á þessum tímapunkti fór þreyta í löppum að segja til sín en ég harkaði af mér og fór á Hermigervil í Gamla Bíói. Hann lék ný lög í bland við ábreiður og kom upp þéttri dansstemmningu í flottum salnum. Þá fór ég heim á sofnaði á sófa. Airwaves hátíðin í ár hefur verið mjög skemmtileg en topparnir fyrir mig hafa verið Ezra Furman, Unknown Mortal Orchestra og Roosevelt. Gamla Bíó er frábært nýtt venue eftir að stólarnir voru teknir út, vonandi verður það áfram nýtt í popptónleika því það gæti orðið nýja Nasa. Ég þakka fyrir mig en í kvöld eru það War on Drugs og Flaming Lips.
Fyrsta mál föstudagsins var nýsjálenska bandið Unknown Mortal Orchestra á off-venue dagskrá Straums í Bíó Paradís. Fullt var út úr báðum dyrum bíósins þegar þeir hófu leik en í sveitinni eru bassaleikari og trommuleikari til viðbótar forsprakkanum Ruban Nielson sem syngur og spilar á gítar. Tónlistin er fönkí síkadelía undir áhrifum 7. áratugarins og á köflum ansi bítlaleg. Ruban lék á alls oddi og teygði á lögunum sínum með löngum spunaköflum, trommusólóum og gítarfimleikum og hljómurinn var óaðfinnanlegur. Frábært gigg og bestu tónleikar hátíðarinnar fram að þessu.
Skammt stórra högga á milli
En á Airwaves er stundum skammt stórra högga á milli, því Roosevelt á Húrra var líka frámunalega skemmtilegt sjó og jafnaði UMO. Þeir voru þrír á sviðinu og spiluðu suddalega fönkí danstónlist sem svínvirkaði á krádið. Gítarleikarinn hamraði út Nile Rodgers grúvum og bassaleikarinn sló hljóðfærið sitt af miklum móð og stundum brast á með villtum hljómborðsólóum. Allur salurinn var hoppandi og þetta var algjört fönkí diskódansiball, eini gallinn er að það var of stutt, bara rúmlega 20 mínútur.
Næst sá ég Oyama á straums-kvöldinu á Gauknum sem eru orðin eitt besta live band landsins um þessar mundir. Úlfur og Kári framkölluðu rosalega gítarveggi og pedalaorgíur og mónótónískur söngurinn var fullkomið mótvægi. Næst sá ég nokkur lög með Fufanu sem hafa sleppt kapteininum úr nafninu eftir harkalega stefnubreytingu. Fóru úr naumhyggjutekknó yfir í töffaralegt drungarokk, ala Singapore Sling, sem þeir er alveg jafnfærir á. Hljómurinn var framúrskarandi og rokkið skar inn á beini, mér varð beinlínis kalt af því að hlusta á þá.
Afrískur danskokteill og douchbags
Eins góðir og Fufanu voru hljóp ég af þeim yfir á Listasafnið til að sjá Ibibio Soundmachine. Þau buðu upp á fönkaða danstónlist undir afrískum áhrifum og söngkonu í fáránlega flottum kjól. Ég fór svo aftur yfir á Gaukinn til að sjá Black Bananas sem ég hafði heyrt góð lög með og góða hluti um. Þau virtust hins vegar vera á einhverjum sterkum hestadeyfilyfjum á sviðinu þetta kvöld. Voru eins og útúrlifaðir Brooklyn hipsterar og enginn á sviðinu virtist vita hvað hann sjálfur eða hinir voru að gera. Dæmi: Gella í pels með derhúfu og nintendo fjarstýringu. Douchbags.
Ég hjólaði burtu frá því lestarslysi yfir í Hörpuna til að sjá tekknódúettin Kiasmos. Það þarf í það minnsta tvennt að koma til, til að tveir gaurar með fartölvur séu spennandi tónleikar. Að tónlistin sé frábær og að téðir gaurar með fartölvurnar séu að lifa sig fáránlega mikið inn í hana. Bæði var til staðar í Norðurljósasalnum á tónleikum Kiasmos sem voru hreint út sagt afbragð. Bassinn náði inn að beini og ég dansaði af mér afturendann við dúndrandi tækknóið. Ég náði svo í lokin á hinum danska Tomas Barfod í Gamla Bíói að flytja slagarann sinn November Skies af miklu öryggi.
Góða kvöldið, gleðilega hátíð, hefst nú dagleg umfjöllun Straums um Iceland Airwaves á því herrans ári 2014. Ég hóf fyrsta kvöldið á árangurslausri tilraun til að sjá Prins Póló off-venue á Loft Hostel. Mannmergðin Á Loft var svo mikil að ég sá hvorki tangur né tetur af prinsinum, en heyrði hins vegar tvö lög af hans nýjustu plötu sem er með betri íslensku útgáfum ársins.
Eftir þessa misheppnuðu byrjun ákvað ég að hefja opinberu dagskránna á atriði sem ég hafði ekkert heyrt um áður, bandaríska raftónlistarmanninum Vox Mood sem spilað á Húrra. Hann sýndi engin merki þess að vera fyrstur á dagskránni og barði takka af miklum móð milli þess sem hann dansaði tryllingslega og headbangaði eins og versti þungarokkari. Tónlistin sem kom úr græjunum bar keim af ýmsum geirum danstónlistar tíunda áratugarins, rave, drum’n’bass og tekknó og kinkaði kolli til sveita á borð við Orbital og Autechre.
Framúrstefnulegt R’n’B
Þá hjólaði ég á harðaspani upp í Gamla Bíó sem hefur verið breytt í fyrirtaks venue, einhvers staðar mitt á milli Iðnó og Nasa í stemmningu og stærð. Ég rétt svo náði tveimur lögum með Júníusi Meyvatn sem spilar vandað og áferðarfallegt indípopp í ætt við Ásgeir Trausta. Þvínæst var leiðinni haldið í Silfurbergsal Hörpu þar sem Mr. Silla var í miðju setti. Hún er með betri röddum landsins og hefur fengist við ýmislegt í gegnum tíðina en það sem hún hefur spilað undanfarið er í áttina að Trip Hoppi og fútúrísku r’n’b ala Jannelle Monet. Ég náði bara þremur lögum en þau lofuðu mjög góðu.
Óður til æðri meðvitundar
Greinarhöfundur hefur mætt á hverja einustu Airwaves hátíð síðan 2002 en það sem ég sá næst er það allra skrýtnasta sem ég hef orðið vitni að á hátíðinni. Inferno 5 í Kaldalóni var hugvíkkandi óður til æðra stigs meðvitundar. Upplifuninni er ekki hægt að lýsa í orðum með góðu móti, en ég skal gefa ykkur nokkur: Trommuskúlptúr, hauskúpur, hempuklæddur maður með lambúshettu og bongótrommur, Ljóð, diskókúla, pípuorgel, dansari í hvítum samfestingi, upptalning á eiturlyfjum kyrjuð eins og mantra, plötuspilari, sálmabók, vélmennaraddir, hljóðfæri sem ég hef aldrei séð áður og miklu meira til. Þetta var jöfnum höndum trúarathöfn, tónleikar og gjörningur og Upplifun með stóru U-i á alla mögulega kanta.
ROKK í caps lock
Eftir smástund til að jafna mig fór ég svo á Pink Street Boys á Húrra sem eru harðasta, fastasta og skítugasta rokkband landsins um þessar mundir. Þeir eru eins og litli ljóti bróðir Singapore Sling, óþekkir, óheflaðir og ROKK í caps lock. En hljóðstyrkurinn er slíkur að ég höndla þá bara í smáum skömmtum og skaust yfir á Sin Fang í Silfurbergi. Hann er búinn að mastera nýja tónleikaprógrammið sitt þar sem hann er einn með tveimur trommuleikurum að spila græjumúsík og sándið í Silfurbergi verðlaunaði honum ríkulega.