Straumur 19. ágúst 2024

Í Straumi í kvöld verða flutt lög frá Confidence Man, Joy Orbison, Bonobo, Kött Grá Pjé , Peggy Gou, A Place To Bury Strangers, Dora Jar, Kela, Christopher Owens, Japandroids  og fleirum. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 22:00. 

  1. flex.fm (freddit) – Joy OrbisonLil YachtyFuturePlayboi Carti
  2. Let Them Bells Ring (Original Mix) – Confidence Man
  3. Find The Way – Peggy Gou
  4. Expander – Bonobo
  5. Kött sá sól – Kött Grá Pjé, Fonetik Simbol
  6. Kabalar á Nesinu – Kött Grá Pjé, Fonetik Simbol
  7. Hræljósagangur – Kött Grá Pjé, Fonetik Simbol
  8. You Got Me – A Place To Bury Strangers
  9. D&T – Japandroids
  10. I Think About Heaven – Christopher Owens
  11. No Good – Christopher Owens
  12. Ragdoll – Dora Jar
  13. Ef E g Tru i No g – Keli
  14. Mutations – Nilüfer Yanya
  15. Black Notes – Ibibio Sound Machine

Straumur 22. september 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á væntanlegar plötur frá Aphex Twin og Julian Casablancas +The Voidz auk þess sem við heyrum nýtt efni frá Made In Heights, Boogie Trouble, Ólöfu Arnalds, Todd Osborn og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 22. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Ghosts – Made In Heights
2) 180db_ – Aphex Twin
3) PAPAT4 (Pineal Mix) – Aphex Twin
4) Crunch Punch – Julian Casablancas + The Voidz
5) Nintendo Blood – Julian Casablancas + The Voidz
6) See (Beacon Remix) – Tycho
7) Everyone and Us – Peaking Lights
8) Contemporary – DREAMTRAK
9) Put Your Weight On It (Chicago Mix) – Todd Osborn
10) Coronus, The Terminator – Flying Lotus
11) Wanna Party Remix (Ft. Think and 3D Na’Tee) – Future Brown
12) Palme – Ólöf Arnalds
13) Augnablik – Boogie Trouble
14) My Troubled Heart – Christopher Owens
15) Over and Above Myself – Christopher Owens

Lög ársins 2013

50) Love Is Lost (Hello Steve Reich Mix by James Murphy for the DFA) – David Bowie

 

 

49) Bipp – Sophie

 

 

 

48) Blurred Lines (ft. T.I. & Pharrell) – Robin Thicke

 

 

 

 

47) She Will – Savages

 

 

 

 

46) Hive (ft. Vince Staples and Casey Veggies) – Earl Sweatshirt

 

 

 

 

45) Introspection – MGMT

 

 

 

44) RIse – Du Tonc

 

 

 

 

43) Royals – Lorde

 

 

 

 

42) Sacrilege – Yeah Yeah Yeahs

 

 

 

41) Lariat – Stephen Malkmus & The Jicks

 

 Lög í 40.-31. sæti

 

Árslisti Straums 2013

Hér má hlusta á fyrri árslistaþátt Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 30. sæti í það 16.

 

Hér má svo hlusta á seinni  árslistaþátt Straums yfir 30 bestu plötur ársins. Talið niður frá 15. sæti í það 1.

 

 

30) Roosevelt – Elliot EP

Hinn þýski Roosevelt býður hér upp á fjögur stórskemmtileg danslög með hinum samnefnda Elliot fremstum í flokki.

 

 

29) Mazzy Star – Season Of Your Day

Það tók Mazzy Star 15 ár að klára sína fjórðu plötu Season Of Your Day sem er vel biðarinnar virði.

 

 

28) Factory Floor – Factory Floor

Breska raftríóið Factory Floor sem er eitt af aðalsmerkjum DFA útgáfunnar um þessar mundir sýnir fram á taktfastan trylling á sinni fyrstu plötu.

 

 

 

27) Autre Ne Veut – Anxiety

Draumkennd og silkimjúk plata úr smiðjum bandaríska tónlistarmannsins Arthur Ashin.

 

 

26) Swearin’ – Surfing Strange

Philadelphia hljómsveitin Swearin’ sem inniheldur m.a. tvíburasystur tónlistarkonunnar Waxahatchee sannar að lo-fi rokk lifir enn góðu lífi á Austurströnd Bandaríkjanna.

 

 

25) Janelle Monáe – The Electric Lady

Janelle Monáe fylgdi á eftir sinni fyrstu plötu The ArchAndroid frá árinu 2010 með öðru stórvirki þar sem má finna áhrif allt frá sálartónlist, gospeli, Jazz, hip-hopi og rokki.

 

 

24) Darkside – Psychic

Nicolas Jaar tók höndum saman við gítarleikarann Dave Harrington á þessari heilsteyptu og fögru plötu.

 

 

23) Torres – Torres

Hin 22 ára Mackenzie Scott frá Nashville í Tennessee gengur undir listamannsnafninu Torres. Torres sendi frá sér samnefnda plötu í janúar sem er uppfull af trega, sorg og sannfæringu. Ein af heiðarlegri plötum þessa árs.

 

 

22) Earl Sweatshirt – Doris

Thebe Neruda Kgositsile, betur þekktur undir listamannsnafninu Earl Sweatshirt, gaf út sitt fyrsta mixtape árið 2010 þá aðeins 16 ára gamall. Eftir að hafa verið sendur í heimavistarskóla fljótlega eftir útgáfu þess hafa margir tónlistarspekingar beðið eftir hans  fyrstu stóru plötu sem kom út í ár og olli engum vonbrigðum.

 

 

21) Blondes – Swisher

Rafdúóið Blondes frá New York gáfu út sína aðra plötu á árinu sem á ekki eingöngu heima á dansgólfinu.

 

Plötur í 20. – 11. sæti

 

 

 

Hálfsársuppgjör Straums

 

Adam Green & Binki Shapiro – Adam Green & Binki Shapiro 

Anti-folk söngvarinn Adam Green og Binki Shapiro úr Little Joy gáfu út þessa einlægu samnefndu plötu í byrjun ársins. Platan minnir margt á samstarf þeirra Lee Hazlewood og Nancy Sinatra á sjöunda áratugnum. Tregafullar raddir þeirra  Green og Shapiro smell passa saman og platan rennur ljúflega í gegn líkt þytur í laufi.

 

Tomorrow’s Harvest – Boards Of Canada

Eins og elding úr heiðbláum himni dúkkaði upp dularfull vínilplata merkt Boards of Canada í plötubúð í New York í maí. Á plötunni var ekkert nema vélræn rödd sem las upp talnarunu en hún setti af stað atburðarás sem á endanum leiddi í ljós fyrstu plötu BoC í 7 ár. Þegar Tomorrow’s Harvest kom loksins út olli hún engum vonbrigðum og hljómur hennar sór sig í ætt við fyrri verk sveitarinnar. Yfir verkinu hvílir ákveðinn heimsendadrungi en þó glittir í ægifegurð inni á milli. Heyra má bjagaðar og hálffalskar synthalínur, gnauðandi eyðimerkurvinda og strengi sem eru svo snjáðir að þeir hljóma eins og upptaka úr margra áratuga gömlu fischer price segulbandstæki. Gæti verið draugurinn í vélinni eða bergmál siðmenningar sem nýlega hefur verið eytt. Raftónlist sem smýgur inn í undirmeðvitundina og marar þar eins og kjarnorkukafbátur.

 

Lysandre – Christopher Owens

Þegar Christopher Owens tilkynnti um endarlok Girls á twitter síðu sinni síðasta sumar fór hrollur um marga aðdáendur þessarar einstöku sveitar sem skildi eftir sig tvær frábærar plötur – Album (2009) og Father, Son, Holy Ghost (2011). Í upphafi þessa árs var ljóst að þessar áhyggjur voru óþarfar þar sem Owens sendi frá sér plötu sem mætti segja að væri beint framhald af því sem hann gerði með fyrrum hljómsveit sinni. Lög á plötunni höfðu meira að segja sum heyrst á tónleikum Girls. Lysandre er heilsteypt þema plata um stúlku sem Owens varð ástfanginn af á tónleikaferð með Girls.

 

 

Hanging Garden – Classixx

Bandaríska DJ dúóið Classixx vakti fyrst athygli á sér með frábærum endurhljóðblöndunum á lögum með hljómsveitum á borð við Phoenix, Major Lazer og Yacht. Fyrsta smáskífa þeirra I’ll Get You kom út árið 2009 og frá því hafa margir beðið spenntir eftir fyrstu plötu þeirra sem kom loks út í lok maí. Hanging Garden er björt plata full af gæða rafpoppi sem á svo sannarlega heima á dansgólfinu á heitum sumarkvöldum.

 

 

 

Random Access Memories – Daft Punk

Meðan Boards of Canada héldu sig við það sem þeir kunna best þá umbreyttust Daft Punk liðar enn einu sinni við skiptar skoðanir aðdáenda. Random Access Memories er þeirra lífrænasta plata til þessa, 75 mínútna ferlíki af diskói, progrokki, fullorðinspoppi og vélrænum trega. Á henni var leitast við að endurskapa hljóðverðsstemmningu 8. áratugarins og tölvum og stafrænni tækni hent út í veður og vind. Þrátt fyrir að það hefði verið hægt að skera hana aðeins niður er ekki annað hægt en að dást að handverkinu og metnaðinum. Fyrir utan að gefa okkur sumarsmellinn Get Lucky, eru ótalmörg fantafín lög á plötunni eins og Doin’ it Right, Loose Yourself to Dance og Giorgio By Moroder.

 

 

 

Settle – Disclosure

Bræðra dúóið Disclosure gáfu út sína fyrstu plötu Settle þann 3. júní. Þrátt fyrir ungan aldur sýna þeir Guy (fæddur 1991) og Howard (fæddur 1994) Lawrence ótrúlegan þroska í lagasmíðum á plötunni sem er ein heilsteyptasta dansplata sem komið hefur frá Bretlandi í langan tíma.

 

 

 

Lesser Evil – Doldrums

Eftir frábæra tónleika Airick Woodhead (Doldrums) á Iceland Airwaves síðasta haust var ljóst að fyrsta plata hans innihéldi eitthvað bitastætt. Woodhead sveik ekki neinn með með Lesser Evil sem er tilraunakennd dansplata sem leiðir hlustendur í gegnum ferðalag um hugarheim Woodhead sem oft á tíðum er ansi dökkur.

 

 

 

 

We Are The 21st Century Ambassadors of Peace and Magic – Foxygen

Foxygen eru tveir rétt rúmlega tvítugir strákar frá kaliforníu sem á þessari frábæru breiðskífu fara á hundavaði yfir margt af því besta í rokktónlist frá seinni hluta 7. áratugarins og fyrri hluta þess 8. Söngvarinn Sam France stælir Mick Jagger, Lou Reed og Bob Dylan jöfnum höndum en samt aldrei á ófrumlegan eða eftirhermulegan hátt. San Fransisco er eins og týnd Kinks ballaða og On Blue Mountain bræðir saman Suspicous Minds með Elvis og groddaralegustu hliðar Rolling Stones. Ótrúlega áheyrileg plata sett saman af fádæma hugmyndaauðgi og smekkvísi.

 

 

 

Immunity – Jon Hopkins

Immunity stígur jafnvægisdans á milli draumkennds tekknós og seiðandi ambíents listlega vel og hljómurinn er silkimjúkur draumaheimur þar sem gott er að dvelja í góðum heyrnatólum.

 

 

 

Yeezus – Kanye West

Að upphefja sjálfan sig hefur alltaf verið stór hluti af hipp hoppi en Kanye West hefur þó á undanförnum árum sett nýjan mælikvarða á mikilmennskubrjálæði sem jaðrar við að vera sjálfstætt listform. Yeezuz er tónlistarlega og textalega hans dekksta og harðasta verk og hann tekst á við kynþáttahatur á frumlegan og djarfan hátt í lögum eins og New Slaves og Black Skinhead.

 

 

 

 

Walkin On A Pretty Daze – Kurt Vile

Síðasta plata Vile Smoke Ring for My Halo var efsta platan á lista Straums yfir bestu plötur ársins 2011. Á Walkin On A Pretty Daze heldur Vile áfram uppteknum hætti þó hún sé ögn epískari á köflum.

 

 

 

 

Cold Spring Fault Less Youth – Mont Kimbie

Lástemmd en þó kraftmikil og dansvæn plata og stórt skref fram á við fyrir breska dúettinn. Sérstaklega er gaman að heyra samstarf þeirra við hinn hæfileikaríka söngvara King Krule í tveimur lögum þar sem ólíkir stílar listamannanna smella eins og flís við rass.

 

 

 

M B V – My Bloody Valentine

Írska shoegaze hljómsveitin My Bloody Valentine gaf út sína þriðju plötu, þá fyrstu frá því að platan Loveless kom út árið 1991, 2. febrúar. Platan mbv er níu laga og er vel biðarinnar virði. Söngvari sveitarinnar Kevin Shields skýrði frá því á síðasta ári að hann hefði hafið gerð plötunnar á tíunda áratugnum og sögusagnir segja að hann hafi hent gríðarlega miklu efni við gerð hennar.

 

 

 

 

 

Run the Jewels – Run the Jewels

Eftir frábæra sólóskífu El-P á síðasta ári og ekki síðri plötu Killer Mike sem sá fyrrnefndi pródúseraði var samstarfsverkefni þeirra, Run The Jewels, rökrétt framhald. Það gefur fyrri skífum ekkert eftir í harðsoðnum töktum og platínuhörðum rímum. Taktarnir hjá El-P hafa sjaldan verið betri, eru hráir og vélrænir en á sama tíma fönkí og lifandi, fullir af sírenum, sci-fi syntum og allra handa óhljóðum. Rapportið milli rapparanna tveggja er síðan sérdeilis skemmtilegt þar sem þeir toppa hvorn annan í orðaleikjum og töffaraskap.

 

 

 

 

 

Flowers – Sin Fang

Sindri Már Sigfússon er einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um þessar mundir en gæðastandarinn á efninu er þó alltaf jafn hár. Hann er stöðugt að þróast sem lagasmiður og Young Boys og What’s wrong with your eyes eru með allra bestu lögum ársins. Platan er tekin upp af Alex Somers sem galdrar fram ævintýralega hljóm þar sem fyllt er upp í hverja einustu glufu með áhugaverðum hljóðum án þess þó að verða nokkurn tímann ofhlaðinn.

 

 

 

Torres – Torres

Hin 22 ára Mackenzie Scott frá Nashville í Tennessee gengur undir listamannsnafninu Torres. Torres sendi frá sér sjálftitlaða plötu í janúar sem er uppfull af trega, sorg og sannfæringu. Ein af heiðarlegri plötum þessa árs.

 

 

 

Modern Vampire Of The City – Vampire Weekend

Þriðja plata Vampire Weekend er þrátt fyrir asnalegan titil alveg hreint frábært verk og gefur þeim fyrri lítið eftir. Þeir vinna í fyrsta skiptið með utanaðkomandi upptökustjóra sem skilar sér aukinni tilraunamennsku og skrefum út fyrir sinn hefðbundna hljóðramma, auk þess sem lagasmíðar eru sterkar og grípandi. Ef það væri eitthvað sumar á Íslandi í ár væri þetta hin fullkomna sumarplata.

 

 

Curiosity – Wampire

Portland bandið Wampire hefur verið starfandi frá árinu 2007 og gaf loks út sína fyrstu plötu í júní. Á Curiosity blandar bandið saman áhrifum frá sýrurokki, 70s poppi og new wave á skemmtilegan máta.

 

 

Cerulean Salt – Waxahatchee

Hin 24 ára gamla Katie Crutchfield sendi frá sér aðra plötuna undir nafninu Waxahatchee á innan við ári núna í mars. Á Cerulean Salt er að finna pönkaða þjóðlagatónlist flutta með ótrúlegri tilfinningu og heiðarleika sem skín í gegn í hverju einasta lagi.

 

Wondrous Bughouse – Youth Lagoon

Svefnherbergis pródúserinn Trevor Powers átti eina af betri plötum árins 2011 með The year of hibernation. Á þessari annari plötu Powers undir nafni Youth Lagoon er hann kominn út úr svefnherberginu inn í hljóðver og útkoman er stærri hljóðheimur án þess að gefa eftir í lagasmíðum.

 

Straumur 7. janúar 2013

Í fyrsta Straumi ársins verður fyrsta sólóplata Christopher Owens sem áður var í hljómsveitinni Girls tekin fyrir. Einnig verður fjallað um nýtt efni frá AlunaGeorge, Active Child, Factory Floor, Pulp og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld.

1. hluti:

      1. 233 1

2. hluti:

      2. 233 2

3. hluti:

      3. 233 3

1) After You – Pulp
2) Diver – AlunaGeorge
3) Lysandre – Christopher Owens
4) New York City – Christopher Owens
5) Riviera Rock – Christopher Owens
6) Fall Back – Factory Floor
7) On The Edge – Angel Haze
8) No Problems – Azealia Banks
9) Say That – Toro Y Moi
10) Never Matter – Toro Y Moi
11) Cheater – Love & Fog
12) Girls Want Rock – Free Energy
13) Honey – Torres
14) His Eye Is On The Sparrow