10. desember: Costa Del Jól – Skakkamanage

Fyrir jólin 2005 ákvað íslenska hljómsveitin Skakkamange að gefa heiminum gjöf í formi lags. Lagið sem hljómsveitin gaf heiminum fjallar um uppáhalds áfangastað íslensku þjóðarinnar um jól og ber nafnið Costa Del Jól.  Gleðileg Costa Del Jól.

Árslisti Straums 2014: 30. – 16. sæti

 

Fyrri árslistaþáttur Straums yfir 30 bestu plötur ársins er á dagskrá á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld. Farið verður yfir  30. til 16. sæti í kvöld og  næstu viku verður svo farið yfir 15. til 1. sæti.

Árslisti Straums 2014 – fyrri þáttur by Straumur on Mixcloud

30) tUnE-yArDs – Nikki Nack
29) Mourn – Mourn
28) Arca – Xen
27) Little Dragon – Nabuma Rubberband
26) Damon Albarn – Everyday Robots
25) Cashmere Cat – Wedding Bells EP
24) Metronomy – Love Letters
23) Yumi Zouma – Yumi Zouma EP
22) FKA twigs – LP1
21) Shamir – Northtown EP
20) Ben Khan – 1992 EP
19) Giraffage – No Reason
18) Mac DeMarco – Salad Days
17) Real Estate – Atlas
16) Stephen Malkmus & The Jicks – Wig Out at Jagbags

Teitur Magnússon með útgáfutónleika og nýtt lag

Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon heldur útgáfutónleika á morgun miðvikudaginn 10. desember á skemmtistaðum Húrra í tilefni af útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar 27. Einvala lið spilar ásamt Teiti þetta kvöld. “Hljómsveitarsamsetning þessi verður reyndar svo stórfengleg að um einstakan viðburð er að ræða, því ólíklegt þykir að slík veglegheit endurtaki sig í bráð” segir Teitur.

Hljómsveitina skipa:

Erling Bang (Ojba Rasta, Celestine, I adapt), Ingibjörg Elsa Turchi (Boogie Trouble), Örn Eldjárn (Ylja), Samúel Jón Samúelsson (Jagúar), Sigurlaug Gísladóttir (Mr. Silla, Múm), Arnljótur Sigurðsson (Ojba Rasta), Steingrímur Teague (Moses Hightower). Auk þess sem fleiri góðir leynigestir bregða á leik.

Lagið Nenni er búið að gera það gott að undanförnu og hér má heyra nýtt lag af plötunni. Vinur vina minna:

Glöggir hlustendur heyra þarna einkar sérstæðan hljóm cuicu sem framkallar apahljóð.

 

Húsið opnar 20:00.
Dagskráin hefst klukkan 21:00.
Björn Jörundur hitar upp.
Aðgangseyrir: 1500 kr

Platan á sérstöku tilboði.

 

 

Jamie xx á Sónar

Tónlistarmennirnir Jamie xx, Jimmy Edgar og Ryan Hemsworth voru tilkynntir fyrr í dag á Sónar hátíðina í Reykjavík. Auk þeirra var tilkynnt að Jón Ólafsson & Futuregrapher, Emmsjé Gauti, Páll Ivan frá Eiðum, Kött Grá Pé, AMFJ og Bjarki koma fram á hátíðinni. Sónar Reykjavik fer fram á 5 sviðum dagana 12, 13 og 14. febrúar í Hörpu.


 

8. desember: Happy Xmas (War Is Over) – The Flaming Lips & Yoko Ono

Í dag eru nákvæmlega 34 ár frá því að John Lennon var myrtur fyrir utan heimilið sitt í New York borg. Í tilefni af því er jólalag dagsins nýleg ábreiða The Flaming Lips & Yoko Ono á lagi þeirra hjónakorna Happy Xmas (War Is Over) sem kom út fyrir jólin 1971.

7. desember: Put The Lights On The Tree – Sufjan Stevens

Fyrir jólin 2006 gaf Sufjan Stevens út hið fimm diska lagasafn Silver & Gold, Songs for Christmas Volumes 1-5. Í safninu eru 42 jólalög bæði frumsamin og klassísk. Stevens endurtók svo leikinn fyrir jólin 2012 þegar hann gaf út safnið Songs for Christmas Volumes 6-10 sem var 59 laga. Jólalag dagsins er lag hans Put The Lights On The Tree sem var á fyrra safninu.

6. desember: Silent Night (Give Us Peace) – Teen Daze

Tónlistarmaðurinn Teen Daze sendi þessa silkimjúku hljóðgervla útgáfu af hinu klassíska jólalagi Heims um ból (Silent Night) fyrir jólin 2012. Þess má geta að bannað er að spila Heims um ból fyrr en á Aðfangadag í Ríkisútvarpinu.

Frumsýning á myndbandi frá GANGLY

 

Við fengum þetta myndband sent til okkar áðan frá nýrri íslenskri hljómsveit sem kallar sig GANGLY. Það kom hvergi fram hvaða aðilar standa að bandinu eða hver gerði myndbandið en bæði lag og myndband eru til fyrirmyndar. Lagið sem heitir Fuck With Someone Else mætti lýsa sem nútímalegri og vel útsettri poppsmíð sem er einstaklega vel raddað og skemmtilega skreytt. Hér er hægt að fylgjast með bandinu á facebook.