Tónleikar helgarinnar 27. febrúar – 1. mars

Föstudagur 27. febrúar

BERLIN X REYKJAVÍK FESTIVAL fer tram á Húrra. Epic Rain, Komfortrauschen og Christian Prommer koma fram. Dagskráin hefst klukkan 22:00.

Oyama og Brött Brekka spila á Bar 11. Tónleikar hefjast 22:00 og það er frítt inn.

Pink Street Boys og Caterpillarmen koma fram á Gamla Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00 og það kostar 1000 kr inn.

 

 

Laugardagur 28. febrúar

BERLIN X REYKJAVÍK FESTIVAL fer tram á Húrra. Ensemble X, Emiliana Torrini, Alex Barack, Christian Prommer, Daniel Best og Borg koma fram. Dagskráin hefst klukkan 20:00.

Hljómsveitirnar Morgan Kane, Dreprún og Dorian Gray spila á bar 11. Tónleikarnir byrja klukkan 22:00 og það er frítt inn.

Grísalappalísa heldur útgáfutónleika á Gamla Gauknum í tilefni útgáfu plötunnar Grísalappalísa syngur Stuðmenn. Hljómsveitin Börn og Teitur Magnússon sjá um upphitun og það kostar 1500 krónur inn. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

 

Sunnudagur 1. mars

BERLIN X REYKJAVÍK FESTIVAL fer tram í Mengi. Skúli Sverrison og Claudio Puntin koma fram. Dagskráin hefst klukkan 21:00

Raftónlistarmaðurinn O|S|E| AKA Sindri Geirsson kemur fram á Lowercase kvöldi á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:30 og það er frítt inn.

Straumur 23. febrúar 2015

Í Straumi í kvöld kíkir Pan Thorarensen, skipuleggjandi hátíðarinnar Reykjavík X Berlin Festival sem fram fer um næstu helgi á Húrra og Kex Hostel, í heimsókn. Auk þess sem spilað verður nýtt efni frá Emily Yacina, Yumi Xouma, Will Butler, The Weather Station og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 á slaginu 23:00.

Straumur 23. febrúar 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Under A Rock – Waxahatchee
2) Bruise – Emily Yacina
3) Coming For You – Emily Yacina
4) Song For Zoe & Gwen – Yumi Zouma
5) Hard Luck Boy – Tom Brosseau
6) Love Like Mine – Miami Horrors
7) Gone Fishing – Miss Roisin Murphy
8) Time Ends – Stereo Hypnosis
9) Time Begins – Stereo Hypnosis
10) Son Of God – Will Butler
11) What I Want – Will Butler
12) Witness – Will Butler
13) The Ground Walks, with Time In a Box – Modest Mouse
14) Way It Is, Way It Could Be – THe Weather Station

Nico á Íslandi

Tónlistargoðsögnin Nico kom til Íslands árið 1971 ásamt þáverandi sambýlismanni sínum, franska kvikmyndaleikstjóranum Philippe Garrell, og lék í hinni ljóðrænu kvikmynd hans ‘La Cicatrice Intérieure’ (Innra sárið) sem var að stórum hluta tekin upp á svörtum söndum suðurlands. Ljósmynd úr myndinni prýðir einmitt umslag ‘Desertshore’ og á henni sést einnig Ari Boulogne, sonur Nico og franska leikarans Alain Delon, en drengurinn lék með henni í myndinni.

La Cicatrice Intérieure verður sýnd í fyrsta skipti á Íslandi á kvikmyndahátíðinni Stockfish. Hún verður þannig fyrsta myndin í flokki mynda sem sýndar verða á Stockfish-hátíðum framtíðarinnar undir heitinu ‘Uppgötvun úr fortíðinni’ en það eru myndir sem teknar hafa verið á Íslandi án þess að lítið hafi borið á. Nú gefst íslenskum tónlistar- og kvikmyndaunnendum loks að sjá goðsögnina Nico í íslenskri birtu og landslagi. Myndi verður sýnd í Bíó Paradís 25. febrúar klukkan 20:30 og 1. mars klukkan 18:00

Nico (fædd Christa Päffgen 1938) söng lögin ‘All Tomorrows Parties’, ‘Femme Fatele’ og ‘Venus in Furs’ á ‘Andy Warhol’ plötu Velvet Underground & Nico, einni rómuðustu og áhrifamestu rokkplötu allra tíma. Hin djúpa rödd hennar og kaldi söngur er hluti af hljóðrás sjöunda áratugarins og andlit hennar eitt af þekktustu andlitum hans. Eftir að hún sagði skilið við Velvet Underground starfaði hún með Tim Buckley, Jackson Browne og Brian Eno m.a.. Fyrsta sólóplata hennar ‘Chelsea Girl’ hafði mikil áhrif á Leonard Cohen og á þeirri næstu, ‘Desertshore’, má heyra að hún er ein af uppáhaldsplötum Bjarkar.

Straumur 16. febrúar 2015

Í Straumi í kvöld verður farið yfir nýtt efni frá Waxahatchee, Hot Chip, Twin Shadow, Unknown Mortal Orchestra, Kendrick Lamar, Fort Romeau, THEESatisfaction og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 16. febrúar 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Huarache Lights – Hot Chip
2) I’m Ready – Twin Shadow
3) Multi-love – Unknown Mortal Orchestra
4) The Blacker the Berry – Kendrick Lamar
5) Breathless – Waxahatchee
6) La Loose – Waxahatchee
7) Poison – Waxahatchee
8) Planet For Sale – THEESatisfaction
9) Batyreðs Candy – THEESatisfaction
10) Meme Generator – Dan Deacon
11) All I want – Fort Romeau
12) Let It Carry You – José González
13) No Shade in the Shadow of the Cross – Sufjan Stevens
14) Just Like You – Chromatics

Ný plata frá Tonik Ensemble

Reykvíski raftónlistarmaðurinn Anton Kaldal sem sent hefur frá sér tónlist í rúman áratug undir nafninu Tonik gaf í dag út fyrstu plötu sína sem Tonik Ensemble. Á plötunni sem nefnist Snapshots vinnur Anton með mörgum frábærum tónlistarmönnum sem skýrir helst þessa nafnabreytingu. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á nýjustu smáskífuna Imprints af þessari frábæru plötu.

Straumur 9. febrúar 2015 – Sónar þáttur

Straumur í kvöld verður tileinkaður Sónar Reykjavík sem hefst í Hörpu á fimmtudaginn og stendur til laugardags. Óli Dóri fer yfir það helsta á hátíðinni í þættinum sem byrjar á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur Sónar Þáttar 9. febrúar 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Everybody Knows – SBTRKT
2) Preben Goes To Acapulco (Prins Thomas remix) – Todd Terje
3) Scruff Box – Randomer
4) Sleep Sounds – Jamie xx
5) Slide Off – Súrefni
6) Bipp – Sophie
7) Snow In Newark – Ryan Hemsworth
8) Expanding – Páll Ívan frá Eiðum
9) Imprints – Tonik Ensemble
10) Yoshi City – Yung Lean
11) Cian’t Hear it – Elliphant
12) Aus – Nina Kraviz
13) Aaron – Paul Kalkbrenner
14) Swingin’ Party – Kindness

Tónleikar helgarinnar 5. – 8. febrúar 2015

Fimmtudagur 5. febrúar

Félagarnir Jo Berger Myhre, Magnús Trygvason Eliassen og Tumi Árnason verja kvöldinu saman í Mengi í frjálsum spuna. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Tónleikar með Teiti Magnússyni í Gym & Tonic á Kex Hostel. Teitur er annar aðallagahöfunda Obja Rasta og mun hann koma fram ásamt fullskipaðri hljómsveit. Miðaverð er 1500 kr. “Tuttugu og sjö” platan með Teiti á CD + miði á tónleika = 2500 kr.

In The Company Of Men, Ophidian I & Mannvirki á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr inn.

Föstudagur 6. febrúar

Oyama og Tilbury spila á Húrra Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og það kostar 1500 kr inn.

Krakkkbot heldur útgáfutónleika í styttugarði Listasafns Einars Jónssonar í tilefni að Safnanótt Vetrarhátíðar, en þar mun Krakkkbot flytja plötu sína Blak Musik í heild sinni.  Tónleikarnir hefjast klukkan 20:45.

Hjalti Þorkelsson og hljómsveit leika lög Hjalta á Café Rósenberg. Aðgangseyrir er 1000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:30.

Gyða Valtýsdóttir og Shahzad Ismaily koma fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Laugardagur 7. febrúar

Oberdada von Brútal mætir til leiks íj Mengi með frumflutning á antí-músíkverkinu PNTGRMTN, en Harry Knuckles ætlar að hita upp fyrir hann og flytja nokkur tilbrigði við stefið hávaða. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Hip-hop hljómsveitin Cheddy Carter frumflytur nýtt efni fyrir gesti og gangandi á Kex Hostel. Tónlistarmaðurinn Vrong mun mýkja hljóðhimnur gesta frá kl. 21:00, áður en Cheddy Carter stígur á stokk. Aðgangur er ókeypis.

Sunnudagur 8. febrúar

Rafdúóið Mankan sem skipað er þeim Guðmundi Vigni Karlssyni og Tom Manoury koma fram á Lowercase kvöldi á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:30 og það er frítt inn.

Straumur 2. febrúar 2015

Í Straumi í kvöld verður flutt viðtal sem við áttum við Kindness sem kemur fram á Sónar Reykjavík seinna í þessum mánuði auk þess sem spilað verður efni frá Toro Y Moi Courtney Barnett, A Place To Bury Stranger, Computer Magic, Torres og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra frá 23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 2. febrúar 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Doigsong – Kindness
2) To Die In L.A. – Lower Dens
3) Pedestrain at Best – Courtney Barnett
4) Cooking Up Something Good (demo) – Mac DeMarco
5) I’ll Be Back – Kindness
6) Swingin’ Party – Kindness
7) Ratcliff – Toro Y Moi
8) Lilly – Toro Y Moi
9) Run Baby Run – Toro Y Moi
10) Empyrean Abattoir – Of Montreal
11) What We Don’t See – A Place To Bury Stranger
12) Buried – Shlohmo
13) Shipwrecking – Computer Magic
14) Strange Hellos – Torres

Ariel Pink á Airwaves

Iceland Airwaves tilkynnti í dag um fyrstu listamennina sem koma fram á hátíðinni í nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru í dag eru: Ariel Pink, Batida, BC Camplight, East India Youth, Hinds, Mourn, The OBGMs, Operators, Perfume Genius og Weaves.

Auk þeirra koma fram íslensku listamennirnir: Asonat, dj flugvél og geimskip, Fufanu, GusGus, Júníus Meyvant, Júníus Meyvant, M-band, Pink Street Boys, Teitur Magnússon, Tonik Ensemble, Yagya og Young Karin.

 

Iceland Airwaves 2015 – nr.1 from Iceland Airwaves on Vimeo.