Gjörningapönkdúóið Panos From Komodo var að senda frá sér myndband við lagið Walking My Mother í leikstjórn Helga Péturs Hannessonar. Hljómsveitin sem skipuð er þeim Hjalta Freyr Ragnarssyni og Birgir Sigurjóni Birgissyni tekur upp öll sín lög í einni töku þar sem hún trúir á að fyrsta skiptið sé besta skiptið. Fyrsta plata sveitarinnar A safe and convenient place to live where the sky is blue and where all dreams come true kemur úr hjá Ladyboy Records í vor.
Author: olidori
Myndband frá Vaginaboys
Hin dularfulla rafpopp-hljómsveit Vaginboys gaf út lagið Feeling þann 1. febrúar. Lagið er angurvært, kynþokkafullt og grípandi í meira lagi. Hljómsveitin sem kemur fram á Sónar á næstu helgi sendi rétt í þessu frá sér myndband við lagið sem sýnir meðal annars hvernig best er að leika sér með dót. Sjón er sögu ríkari.
Straumur 15. febrúar 2016 – Sónar þáttur
Straumur í kvöld verður tileinkaður Sónar Reykjavík sem hefst í Hörpu á fimmtudaginn og stendur til laugardags. Óli Dóri fer yfir það helsta á hátíðinni í þættinum sem byrjar á slaginu 23:00 á X-inu 977.
1) 2 is 8 – Lone
2) Airglow Fires – Lone
3) New York – Angel Haze
4) Do Not Break – Ellen Allien & Apparat
5) King Bromeliad – Floating Points
6) Scud Books – Hudson Mohawke
7) Chorus – Holly Herndon
8) Oh Boy – GKR/Andreas Todini
9) Feeling – Vaginaboys
10) Boring Angel – Oneohtrix Point Never
11) I Wish I Could Talk – Squarepusher
12) All U Writers (Whatever Whatever remix) – !!!
13) We’re Through – James Pants
14) Alma M. (Tonik Ensemble remix) – Port-royal
Tónleikahelgin 12. – 13. febrúar 2016
Föstudagur 12. febrúar
Muck & Pink Street Boys & Skelkur í bringu koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr inn.
Laugardagur 13. febrúar
Popptvíeykið Milkywhale ásamt rapp prinsinum GKR að spila fyrir dansi á skemmtistaðnum Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.
Kött Grá Pje og Forgotten Lores koma fram á Stúdentakjallaranum klukkan 22:00 og það er frítt inn.
Straumur 8. febrúar 2016
Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Porches, Wild Nothing, Cullen Omori, Yuck, Junior Boys, Future og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.
Straumur 8. febrúar 2016 by Straumur on Mixcloud
1) It Means I Love You – Jessy Lanza
2) Underwater – Porches.
3) Braid – Porches.
4) Pool – Porches.
5) Mayback – Future
6) Fly Shit Only – Future
7) Reto – Essaie Ps
8) Baby Don’t Give Up On It – Junior Boys
9) Smoke & Retribution (Ekali remix) – Flume
10) Seesaw (Four Tet club version) – Jamie xx
11) Life Of Pause – Wild Nothing
12) TV Queen – Wild Nothing
13) Dust – Parquet Courts
14) Can’t Stop Fighting – Sheer Mag
15) Cannonball – Yuck
16) Sour Silk – Cullen Omori
17) Razrushitelniy Krug – Kedr Livanskiy
Fleiri bætast við á Aldrei fór ég suður
Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður tilkynntu í dag um fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en hún fer fram á Ísafirði um páskana eins og venja er og stendur því yfir 24. – 27. mars.
Þeir sem bætast við listann í dag eru: Emiliana Torrini, Glowie, Sykur, GKR og Tonik Ensemble. Áður hefur verið sagt frá því að hljómsveitin Risaeðlan komi fram á hátíðinni, sem hljóta að teljast stórtíðindi að auki sem Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Mamma Hestur og Strigaskór nr. 42 skemmta getum AFÉS í ár.
Pocket Disco – Rock & Roll
Straumur 1. febrúar 2016
Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með School Of Seven Bells, Vaginaboys, Frankie Cosmos, Porches, Animal Collective, M.Ward og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.
Því miður er ekki upptaka af þættinum þessa viku.
1) Open Your Eyes – School Of Seven Bells
2) A Thousand Times More – School Of Seven Bells
3) Feeling – Vaginaboys
4) Ballerina In The Rain (Damon Albarn remix) – Fufanu
5) Sinister – Frankie Cosmos
6) Car – Porches
7) Lying In The Grass – Animal Collective
8) Pirate Dial – M. Ward
9) Confession – M. Ward
10) Arthropoda – Kaitlyn Aurelia Smith
11) Not My Market – Littler
12) Walk To The One You Love – Twin Peaks
13) Flip Side – Champion + Four Tet
14) Disparate – Champion + Four Tet
Tónleikar helgarinnar 28. – 30. janúar
Fimmtudagur 28. janúar
Indriði Arnar Ingólfsson kemur fram á Hlemmur Square. DJ Bervit sér um upphitun. Ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.
Arnljótur Sigurðsson, Daníel Friðrik Böðvarsson og Gunnar Jónsson spila frumsamið efni undir kvikmyndinni The Fabulous World of Jules Vernes. Kvikmyndin hefst klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.
Dúóið Þórunn Antonía og Bjarni halda tónleika á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.
Föstudagur 29. janúar
Berlin X Reykjavík Festival 2016 verður haldin í annað sinn dagana 29.-30. janúar á Húrra.
20.30 – 21.30 – Beatmakin Troopa
21.45 – 22.30 – Studnitzky
22.45 – 23.30 – Dj Flugvél & Geimskip
23.45 – 00.30 – Futuregrapher
00.45 – 01.30 – Frank Murde
Laugardagur 30. janúar
Berlin X Reykjavík Festival á Húrra:
20.30 – 21.30 – King Lucky
21.45 – 22.40 – Studnitzky & Eyþór Gunnarsson
23.00 – 23.50 – Samúel Jón Samúelsson
00.00 – 01.00 – Sísý Ey
Harðkjarnaböndin Alchemia, Ring of Gyges og Vertigo koma fram á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30.
Radiohead á Secret Solstice
Núna rétt í þessu var verið að tilkynna að breska hljómsveitin The Radiohead verði á meðal listamanna sem spila á Secret Solstice hátíðinni sem haldin verður í Laugardaglnum 17.-19. júní í sumar.
Hljómsveitin bætist í hóp listamanna á borð við Of Monsters And Men, Jamie Jones, Deftones, Deetron, Goldi og margra annarra sem spila á hátíðinni. Hér er hægt að kaupa miða á hátíðina!
Einnig var tilkynnt um að eftirfarandi listamann muni spila á hátíðinni í sumar: Afrika Bambaata, Kelela, Róisín Murphy, Action Bronson og fleiri.