Myndbands frumsýning: Panos From Komodo

Gjörningapönkdúóið Panos From Komodo var að senda frá sér myndband við lagið Walking My Mother í leikstjórn Helga Péturs Hannessonar. Hljómsveitin sem skipuð er þeim Hjalta Freyr Ragnarssyni og Birgir Sigurjóni Birgissyni tekur upp öll sín lög í einni töku þar sem hún trúir á að fyrsta skiptið sé besta skiptið. Fyrsta plata sveitarinnar A safe and convenient place to live where the sky is blue and where all dreams come true kemur úr hjá Ladyboy Records í vor.

Myndband frá Vaginaboys

Hin dularfulla rafpopp-hljómsveit Vaginboys gaf út lagið Feeling þann 1. febrúar. Lagið er angurvært, kynþokkafullt og grípandi í meira lagi. Hljómsveitin sem kemur fram á Sónar á næstu helgi sendi rétt í þessu frá sér myndband við lagið sem sýnir meðal annars hvernig best er að leika sér með dót. Sjón er sögu ríkari.

 

Straumur 15. febrúar 2016 – Sónar þáttur

Straumur í kvöld verður tileinkaður Sónar Reykjavík sem hefst í Hörpu á fimmtudaginn og stendur til laugardags. Óli Dóri fer yfir það helsta á hátíðinni í þættinum sem byrjar á slaginu 23:00 á X-inu 977.

1) 2 is 8 – Lone
2) Airglow Fires – Lone
3) New York – Angel Haze
4) Do Not Break – Ellen Allien & Apparat
5) King Bromeliad – Floating Points
6) Scud Books – Hudson Mohawke
7) Chorus – Holly Herndon
8) Oh Boy – GKR/Andreas Todini
9) Feeling – Vaginaboys
10) Boring Angel – Oneohtrix Point Never
11) I Wish I Could Talk – Squarepusher
12) All U Writers (Whatever Whatever remix) – !!!
13) We’re Through – James Pants
14) Alma M. (Tonik Ensemble remix) – Port-royal

 

Tónleikahelgin 12. – 13. febrúar 2016

Föstudagur 12. febrúar

Muck & Pink Street Boys & Skelkur í bringu koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr inn.

Laugardagur 13. febrúar

Popptvíeykið Milkywhale ásamt rapp prinsinum GKR að spila fyrir dansi á skemmtistaðnum Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Kött Grá Pje og Forgotten Lores koma fram á Stúdentakjallaranum klukkan 22:00 og það er frítt inn.

Straumur 8. febrúar 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Porches, Wild Nothing, Cullen Omori, Yuck, Junior Boys, Future og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 8. febrúar 2016 by Straumur on Mixcloud

1) It Means I Love You – Jessy Lanza
2) Underwater – Porches.
3) Braid – Porches.
4) Pool – Porches.
5) Mayback – Future
6) Fly Shit Only – Future
7) Reto – Essaie Ps
8) Baby Don’t Give Up On It – Junior Boys
9) Smoke & Retribution (Ekali remix) – Flume
10) Seesaw (Four Tet club version) – Jamie xx
11) Life Of Pause – Wild Nothing
12) TV Queen – Wild Nothing
13) Dust – Parquet Courts
14) Can’t Stop Fighting – Sheer Mag
15) Cannonball – Yuck
16) Sour Silk – Cullen Omori
17) Razrushitelniy Krug – Kedr Livanskiy

 

Fleiri bætast við á Aldrei fór ég suður

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður tilkynntu í dag um fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en hún fer fram á Ísafirði um páskana eins og venja er og stendur því yfir 24. – 27. mars.

Þeir sem bætast við listann í dag eru: Emiliana TorriniGlowieSykur,  GKR og Tonik Ensemble. Áður hefur verið sagt frá því að hljómsveitin Risaeðlan komi fram á hátíðinni, sem hljóta að teljast stórtíðindi að auki sem Úlfur Úlfur, Agent FrescoMamma Hestur og Strigaskór nr. 42 skemmta getum AFÉS í ár.

Pocket Disco – Rock & Roll

Hljómsveitin Pocket Disco gaf út sitt fyrsta lag og myndband “Rock & Roll” í síðustu viku. Hljómsveitin er skipuð af þeim Salóme R. Gunnarsdóttur og Steindóri Grétari Jónssyni. Viktor Orri Árnason, oft kenndur við hljómsveitina Hjaltalín, sá um upptöku og hljóðhönnun. Höfundur myndbandsins var Emil Ásgrímsson, hönnunarstjóri hjá Saga Film. Stórskemmtilegt íslenskt ítaló diskó í skammdeginu.

Straumur 1. febrúar 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni með School Of Seven Bells, Vaginaboys, Frankie Cosmos, Porches, Animal Collective, M.Ward og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

Því miður er ekki upptaka af þættinum þessa viku.

1) Open Your Eyes – School Of Seven Bells
2) A Thousand Times More – School Of Seven Bells
3) Feeling – Vaginaboys
4) Ballerina In The Rain (Damon Albarn remix) – Fufanu
5) Sinister – Frankie Cosmos
6) Car – Porches
7) Lying In The Grass – Animal Collective
8) Pirate Dial – M. Ward
9) Confession – M. Ward
10) Arthropoda – Kaitlyn Aurelia Smith
11) Not My Market – Littler
12) Walk To The One You Love – Twin Peaks
13) Flip Side – Champion + Four Tet
14) Disparate – Champion + Four Tet

Tónleikar helgarinnar 28. – 30. janúar

Fimmtudagur 28. janúar

Indriði Arnar Ingólfsson kemur fram á Hlemmur Square. DJ Bervit sér um upphitun. Ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Arnljótur Sigurðsson, Daníel Friðrik Böðvarsson og Gunnar Jónsson spila frumsamið efni undir kvikmyndinni The Fabulous World of Jules Vernes. Kvikmyndin hefst klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Dúóið Þórunn Antonía og Bjarni halda tónleika á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

Föstudagur 29. janúar

Berlin X Reykjavík Festival 2016 verður haldin í annað sinn dagana  29.-30. janúar á Húrra.

20.30 – 21.30 – Beatmakin Troopa

21.45 – 22.30 – Studnitzky

22.45 – 23.30 – Dj Flugvél & Geimskip

23.45 – 00.30 – Futuregrapher

00.45 – 01.30 – Frank Murde

Laugardagur 30. janúar

Berlin X Reykjavík Festival á Húrra:

20.30 – 21.30 – King Lucky

21.45 – 22.40 – Studnitzky & Eyþór Gunnarsson

23.00 – 23.50 – Samúel Jón Samúelsson

00.00 – 01.00 – Sísý Ey

Harðkjarnaböndin Alchemia, Ring of Gyges og Vertigo koma fram á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30.

Radiohead á Secret Solstice

Núna rétt í þessu var verið að tilkynna að breska hljómsveitin The Radiohead  verði á meðal listamanna sem spila á Secret Solstice hátíðinni sem haldin verður í Laugardaglnum 17.-19. júní í sumar.

Hljómsveitin bætist í hóp listamanna á borð við Of Monsters And Men, Jamie Jones, Deftones, Deetron, Goldi og margra annarra sem spila á hátíðinni. Hér er hægt að kaupa miða á hátíðina!

Einnig var tilkynnt um að eftirfarandi listamann muni spila á hátíðinni í sumar: Afrika Bambaata, Kelela, Róisín Murphy, Action Bronson og fleiri.