Nýtt frá Woods

Freak Folk hljómsveitin Woods sendir frá sér plötuna Bend Beyond þann 18. september. Hljómsveitin gaf nýlega út fyrstu smáskífuna af plötunni – Cali in a Cup, sem var eitt af sumarlögum Straums í ár. Lagið Size Meets the Sounds kom á SoundCloud í dag. Lagið er í svipuðum gæðum og Cali in a Cup og því við miklu að búast þegar sjöunda plata Woods lendir í plötubúðir. Hlustið á Size Meets the Sounds hér fyrir neðan.

 

 

Söngvari Interpol með nýja plötu

 

Paul Banks söngvari New York hljómsveitarinnar Interpol gefur út sína aðra breiðskífu þann 23. október næstkomandi. Banks gefur út undir listamannsnafninu Julian Plenti. Platan heitir Banks og fylgir á eftir plötu hans – Julian Plenti Is… Skyscraper sem kom út árið 2009. Hægt er að hlusta á lagið The Base, sem er  fyrsta smáskífan af plötunni hér fyrir neðan.

 

      1. paulbanks_-_thebase

Saint Lou Lou

Sænsk- áströlsku tvíburasysturnar í Saint Lou Lou gefa út sína fyrstu smáskífu 27. ágúst. Lagið heitir Maybe You og er draumkennt og poppað í einstökum flutningi systranna, sem spáð hefur verið mikilli velgengni af gagnrýnendum. Á plötunni verða einnig  endurhljóðblandanir frá CFCF, Oxford, Le Crayon, Good Night Keaton og Pyramid. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Lagalisti Vikunnar – Straumur 213

 

Hér er hægt að hlusta á þáttinn!

1) Cash, Diamond Rings, Swimming Pools – D E N A

2) The Trouble With Candyhands – Deerhoof

3) Yet Again – Grizzly Bear

4) Hippies Is Punks – Wavves

5) Mtn Tune – Trails And Ways

Japandroids umfjöllun og viðtal:

6) The Night Of Wine and Roses – Japandroids
7) Boys are leaving town – Japandroids
8) Young Heart Spark Fire – Japandroids
9) Younger Us – Japandroids
10) Wet Hair – Japandroids
11) The House That Heaven Built – Japandroids

12) Henrietta – Yeasayer

13) Blue Paper – Yeasayer

14) Reagan’s Skeleton – Yeasayer

15) Earthforms – Matthew Dear

16) Overtime – Matthew Dear

17) Crash Jam – Dan Deacon

18) The Descent – Bob Mould

19) I Know What Love Isn’t – Jens Lekman

20) Become Someone Else’s – Jens Lekman

21) Maybe You – Saint Lou Lou

Trails and Ways með sumarlag

Hljómsveitin Trails and Ways, sem kemur frá Oakland í Kaliforníu, sendi nýlega frá sér hið sumarlega lag Mtn Tune. Hljómsveitin er fjögurra manna og spilar tónlist með áhrifum frá heimstónlist, folk tónlist í bland við popp. Lagið var samið í fjallgöngu sem söngvari sveitarinnar – KBB fór í ásamt stúlku sem hann hafði lofað að verða ekki ástfangin af. En eins og lagið gefur til kynna var það loforð sem hann gat ekki staðið við. Hlustið á þetta sumarlag hér fyrir neðan helst út í sólinni.

 

 

Cat Power gefur loksins út

Tónlistarkonan Chan Marshall, betur þekkt undir listamannsnafninu Cat Power, gefur út sína 9. plötu – Sun þann 4. september næstkomandi. Platan er hennar fyrsta í sex ár sem inniheldur  eigið efni. Árið 2006, stuttu eftir að hún sendi frá sér plötuna Jukebox, tilkynnti Cat Power um plötuna Sun, sem var þá öll samin. Síðan þá hefur ýmislegt gengið á í einkalífi Marshall sem hefur tafið upptökur á plötunni, m.a. stormasamt samband  við leikarann Giovanni Ribisi, en eftir að því lauk snemma á þessu ári ákvað hún að drífa sig í studió til að klára plötuna. Á plötunni er talsvert meira um raftónlistar áhrif en á öðrum plötum Cat Power og hún notast mikið við tölvutrommur og hljóðgervla á henni. Hlustið á titillagið Sun og Manhattan hér fyrir neðan.

 

Sun

      1. 02 Sun

Manhattan

      2. 08 Manhattan

Yeasayer vítt og breitt á netinu

New York bandið Yeasayer sendi í dag frá sér tilkynningu þess efnis að hljómsveitin myndi næstu daga, senda frá sér mynbönd við öll lögin á væntanlegri plötu þeirra – Fragrant World, sem kemur út þann 21. ágúst. Myndböndin birtast á hinum og þessum tónlistarsíðum útum allt netið. Hægt er að hlusta á lögin Blue Paper, Regan’s Skeleton og Damaged Goods hér fyrir neðan. Vísbendingar um hvar lögin birtast er að finna á twitter síðu sveitarinnar.

 

 

Deerhoof með suðrænum áhrifum

San Francisco hljómsveitin Deerhoof sendi frá lagið The Trouble With Candyhands í gær. Lagið, sem er undir talsverðum suðrænum áhrifum, verður að finna á plötunni Breakup Song sem kemur út þann 4. september næstkomandi. Hljómsveitin spilaði á Iceland Airwaves árið 2007 og hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtal sem við áttum við hljómsveitarmeðliminn Greg Saunier frá þeim tíma, auk nýja lagsins The Trouble With Candyhands.

Viðtal 2007:

      1. Deerhoof