Lagalisti Vikunnar – Straumur 212

Hlusta hér!

1) Ruin – Cat Power

2) Today’s Supernatural – Animal Collective

3) Elephant – Tame Impala

4) Plague – Crystal Castles

5) What’s in Your Head (Mak & Pasteman Remix) – Disclosure

6) FSU – Best Fwends 

      1. FSU MP3

7) Cherokee – Cat Power

8) Sun – Cat Power

9) 3, 6, 9 – Cat Power

10) Manhattan – Cat Power

11) Locomotion – Blonds

12) Two Steps – Bear Mountain

13) Better – Teen

14) Phone Sex (Jensen Sportag Remix) – Blood Diamonds feat Grimes

15) Floral Bloom – DREΛMCΛST

16) The Wave (Flight Facilties remxi) – Miike Snow

17) This Chain Won’t Break – Wild Nothing

18) Harps – The Sea and Cake

19) I Don’t Mind – Sebadoh

20) Keep the Boy Alive – Sebadoh

21) Blues – Sudden Weather Change

22) Born to be Free – Borko

23) You know – Micachu And The Shapes

24) Top Floor – Micachu And The Shapes

25) The Outcast (ft. Pillowtalk) – DJ Tennis 

      2. The Outcast feat. Pillowtalk

26) How To Love – School Of Seven Bells

Bear Mountain

Elektró hljómsveitin Bear Mountain, frá Vancouver í Kanada, gefur út sína fyrstu plötu – XO þann 7. ágúst. Bear Mountain byrjaði sem sólóverkefni tónlistarmannsins Ian Bevis, sem fljótlega eftir útgáfu sinnar fyrstu ep plötu fékk vin sinn Kyle Statham til liðs við sig. Fyrsta smáskífan af XO heitir Two Step og er ótrúlega grípandi elektró lag með hressilegum sömplum. Hlustið á það hér fyrir neðan.

 

Útvarp Animal Collective

Bandaríska tilrauna rokkhljómsveitin Animal Collective mun setja á stað útvarpsstöð á netinu klukkan 1 eftir miðnætti á íslenskum tíma. Hægt verður að hlusta stöðina á vefslóðinni www.radio.myanimalhome.net. Tilgangurinn með útvarpsstöðinni er að kynna væntanlega plötu sveitarinnar – Centipede Hz, sem kemur út þann 3. september næstkomandi. Hljómsveitarmeðlimurinn Panda Bear mun stjórna  útsendingu ásamt góðum gestum líkt og Black Dice og Haunted Graffiti.  Hljómsveitin sendi frá sér myndband í dag þar sem tilkynnt var um þetta.

Flight Facilities endurhljóðblanda Miike Snow

Ástralska elektró dúóið Flight Facilties sendi á dögunum frá sér endurhljóðblöndun af laginu The Wave, með sænsku hljómsveitinni Miike Snow af plötu þeirra Happy To You sem kom út fyrr á þessu ári. Flight Facilties nálgast 50 þúsund aðdáendur á facebook og sendu því lagið frá sér í tilefni af því. Hlustið á þessa frábæru endurhljóðblöndun hér fyrir neðan.  

Nýtt myndband með Tilbury

Hljómsveitin Tilbury sendi í gær frá sér sitt annað myndband af sinni fyrstu plötu Exorcise sem kom út í vor. Myndbandið við lagið Drama sýnir andsetna garðveislu og  er  kvikmyndað í einu skoti. Því er  leikstýrt af Helga Jóhannssyni og framleitt af Atla Viðari Þorsteinssyni. Tilbury mun spila á tíu ára afmæli Innipúkans, sem fram fer um Verslunarmannahelgina. Hljómsveitin fer á svið klukkan 2:00 á laugardagskvöldinu í Iðnó. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir neðan.

Angel Haze

New York rapparinn Angel Haze sendi nýlega frá sér mixtape að nafninu Reservation.  Haze, sem er aðeins tvítug, hefur samið tónlist frá 11 ára aldri. Henni hefur oft verið líkt við jafnaldra sinn Azealia Banks sem einnig kemur frá New York, þær eru þó frekar ólíkir listamenn þegar nánar er gáð. Smáskífurnar New York og Werkin’ Girls komu út fyrr á þessu ári og hafa gagnrýnendur víða ausið Haze lofi. Hægt er að hlusta á Reservation í heild sinni  hér fyrir neðan.

Bloc Party senda frá sér nýtt lag

Breska hljómsveitin Bloc Party sendi í dag frá sér lagið Day Four, sem verður á væntanlegri fjórðu plötu sveitarinnar – Four sem kemur út þann 20. ágúst næstkomandi. Bloc Party gaf síðast út plötuna Intimacy árið 2008. Í fyrra voru sögusagnir um að Kele Okereke, söngvari hljómsveitarinnar, hefði yfirgefið hana eftir að restin af hljómsveitarmeðlimum fóru í hljóðver án hans. Allt virðist þó vera fallið í ljúfa löð innan Bloc Party sem mun hefja tónleikaferðalag innan skamms. Hlustið á lagið Day Four hér fyrir neðan.

Bombay Bicycle Club Remixa Of Monsters and Men

Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men sendi í dag frá sér endurhljóðblöndun af lagi sínu Little Talks sem breska hljómsveitin Bombay Bicycle Club gerði. Lagið er talsvert breytt frá upprunalegu útgáfunni. Hlustið á það hér fyrir neðan.

 

The Shins með The Magnetic Fields ábreiðu

Bandaríska hljómsveitin The Shins spiluðu ábreiðu af The Magnetic Fields laginu Andrew In Drag í útvarpsþættinum Triple J í Ástralíu á dögunum. Lagið kom upprunalega út á plötu The Magnetic Fields – Love at the bottom of sea í mars á þessu ári. Hægt að horfa á The Shins spila lagið hér fyrir neðan og  hið skemmtilega myndband The Magnetic Fields við lagið.