Nýtt lag frá Bombay Bicycle Club

Það var kominn tími til að indí sveitin Bombay Bicycle Club léti í sér heyra. Ekkert nýtt efni hefur komið frá þeim félögum síðan 2011 þegar þriðja plata þeirra A Different Kind Of Fix kom út. Sveitin vinnur hins vegar nú að sinni fjórðu breiðskífu og hefur fyrsta smáskífan fengið að líta dagsins ljós. Lagið ber titilinn „Carry Me“ og á samkvæmt meðlimum að marka breytingu á tónlistarstefnu bandsins. Lucy Rose sem áður hefur sungið með hljómsveitinni á heiðurinn að lofkenndri bakrödd í laginu. Einnig fylgir útgáfu lagsins frumlegt myndband sem sjá má hér.

Bombay Bicycle Club Remixa Of Monsters and Men

Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men sendi í dag frá sér endurhljóðblöndun af lagi sínu Little Talks sem breska hljómsveitin Bombay Bicycle Club gerði. Lagið er talsvert breytt frá upprunalegu útgáfunni. Hlustið á það hér fyrir neðan.