Nýtt myndband með Tilbury

Hljómsveitin Tilbury sendi í gær frá sér sitt annað myndband af sinni fyrstu plötu Exorcise sem kom út í vor. Myndbandið við lagið Drama sýnir andsetna garðveislu og  er  kvikmyndað í einu skoti. Því er  leikstýrt af Helga Jóhannssyni og framleitt af Atla Viðari Þorsteinssyni. Tilbury mun spila á tíu ára afmæli Innipúkans, sem fram fer um Verslunarmannahelgina. Hljómsveitin fer á svið klukkan 2:00 á laugardagskvöldinu í Iðnó. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *