Franska hljómsveitin Phoenix sem átti eina af betri plötum ársins 2009 Wolfgang Amadeus Phoenix snýr til baka með sína fimmtu plötu Bankrupt! 23. apríl. Í dag rataði fyrsta lagið af plötunni á netið. Lagið heitir Entertainment og hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan.
Author: olidori
Lag með múm og Kylie Minogue
Samstarfsverkefni íslensku hjómsveitarinnar múm og söngkonunnar Kylie Minogue leit dagsins ljós í dag. Lagið Whistle var unnið með Árna Rúnari úr FM Belfast og var notað í kvikmyndinni Jack & Diane. Hljómsveitin stefnir á útgáfu á nýrri plötu næsta haust og er líklegt að lagið verði þar að finna.
Fyrsta smáskífan af fimmtu plötu The Strokes
New York hljómsveitin The Strokes sendi í kvöld frá sér fyrstu smáskífuna af fimmtu plötu sveitarinnar Comedown Machine sem kemur út 26. mars. Lagið heitir All The Time og þykir hljómur þess minna á hljóm upphafsára hljómsveitarinnar sem gáfu út sína fyrstu plötu Is This It árið 2001. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.
Kurt Vile með nýja plötu
Kurt Vile mun gefa út plötuna Walkin On A Pretty Daze þann 9. apríl. Platan sem er 69 mínútur að lengd var tekin upp af upptökustjóranum John Agnello í hinum ýmsu upptökuverum í Bandaríkjunum seinni hluta síðasta árs. Síðasta plata Vile Smoke Ring For My Halo var plata ársins hér í Straumi árið 2011. Hlustið á opnunarlagið af plötunni hér fyrir neðan.
Söngvari The Troggs látinn
Reg Presley söngvari bresku hljómsveitarinnar The Troggs lést í gærkvöldi 71 árs að aldri eftir baráttu við lungnakrabbamein. Presley gerði garðinn frægan ásamt hljómsveit sinni á 7. áratugnum með lögum á borð við Wild Thing, With a Girl Like You og Love Is All Around. The Troggs hafa haft gríðarleg áhrif á hina ýmsu bílskúrsrokk tónlistarmenn og hljómsveitir í gegnum tíðina og hægt er nefna MC5, Iggy Pop og Buzzcocks í því samhengi. Presley var helst þekktur í seinni tíð fyrir skrif sín um geimverur en árið 2002 gaf hann út bókina Wild Things They Don’t Tell Us. Allar tekjur sem hann fékk fyrir ábreiðu Wet Wet Wet á lagi hans Love Is All Around sem var notað í kvikmyndinni Four Weddings and A funeral gaf hann til rannsókna á hinum dularfullu„cropcircles“ eða akurhringjum. Fyrir neðan má sjá The Troggs flytja lagið With a Girl Like You og einnig heyra ábreiðu Dave Sitek úr hljómsveitinni TV On The Radio af laginu.
Straumur 4. febrúar 2013
Í Straumi í kvöld skoðum við fyrstu plötu My Bloody Valentine í 22 ár, kíkjum á væntanlega plötu frá Adam Green & Binki Shapiro og heyrum nýtt efni frá Iceage, Surfer Blood, Wavves og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!
1. hluti:
2. hluti:
3. hluti:
1) New you – My Bloody Valentine
2) Only Tomorrow – My Bloody Valentine
3) If I Am – My Bloody Valentine
4) Weird Shapes – Surfer Blood
5) Roundkick – The Embassy
6) International – The Embassy
7) Here I Am – Adam Green & Binki Shapiro
8) I Never Found Out – Adam Green & Binki Shapiro
9) Pity Love – Adam Green & Binki Shapiro
10) Timeaway – Darkstar
11) You Don’t Need A Weatherman – Darkstar
12) Demon To Lean On – Wavves
13) In Haze – Iceage
14) Morals – Iceage
15) Wounded Hearts – Iceage
16) Who Sees You – My Bloody Valentine
Þriðja plata My Bloody Valentine komin út
Írska shoegaze hljómsveitin My Bloody Valentine gaf út sína þriðju plötu, þá fyrstu frá því að platan Loveless kom út árið 1991, í gærkvöldi. Platan heitir mbv, er níu laga og er vel biðarinnar virði. Söngvari sveitarinnar Kevin Shields skýrði frá því á síðasta ári að hann hefði hafið gerð plötunnar á tíunda áratugnum og sögusagnir segja að hann hafi hent gríðarlega miklu efni við gerð hennar. Hægt er að nálgast plötuna á heimasíðu hljómsveitarinnar. Hlustið á lögin Who Sees You, Only tomorrow og New You hér fyrir neðan
Fort Romeau með nýja smáskífu
Raftónlistarmaðurinn Fort Romeau frá London sem átti eitt af lögum ársins hjá okkur á síðasta ári gefur út nýja smáskífu þann 11. mars. Lagið SW9 er á A-hliðinni, en það lag hefur verið í umferð frá því í fyrra, lagið á B-hliðinni Love (dub) kom svo á netið í dag og er það ekki síðra. Hlustið á það hér fyrir neðan.
The Strokes gefa út Comedown Machine
Fimmta plata bandarísku indie-rokk hljómsveitarinnar The Strokes frá New York hefur fengið nafnið Comedown Machine og mun koma út 26. mars. Fyrsta smáskífan af plötunni heitir All the Time og kemur út 19. febrúar. Í síðustu viku sendi hljómsveitin frá sér lagið One Way Trigger sem einnig verður að finna á plötunni. Fyrir ofan má sjá plötuumslag Comedown Machine sem sýnir nafn hljómsveitarinnar og plötunnar á gömlu hulstri utan um upptökubönd frá plötufyrirtæki The Strokes RCA. Hlustið á One Way Trigger hér fyrir neðan.
Íslensk-kanadískur hrærigrautur á Faktorý
Tónleikahaldararnir Oki Doki sjá um íslensk-kanadíska risahrærigrautstónleika sem fram fara á Faktorý í kvöld. Viðburðurinn hefur fengið nafnið Sonic Waves og fram koma Prins Póló og Benni Hemm Hemm ásamt kanadísku tónlistarmönnunum Woodpigeon, Clinton St. John, Samantha Savage Smith og Laura Leif.
Tónlistarmennirnir vinna um þessar mundir saman að umfangsmiklu verkefni, þar sem þeir leika á tónleikum á Íslandi og í Kanada. Tónleikarnir verða með óhefðbundnu sniði þar sem allir munu bæði koma fram með eigið efni sem og saman í einum hrærigraut. Miðaverð á tónleikana er 1000 kr og hefjast þeir á slaginu 22:00. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Oki Doki tóku á æfingu hjá tónlistarmönnunum á dögunum.