Bowie sendir frá sér myndband við nýtt lag

Goðsögnin David Bowie sendi  frá sér annað myndbandið fyrir lag af væntanlegri plötu sinni The Next Day í gærkvöldi. Myndbandið er við lagið The Stars (Are Out Tonight)  og leikur Bowie í því sjálfur ásamt leikkonunni Tilda Swinton.

Bowie hefur látið lítið fara fyrir sér undanfarin ár en þetta verður fyrsta breiðskífa hans frá því Reality kom út árið 2003. Upptökum á plötunni stjórnaði Tony Visconti sem hefur áður unnið með Bowie, meðal annars á plötunum Young Americans, Low og Heroes. Hægt er að horfa á myndbandið við lagið, The Stars (Are Out Tonight), hér fyrir neðan en söguþráður þess er sá að venjulegt par (leikið af Bowie og Swinton) er elt uppi af öðru pari öllu frægara.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *