Sónar – heill hellingur af gleði í Hörpu

Föstudagskvöldið byrjaði í skóginum, með tónleikum breska listamannsins Forest Swords í Norðurljósasalnum. Þeir voru tveir á sviðinu, annar við tölvu og apparöt og hinn lék undir á bassa. Þetta var trippy raftónlist með alls konar skrýtnum hljóðum og heimstónlistaráhrifum, indverskum sítörum og afrískum áslætti. Allt í allt, áhugavert.

 

Það var síðan áframhaldandi útivistarstemmning í Norðurljósasalnum því á tónleikum Sin Fang var söngvarinn Sindri Már inni í litlu kúlutjaldi sem var staðsett á miðju sviðinu. Hann var þar með kameru og andliti hans varpað á risatjald á sviðinu, sem skapaði skrýtna – á svona Blair Witch Project-legan hátt – stemmningu. Þetta var áhugavert í byrjun en gimmikkí og þreytt eftir þrjú lög, og ég hefði viljað sjá hann stíga út úr tjaldinu á endanum.

 Nýtt Gusgus og massívir magnarar

Þá var haldið yfir á Gusgus sem voru að koma fram í fyrsta skipti (eftir því sem ég best veit?) eftir að Högni sagði skilið við sveitina. Þeir tóku ýtt efni sem hljómaði prýðisvel, voru með rosalega flott lazer-show og renndu meirað segja í gamla slagarann David, þó að Urður hafi verið fjarri góðu gamni.

 

Þvínæst héldum við á hávaðapoppbandið Sleigh Bells í Norðurljósasalnum. Tveir gítararleikarar voru fyrir framan risastóra veggi af magnarastæðum og framkölluðu risastór riff meðan söngkonan Alisson Krauss lék á alls oddi. Kvöldið endaði svo á berlínsku rafhetjunum í Moderat sem léku melódískt tekknó af fádæma krafti og fágun.

Djassaður Dilla 

Á laugardeginum byrjaði ég á því að sjá íslenska rafrökkurbandið aYia. Þau voru klædd í svartar hettupeysur og spiluðu dimmt og tilraunakennt trip hop. Næst á svið í Silfurbergi var heiðursbandið Dillalude. Það er tileinkað tónlist bandaríska taktsmiðsins J Dilla og félagarnir léku djassaðan spuna yfir takta meistarans af einstakri smekkvísi og lipurð.

 

Alva Islandia hélt uppi nafni sínu sem “Bubblegum Bitch” og drefði tyggjói um allan Norðurljósasalinn og bleik og japönsk Hello Kitty fagurfræði var allt um lykjandi. Kött Grá Pjé rokkaði Silfurberg með bumbuna út eins og honum einum er lagið en leið okkar lá niður í Kaldalón að sjá hina kanadísku Marie Davidson. Það var eitt allra besta atriði hátíðarinnar og Marie bauð upp á ískrandi analog tekknó og rafpopp, þannig það var ekki sitjandi sála í Kaldalóni. Eftir þetta var Fatboy Slim hálfgerð vonbrigði. En Sónar-hátíðin stóð fyllilega fyrir sínu þetta árið og ég er strax farinn að hlakka til næstu.

Fleet Foxes og Billy Bragg á Airwaves

Nú rétt í þessu var tilkynnt um fyrstu nöfn þeirra hljómsveita og listamanna sem hafa verið staðfestir á næstu Iceland Airwaves hátíð og þar eru stærstu nöfnin bandaríska folkpoppsveitin Fleet Foxes og breska söngvaskáldið Billy Bragg. Fleet Foxes munu spila á tveimur tónleikum í eldborgarsal Hörpu, þar sem selt verður inn á þá fyrri en þeir seinni aðgengilegir armbandshöfum svo lengi sem húsrúm leyfir. Hér eru þau nöfn sem tilkynnt voru í dag:

aYia

Billy Bragg (UK)

Childhood (UK)

Cyber

Fleet Foxes (US)

Hildur

Hórmónar

Alexander Jarl

JFDR

KÁ-AKÁ

Lido Pimienta (CF)

Lonely Parade (CA)

Mammút

Shame (UK)

Sturla Atlas

Tófa

Fyrsti í Sónar – Örvar án múm og raddlaus rappari

Það er alltaf eftirvænting í lofti á fyrsta degis Sónars og ég hóf kvöldið á því að sjá eitt besta live-band á Íslandi í dag, Hatara. Hatari taka tónleikana sína alvarlega og eru innblásnir af leikhúsi og gjörningalist. Tónlistin er pönkað iðnaðarelektró og söngvararnir tveir klæðast búningum sem daðra við fasíska fagurfræði. Það var feikilegur kraftur í þeim og til halds og trausts höfðu þeir nútímadansara með gasgrímur. Textarnir eru svo kapítuli út af fyrir sig, ljóðrænn níhílismi af bestu sort. „Ómagar sameinist/bak í bak og dansið“ skipuðu Hatari og áhorfendur hlýddu sem í leiðslu.

 

Næst á svið í Silfurbergi var kanadíska rapppían Tommy Genesis sem góður rómur hafði verið gerður að. Það verður bara segjast eins og er, hún var arfaslök. Hana skorti í fyrsta lagi mikilvægasta eiginleika rappara: rödd. Hún var andstutt og það var alltaf sami ryðminn í flæðinu sem varð þreyttur eftir hálft lag. Ég flúði því af hólmi niður í Kaldalón til að sjá Örvar úr múm spila sólóefni í fyrsta skiptið, og sá svo sannarlega ekki eftir því. Örvar var einn fyrir framan massíft græjuborð og söng í gegnum vókóder. Eitt lagið minnti mig á Jan Hammer, annað á Air upp á sitt besta og stundum var heilmikið Boards of Canada í töktunum. Þetta var dásamlega melódískt og ofgnótt af fallegum synþalínum, og mig hlakkar til að heyra þetta á plötu. Besta atriði kvöldsins var komið í sarpinn.

 

GKR stendur alltaf fyrir sínu og hann hoppskoppaði um sviðið í Silfurbergi eins og honum einum er lagið. Berlínski tekknópresturinn úr Berghain, Ben Klock, stóð síðan fyrir suddalegu og myrku partýi í bílakjallaranum og dúndraði ísköldi naumhyggjutekknói í mannskapinn sem dansaði út í hið óendanlega. Vatican Shadow átti síðasta settið í sitjandi salnum, Kaldalóni, og fékk alla upp úr sætunum með tilraunakenndri rafgeggjun. Ég náði svo síðustu 20 mínútunum af FM Belfast sem tóku maraþon útgáfu af Underwear og splæstu inn í það köflum úr Killing in the Name of og Fight for your right to party. It goes without saying svo að confetti kom við sögu og tryllingurinn var áþreifanlegur og óþreyjufullur. Frábæru fyrsta kvöldi af Sónar var hérmeð lokið þar sem uppgötvun kvöldsins og það sem upp úr stað var: Örvar í múm er líka frábær einn og ekki í múm.

Davíð Roach Gunnarsson

Spennandi erlent á Sónar

Fimmta Sónarhátíðin í Reykjavík hefst í dag en ógrynni hljómsveita, rafgeggjara og plötusnúða munu trylla lýðinn í fjórum mismunandi sölum Hörpu um helgina. Hér á eftir fara þau erlendu atriði sem Straumur telur ástæðu til að fólk leggi lykkju á leið sína til að sjá.

Nadia Rose

Þessi unga breska rappynja hefur attitúd í gámavís og flæðir eins og Amazon á regntímabilinu. Eftir stórvelheppnað mynd við lagið Skwod er hún sentímetrum frá heimsfrægð.

 

Sleigh Bells

Noise-poppbandið Sleigh Bells hafa skilið eftir sig frábær lög og plötur og enginn ætti að missa af þeim í Norðurljósasalnum á föstudagskvöldinu. Ritstjórn Straums getur staðfest að það verður enginn svikinn af tónleikum með þeim en á Hróarskeldu 2014 lék söngkonan Alexis Krauss á als oddi í tryllingslegri sviðsframkomu og bókstaflega labbaði á áhorfendum.

 

Marie Davidson

Kanadíska ljóðskáldið og elektrókonan Marie Davidson er listamaður af guðs náð og átti eitt besta lag síðasta árs, Naive To The Bone. Hún spilar á miðnætti í Kaldalóni og enginn raftónlistarunnandi með snefil af sjálfsvirðingu ætti að láta það fram hjá sér fara.

 

Moderat

Berlínsku ofurtekknóhetjurnar í Modarat léku á stórfenglegum tónleikum á Airwaves í listasafninu fyrir örfáum árum og við höfum enga trú á öðru en að þeir muni endurtaka leikinn þegar þeir loka föstudagskvöldinu í Silfurbergi.

 

Forest Swords

Bretinn Matthew Barnes sem gengur undir listamannsnafninu Forest Swords framleiðir tilraunatónlist sem víkkar bæði hugi og hlustir áheyrenda sinna. Hann spilar í Norðurljósum á föstudagskvöldinu og er líklegur til að taka viðstadda með sér í ferðalag um ókannaðar lendur mannshugans.

 

BEA1991

Hin hollenska listakona BEA1991, sem hefur meðal annars starfað með Blood Orange, framleiðir ævintýralegt rafpopp þar sem andríki drýpur af hverjum takti. Hún kemur fram í Kaldalóni á laugardagskvöldinu og lofar sínu allra besta.

 

Giggs

Grjótstinni Grime-rapparinn Giggs hefur hægt en örugglega brotið sér leið á toppinn í senu þar sem samkeppnin er næstum jafn hörð og hann. Ekki fyrir viðkvæma. Norðurljós. Laugardagur.

Tónleikahelgin 2.-4. febrúar

 

Fimmtudagur 2. Febrúar

 

Axel Flóvent og RuGL spila á Húrra. Miðaverð er 1500 og tónleikarnir byrja 20:00.

 

Þórir Georg spilar á Hlemmi Square, byrjar 21:00 og aðgangur ókeypis.

 

Suður-Kóreska söngkonan Song-Hee Kwon spilar í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 3. febrúar

 

Rapptónleikar sem eru hluti af Safnanótt verða um borð í varðskipinu Óðni við Sjóminjasafnið í Reykjavík. Það er ókeypis inn og dagskráin er eftirfarandi:

 

19:00 DJ Pixxa

19:30 Cyber

20:00 Alvia Islandia

20:30 Cryptochrome

21:00 DJ Pixxa

 

Bandaríski hljóðlistamaðurinn Stephen Dorocke spilar í Mengi og sérstakur gestur á tónleikunum verður Berglind María Tómasdóttir, flautuleikari og tónskáld. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Hljómsveitin Kvika spilar á Dillon, ókeypis inn og byrjar 22:00.

 

Laugardagur 4. febrúar

 

Dúettinn Silent People og raftónlistarmaðurinn Ástvaldur koma fram í Mengi. Byrjar 21:00 og kostar 2000 inn.

 

Hljómsveitirnar Rhytmatik og Snowed In spila á Dillon. Þær lofa miklu stuði og hefja leik 22:00 og það kostar ekkert inn.

Nýtt lag með Arcade Fire

Kanadíska indírisarnir í Arcade Fire voru að gefa út nýtt lag, I Give You Power, sem er það fyrsta sem heyrist frá sveitinni frá því platan Reflektor kom út fyrir rúmlega þremur árum síðan. Lagið er með hörðum rafrænum takti og það er goðsagnakennda sálarsöngkonan Mavis Staples, úr The Staple Singers, sem ljær laginu rödd sína. Heyrn er sögu ríkari:

Tónleikahelgin 19.–21. janúar

 

Fimmtudagur 19. janúar

 

asdfhg spila á Hlemmi Square klukkan 21:00. Aðgangur ókeypis.

 

Í Mengi verða Tónleikar með Kvæðamannafélaginu Iðunni og Tríóinu B’ CHU sem skipað er Erik DeLuca, Birni Jónssyni og Þorsteini Gunnari Friðrikssyni og franska listamanninum Anthony Plasse. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Tappi Tíkarrass spilar á Húrra. Hefst 20:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Rhytmatik spila á Dillon. Byrja að spila 21:00 og ókeypis inn.

 

Nick Jameson og Jackson Howard spila á Gauknum. Leikar hefjast 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Föstudagur 20. Janúar

 

Gyðu Valtýsdóttur sem flytur eigin lög og texta, studd gítar, selló og söngrödd í Mengi. Hefst 21:00 og kostar 2000 krónur inn.

 

Hljómsveitin Forks & Knives spilar á Dillon. Byrjar 22:00 og aðgangseyrir enginn.

 

Laugardagur 21. Janúar

 

Sönghópurinn Trio Mediaeval ásamt Arve Henriksen, Hilmari Jenssyni og Skúla Sverrissyni kemur fram á tónleikum í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir byrja 19:00 og aðgangseyrir er 3000 krónur.

 

Rokksveitin Akan spilar á Dillon. Byrjar 22:00 og ókeypis inn.

Tónleikahelgin 13.–14. janúar

 

Föstudagur 13. Janúar

 

Tónlistarverðlaun tímaritsins The Reykjavík Grapevine verða afhent á Húrra. Hatari, aYia og Fufanu koma fram og það er ókeypis inn. Byrjar klukkan 20:00.

 

Upphitun fyrir tónlistarhátíðina Norðanpaunk verður haldin á Gauknum. Fram koma Meinhof, Godchilla og Dauðyflin, og einning verða lesin upp ljóð. Aðgangseyrir er 1000 krónur og ballið byrjar 21:00.

 

Jazztríóið Asa kemur fram á Dillon, ókeypis inn og byrjar 22:00.

 

Laugardagur 14. Janúar

 

Það verður blásið til pönkveislu í Port Gallery, Laugavegi 32b. Fram koma Dead Herring PV, Meinhof, Panos From Komodo, ROHT, og GRIT TEETH. Það kostar 1000 krónur inn og tónleikarnir byrja 20:00.

 

Fiðluleikarinn Hiraku Yamamoto úr japönsku hljómsveitinni Nabowa kemur fram á Kex Hostel ásamt píanóleikaranum Yuma Koda, Teiti Magnússyni og Þorgerði Gefjun Sveinsdóttur.

 

Fönksveitin Óregla kemur fram á Dillon, ókeypis inn og byrjar 22:00.

Giggs, Ben Klock og GKR á Sónar

Breski grime-rapparinn Giggs, þýski plötusnúðurinn Ben Klock (sem spilar reglulega í Tekknó-musterinu Berghain í Berlín) og íslenski rapparinn GKR eru meðal nýrra listamanna sem voru tilkynntir á Sónar hátíðina sem fram fer í Hörpu 16.–18. febrúar. Þá einnig tilkynnt um breska rapparann Nadiu Rose, hina íslensku Alva Islandia, plötusnúðinn Frímann og hip hop sveitin Sturla Atlas. Þá mun Berlínski plötusnúðurinn Blawan taka höndum saman með íslenska tekknótröllinu Exos en tvíeykið mun standa fyrir tveggja tíma dagskrá í bílakjallaranum.

Þetta er í fimmta sinn sem Sónar hátíðin fer fram í Hörpu en áður hafði verið tilkynnt að stórkanónur eins og Moderat, Fatboy Slim og De La Soul myndu koma fram.

Retro Stefson gefa út Scandinavian Pain

Hljómsveitin Retro Stefson gaf út óvænt á jóladag sína síðustu plötu, EP plötuna Scandinavian Pain. Sveitin hafði áður gefið það upp að hún hyggðist hætta starfsemi í bili og halda sína síðustu tónleika í Gamla Bíói 30. desember. Scandinavian Pain er fjögur lög af slípuðu danspoppi með melankólískum undirtón eins og sjá má á titli plötunnar og laganna.