Tónleikar vikunnar 30. nóvember – 3. desember

Af nóg er að taka fyrir tónleikaþyrsta þessa viku!

Miðvikudagur 30. nóvember

Í tilefni nýrrar breiðskífu Suð, Meira suð!, er blásið til indie rokk veislu á Húrra. Að auki stíga Knife Fights og Jón Þór á stokk. Húsið opnar klukkan 20:00 og það kostar 1.000 kr inn.

Færeyski tónlistarmaðurinn Heiðríkur kemur fram á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Fimmtudagur 1. desember

Berndsen og One Week Wonder koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það kostar 1500 kr inn.

Í tilefni nýrrar útgáfu á tónverkum Dark Vibra, sem skipaður er Kristni Má Pálmasyni og Baldri J. Baldurssyni, hefur dúettinn fengið til liðs við sig fjóra listamenn til að gera sjö myndbönd við jafnmörg verk nýju plötunnar. Listamennirnir sem um ræðir eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Christian Elgaard, Emiliano Monaco og Nicolas Liebing. Myndböndin verða sýnd í Mengi og blandast dramatískri tónlist Dark Vibra en auk þess mun Ásdís Sif Gunnarsdóttir flytja gjörning. Miðaverð: 2000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Dauðyflin, ROHT, Dulvitund og Mannveira koma fram á Djöflagangi á Gauknum. Fyrsta band á svið 22:00. 1000 krónur inn.

Skúli mennski leikur sín allra bestu lög í blönd við önnur á Café Rosenberg klukkan 21:00. Jólalag verður látið flakka, geisladiskar og stuttermabolir verða á sérstöku fyrsta des jólatilboði. 1000 krónur í aðgangseyri.

Jólatónleikar með Snorra Ásmundssyni & Högni Egilssyni í Gym & Tonic salnum á Kex Hostel klukkan 21:00.

Föstudagur 2. desember

Ljóð, gjörningar og tónlist í flutningi listamannanna Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur og Marteins Sindra Jónssonar í Mengi klukkan 21:00. Ragnheiður Harpa flytur ljóð og Marteinn Sindri spilar tónlist. Saman spinna þau stund þar sem ljóð, performans og músík verða kjölfestan ásamt mjúku töfrunum sem búa í nóttinni.

FALK kynnir Damien Dubrovnik (DK), AMFJ og Hatari á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 2000 kr inn.

Laugardagur 3. desember

Bíó Paradís og amiina kynna kvikmyndatónleika í tilefni af nýjustu útgáfu hljómsveitarinnar, þar sem saman fara kvikmyndin Juve contre Fantômas (1913) og lifandi tónlist hljómsveitarinnar amiinu. Tónleikarnir fara fram í stóra salnum í Bíó Paradís, þeir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2500 kr inn.

Pink Street Boys, Future Figment & Skelkur í Bringu á Bar 11 f´ra klukkan 22:00. Það kostar 1000 kr inn.

Skúli mennski heiðrar Skúla Mennska í Gym & Tonic klukkan 21:00.

Straumur 28. nóvember 2016

Í Straumi í kvöld verður tekið fyrir glænýtt efni frá Theophilus London, The Weeknd, Seven Davis Jr, Kero Kero Bonito, Jae Tyler auk margra annara listamanna. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977!

1) Life as a Wall – Jae Tyler
2) Revenge (ft. Ariel Pink) – Theophilus London
3) Sidewalks (ft. Kendrick Lamar) – The Weeknd
4) A Lonely Night – The Weeknd
5) Pacify – Kauf
6) It’s True – Seeing Hands
7) Felicia – Seven Davis Jr
8) 99 Candles – Seven Davis Jr
9) Try Me – Kero Kero Bonito
10) Chiba Days – Gold Panda
11) Time Eater (Fort Romeau Remix) – Gold Panda
12) Natural Blue – Julie Byrne

Straumur 21. nóvember 2016

Tónlistarmennirnir D∆WN, Machinedrum, Sylvan Esso, Shura, Justice auk margra annara koma við sögu í útvarpsþættinum Straumi með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Love Under Lights – D∆WN
2) Voices – D∆WN
3) Do it 4 U ft. D∆WN (Darq E Freaker Remix) – Machinedrum
4) Kick Jump Twist – Sylvan Esso
5) Nothing’s Real (Lindstrøm & Prins Thomas Remix) – Shura
6) Alone With You (feat. Cleopold) [Purple Disco Machine Remix] – Kraak & Smaak
7) untitled | 7.14.15 – Wallflower
8) Stop – Justice
9) Face Like Thunder – The Japanese House
10) Division (Heathered Pearls Remix) – Tycho
11) Nothin (ft. Syd) – Kkingdomm

 

Meira GKR

Rapparinn GKR sem gaf út sína fyrstu EP plötu í vikunni sendi frá sér myndband við lagið Meira af plötunni fyrr í dag. Í myndbandinu er GKR útum allt og það er greinilegt að hann þráir eitthvað meira. GKR leikstýrði myndbandinu sjálfur, en það var tekið upp af Bjarna Felix Bjarnasyni, klippt af Guðlaugi Eyþórssyni og Bendikt Andrason sá um listaræna leikstjórn.

 

Mugison – Notið í botn

Staða Mugisons er einstök í íslensku tónlistarlífi. Eftir hina tilraunakenndu Lonely Mountain sló hann rækilega í gegn með Mugimama is this Monkeymusic sem er að mínu mati ein besta plata íslenskrar tónlistarsögu. Hann færði sig út í groddalegt  70’s rokk á Moogie Boogie og varð síðan tengdasonur allrar þjóðarinnar með hinni ljúfsáru Hagl él þar sem hann söng á íslensku. En síðan eru liðin fimm ár og þessi nýja plata kom nánast eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Þrátt fyrir að það væri ómögulegt að vera illa við Hagl él, hafði ég lengi saknað gamla Mugison sem var meira wildcard. Á plötum eins og Mugimama…. gekk tilraunakennd raftónlist í anda Warp útgáfunnar hönd í hönd við vískímettaðan blús og kassagítarballöður um ástina.

Þessi nýja plata er að einhverju leyti afturhvarf í rætur Mugison. Íslenskan og sveitarómantíkin er farin og í staðinn er kominn meiri tilraunagleði í hljóminn og fjölbreytni í lagasmíðum. Í fyrsta laginu syngur hann „I’m working/On Something/Don’t know where/Im going og maður ímyndar sér að hann sé að syngja um sköpunarferli plötunnar sjálfrar. Eitt nýtt sem einkennir þessa plötu eru smekklegar brass-útsetningar sem eru í burðarhlutverki á plötunni.

 Ýlfrandi ástríða

Til dæmis í Please, öðru lagi plötunnar, þar sem koma saman vinnukonugrip, trommuheilatakur, skokkandi brass-sveifla og Mugison sjálfur flexar sataníska takta í raddbeytingu á köflum. Svo strax í næsta lagi er dettur hann í hugljúfa ástarballöðu sem minnir rosa mikið á Mugimama, en þó ekkert eitt sérstakt lag af henni.


Tipzy King er yndisfallegt lag um að vera fullur af áfengi og nostalgíu og svo á hæla þess kemur auðvitað Hung Over, um að hann ætli aldrei að drekka aftur. Wolf er með þungri brass-sveiflu og Mugison hreinlega ýlfrar eins og varúlfur í átt að tunglinu í viðlaginu.

Það er mjög margt í þessari plötu þó hún telji aðeins um 30 mínútur. Hún er rokkuð, róleg, drukkin, þunn og stútfull af tilfinningum. Hún er líklega ekki alveg allra, eins og Hagl él var, en það er beittar broddur, hressari gredda og meiri leikgleði á henni en flestum íslenskum plötum sem hafa komið út í ár. Platan heitir því kókakólalega nafni Enjoy sem er skemmtilega bókstaflegt, því guð veit ég naut hennar í ystu æsar og það eiga þúsundir annarra eftir að gera líka. Velkominn aftur Mugison.

Davíð Roach Gunnarsson

Gimme Danger í Bíó Paradís

Bíó Paradís frumsýnir heimildamyndina Gimme Danger eftir leikstjórann Jim Jarmusch næsta föstudag þann 18. nóvember klukkan 20:00. Myndin fjallar um “proto punk” hljómsveitina The Stooges sem var starfandi á árunum 1967 til 1974 með sjálfan Iggy Pop fremstan í flokki en hjómsveitin kom aftur saman árið 2003 og hélt meðal annars tónleika í Listasafni Reykjavíkur í maí árið 2006.

Myndin var frumsýnd á miðnætursýningu á Cannes kvikmyndahátíðinni 2016 og er stórskemmtileg og villt, í anda Iggy Pop. Facebook viðburður á frumsýninguna er hér en myndin fer svo í almennar sýningar í Bíó Paradís.

Fatboy Slim, Moderat og De La Soul á Sónar Reykjavík

Nú rétt í þessu var tilkynnt um fyrstu listamennina sem hafa verið bókaðir á næstu Sónar hátíð – sem fram fer á fjórum sviðum í Hörpu dagana 16.-18. febrúar á næst ári. Meðal þeirra er Fatboy Slim sem mun koma fram á síðasta kvöldi hátíðarinnar á  SonarClub stage,  Moderat og hip hop goðsagnirnar De La Soul, auk Ben Klock, Forest Swords, Tommy Genesis, Helena Hauff og B.Traits.

Þeir íslensku listamenn sem voru einnig tilkynntir eru: Emmsjé Gauti, Aron Can, Kött Grá Pje, FM Belfast, Samaris, Sin Fang, Glowie, Øfjord og sxsxsx.

Straumur 14. nóvember 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá A Tribe Called Quest, The xx, Los Campesinos, GKR og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977


.

1) The Space Program – A Tribe Called Quest
2) Dis Generation – A Tribe Called Quest
3) ERFITT – GKR
4) Goth Bitch – Countess Malaise
5) Confession – Diana
6) Cry – Diana
7) Kerala – Bonobo
8) Echolocation – Fred Thomas
9) Ég er á Vesturleið – Jón Þór
10) Einmana menn – Jón Þór
11) Sandman – Trudy and the Romance
12) I Broke Up In Amarante – Los Campesinos
13) On Hold (Godmode remix) – The xx
14) Landing XX – Ellen Allien
15) Anthem (Leonard Cohen cover live Bristol 11/11/2016) – Okkervil River