Tónleikar vikunnar 30. nóvember – 3. desember

Af nóg er að taka fyrir tónleikaþyrsta þessa viku!

Miðvikudagur 30. nóvember

Í tilefni nýrrar breiðskífu Suð, Meira suð!, er blásið til indie rokk veislu á Húrra. Að auki stíga Knife Fights og Jón Þór á stokk. Húsið opnar klukkan 20:00 og það kostar 1.000 kr inn.

Færeyski tónlistarmaðurinn Heiðríkur kemur fram á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Fimmtudagur 1. desember

Berndsen og One Week Wonder koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það kostar 1500 kr inn.

Í tilefni nýrrar útgáfu á tónverkum Dark Vibra, sem skipaður er Kristni Má Pálmasyni og Baldri J. Baldurssyni, hefur dúettinn fengið til liðs við sig fjóra listamenn til að gera sjö myndbönd við jafnmörg verk nýju plötunnar. Listamennirnir sem um ræðir eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Christian Elgaard, Emiliano Monaco og Nicolas Liebing. Myndböndin verða sýnd í Mengi og blandast dramatískri tónlist Dark Vibra en auk þess mun Ásdís Sif Gunnarsdóttir flytja gjörning. Miðaverð: 2000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Dauðyflin, ROHT, Dulvitund og Mannveira koma fram á Djöflagangi á Gauknum. Fyrsta band á svið 22:00. 1000 krónur inn.

Skúli mennski leikur sín allra bestu lög í blönd við önnur á Café Rosenberg klukkan 21:00. Jólalag verður látið flakka, geisladiskar og stuttermabolir verða á sérstöku fyrsta des jólatilboði. 1000 krónur í aðgangseyri.

Jólatónleikar með Snorra Ásmundssyni & Högni Egilssyni í Gym & Tonic salnum á Kex Hostel klukkan 21:00.

Föstudagur 2. desember

Ljóð, gjörningar og tónlist í flutningi listamannanna Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur og Marteins Sindra Jónssonar í Mengi klukkan 21:00. Ragnheiður Harpa flytur ljóð og Marteinn Sindri spilar tónlist. Saman spinna þau stund þar sem ljóð, performans og músík verða kjölfestan ásamt mjúku töfrunum sem búa í nóttinni.

FALK kynnir Damien Dubrovnik (DK), AMFJ og Hatari á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 2000 kr inn.

Laugardagur 3. desember

Bíó Paradís og amiina kynna kvikmyndatónleika í tilefni af nýjustu útgáfu hljómsveitarinnar, þar sem saman fara kvikmyndin Juve contre Fantômas (1913) og lifandi tónlist hljómsveitarinnar amiinu. Tónleikarnir fara fram í stóra salnum í Bíó Paradís, þeir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2500 kr inn.

Pink Street Boys, Future Figment & Skelkur í Bringu á Bar 11 f´ra klukkan 22:00. Það kostar 1000 kr inn.

Skúli mennski heiðrar Skúla Mennska í Gym & Tonic klukkan 21:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *