Gimme Danger í Bíó Paradís

Bíó Paradís frumsýnir heimildamyndina Gimme Danger eftir leikstjórann Jim Jarmusch næsta föstudag þann 18. nóvember klukkan 20:00. Myndin fjallar um “proto punk” hljómsveitina The Stooges sem var starfandi á árunum 1967 til 1974 með sjálfan Iggy Pop fremstan í flokki en hjómsveitin kom aftur saman árið 2003 og hélt meðal annars tónleika í Listasafni Reykjavíkur í maí árið 2006.

Myndin var frumsýnd á miðnætursýningu á Cannes kvikmyndahátíðinni 2016 og er stórskemmtileg og villt, í anda Iggy Pop. Facebook viðburður á frumsýninguna er hér en myndin fer svo í almennar sýningar í Bíó Paradís.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *