Vaginaboys fá ekki nóg – myndband

Leynisexígrúppan Vaginaboys voru rétt í þessu að sleppa sínu fyrsta tónlistarmyndbandi á lendur veraldarvefsins. Það er við slagarann Ekki nóg og í því má sjá kjöt, chili pipar og ýmis önnur matvæli notuð í vafasömum tilgangi. Þá kemur KFC plastpoki og stærðarinnar tannbursti við sögu. Myndbandinu er leikstýrt af Birni Loka og Gabríel Bachman og telst með því ferskasta sem hefur borið fyrir okkar augu á þessu herrans ári. Horfið á það hér fyrir neðan.

Airwaves 2015 þáttur 4

Fjórði og síðasti þátturinn af Iceland Airwaves sérþætti Straums.  Viðtöl við Hot Chip, Justman, Kött Grá Pjé, Lord Pusswhip og Helga Val.

Airwaves þáttur 4 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Over and Over – Hot Chip
2) Aheybaro – Kött Grá Pjé
3) Koddíkossaslag – Kött Grá Pjé
4) Your Collection (Nick Zinner remix) – Fufanu
5) Take it In – Hot Chip
6) Boy From School – Hot Chip
7) VYZEE – SOPHIE
8) Vincent Price (ft. DJ. Flugvél og Geimskip – Lord Pusswhip
9) Endurminning (ft. Lauren Auder) – Lord Pusswhip
10) All The Colours Of The Night – Justman
11) For You – Justman
12) You’re Out Wasting – Andy Shauf
13) Are You Ready – Mercury Rev
14) Love Love Love Love – Helgi Valur
15) Notes From The Underground – Helgi Valur
16) Toro de Lidia – Pink Street Boys
17) Room 302 (ft. Tink) – Future Brown
18) Face To Face – Sleaford Mods
19) Bright Lit Blue Skies – Ariel Pink’s Haunted Graffiti

Erlent á Airwaves 2 – Straumur mælir með

 

Braids

Tilraunakennt skrýtipopp frá indíhöfuðborg heimsins, Montreal í Kanada. Koma fram á Straumskvöldinu á Nasa á föstudagskvöldið klukkan 22:00.

 

Hot Chip

Spjátrungspoppararnir og raðíslandsvinirnir í Hot Chip svíkja engan á tónleikum og hafa aldrei misst dampinn á rúmlega áratugarferli. Þeir færðu okkur nýlega þetta meistaralega cover/mashup af Bruce Springsteen og LCD Soundsystem og við erum ægispenntir að sjá það live. Þeir koma fram á lokatónleikunum í Vodafone höllinni klukkan 10:20.

Uppfært: Í gær sögðum við að það þyrfti sérstakan miða á lokatónleikana í Vodafone höllinni. Það er helbert kjaftæði og einungis leiður misskilningur af okkur hálfu sem við biðjumst velvirðingar á. Þannig bara allir verða kátir í höllinni. 

 

LA Priest 

Hinn breski Sam Dust var áður í fyrrum airwaves spilandi bandinu Late Of The Pier en hefur nú farið sinn eigin veg í rafsækið og léttgeggjað tilraunafönk. LA Priest kemur fram í Gamla Bíói klukkan 00:20 eftir miðnætti á fimmtudagskvöldinu.

 

Hinds

Fjórar spænskar stelpur sem framleiða bílskúrsrokk af fáheyrðum sjarma. Minnir á amerískar lo-fi gítarhetjur eins og Mac Demarco og Best Coast. Þær spila á Gauknum klukkan 10:20 á fimmtudagskvöldinu og Sólon Bistro klukkan 19:00 á föstudagskvöldinu.

 

Beach House 

Draugalega draumapoppið þeirra þarfnast engrar frekari kynningar en við kynnum það bara samt. Það eru fáar sveitir í dag sem hafa afrekað það að gefa út tvær frábærar breiðskífur á jafn mörgum mánuðum eins og Beach House gerðu rétt í þessu. Þau spila í Silfurbergssal Hörpu klukkan 22:10 á laugardagskvöldinu.

 

Sophie

Í síðustu grein mæltum við með QT en hinn breski Sophie er félagi hans í hinni svokölluðu PC Music stefnu og gaf út eitt besta lag ársins 2013 að mati ritstjórnar Straums. Hann kemur fram klukkan 02:10 eftir miðnætti á laugardagskvöldinu á Nasa.

Iceland Airwaves dagskrá Straums

 

Sautjánda Iceland Airwaves hátíðin hefst á morgun og eins og undanfarin ár verður Straumur með víðtæka umfjöllun um hátíðina í útvarpinu og á vefnum, bæði fyrir og meðan á henni stendur. Í ár eins og í fyrra verður Straumur einnig beinn þátttakandi í hátíðinni sjálfri og stendur fyrir bæði off- og on venue dagskrá. Föstudagskvöldið á Nasa koma í okkar nafni fram sveitir eins og Vaginaboys, Braids, Fufanu og H09909 og alla daga frá miðvikudegi til sunnudags verður Off-Venue dagskrá í Bíó Paradís, yfirleitt frá hádegisbili fram að kvöldmatarleiti. Hér að neðan má sjá dagskrána á Nasa og Bíó Paradís og fylgist svo með á Straum.is fyrir daglega umfjöllun um hátíðina meðan á henni stendur.

 

Nasa, föstudagskvöldið 6. nóvember:

 

8:00 PM

VAGINABOYS

9:00 PM

PRESIDENT BONGO – SERENGETI

10:00 PM

BRAIDS (CA)

11:00 PM

FUFANU

12:00 AM

BATIDA (PT)

1:20 AM

HO99O9 (US)

2:20 AM

INTR0BEATZ

 

Off-venue dagskrá Straums í Bíó Paradís:

 

Miðvikudagur 4. nóv

 

12:00: Morning Bear (US)

13:00: One Week Wonder

14:00: Rythmatik

15:00: Wesen

16:00: Just Another Snake Cult

16:30: Næsarinn presents: Mild Fantasy Violence – a fine arts extravaganza (Opnun á listasýningu)

17:00: O f f l o v e (US)

18:00: Miri

 

 

Fimmtudagur 5. nóv

 

13:00 Laser Life

14:00 Gunnar Jónsson Collider

15:00 Sekuoia (DK)

16:00 Tonik Ensemble

17:00 MSTRO

18:00 GKR

 

 

Föstudagur 6. nóv

 

12:00: Sveinn Guðmundsson

13:00: Skelkur í Bringu

14:00: Hey Lover (US)

15:00: Máni Orrason

16:00: Antimony

16:30: Næsarinn presents: Mild Fantasy Violence – a fine arts extravaganza (Opnun á listasýningu)

17:00: Sykur

18:00: Agent Fresco

 

 

Laugardagur 7. nóv

 

14:00: Helgi Valur

15.00: Sumar Stelpur

16:00 Jón Þór

17:00: Bárujárn

18:00 Oyama

 

sunnudagur 8. nóv

 

15:00 The Anatomy of Frank (US)

16:00 Sturle Dagsland (NO)

Nick Zinner úr Yeah Yeah Yeahs remixar Fufanu

Nick Zinner gítarleikari New York hljómsveitarinnar Yeah Yeah Yeahs endurhljóðblandaði á dögunum lagið Your Collection með íslensku hljómsveitinni Fufanu með frábærum árangri. Your Collection er væntanleg smáskífa af plötunni Few More Days To Go sem kemur út á vegum One Little Indian þann 27 nóvember. Fufanu koma fram á Iceland Airwaves fimmtudaginn 5. nóvember í Iðnó klukkan 21:30 og föstudaginn 6. nóvember klukkan 23:00 á Straumskvöldinu á Nasa.

 

Síðasti Airwaves þátturinn í kvöld

Fjórði og síðasti þátturinn þar sem Straumur hitar upp fyrir Airwaves verður á dagskrá á X-inu 977 í kvöld frá 22:00 – 0:00. Birt verður viðtal við Hot Chip, Justman, Kött Grá Pjé og Lord Pusswhip kíkja í heimsókn, auk þess sem gefinn verður miði á hátíðina. Þátturinn sem er í umsjón Óla Dóra mun fjalla um alla þá helstu listamenn og hljómsveitir sem koma fram á hátíðinni í ár.

 

Straumur 2. nóvember 2015

Í Straumi í kvöld verður kíkt á nýtt efni frá Chance The Rapper, Eleanor Friedberger, Sophie, Chromatics, D.R.A.M. og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 2. nóvember 2015 by Straumur on Mixcloud

1) VYZEE – SOPHIE
2) L.O.V.E.- SOPHIE
3) Shadow (Michel’s Runway edit) – Chromatics
4) Signals (Throw It Around) – D.R.A.M.
5) I’ll Be Back Again – D.R.A.M
6) Angels(ft. Saba) – Chance the rapper
7) Dreams – Sofie Winterson
8) I Only Wanted You – Sofie Winterson
9) Wars – Eliza Shaddad
10) Galapagos – Kakkmaddafakka
11) He didn’t mention his mother – Eleanor Friedberger
12) You & I – Jeremih