Tónleikar helgarinnar 27. – 29. nóvember 2014

 

Fimmtudagur 27. nóvember

Órafmagnaðir tónleikar á Hlemmur Square hefjast klukkan 20:00. Þar koma fram tónlistarmennirnir Slowsteps, Sveinn Guðmundsson, Kjartan Arnald & Unnur Sara. Aðgangur er ókeypis.

Rósa Guðrún Sveinsdóttir sem gaf út sína fyrstu sólóplötu í október heldur tónleika á Rósenberg. Skúli mennski mun byrja kvöldið og taka nokkur lög. Skúli er að leggja lokahönd á sína fimmtu sólóplötu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Einar Indra, Soffía Björg og (Sea) koma fram í Mengi. Dagskráin hefst klukkan 21:00 með (Sea), Soffía Björg byrjar klukkan 21:40 og Einar Indra klukkan 22:20. Það kostar 2000 kr inn.

 

 

Föstudagur 28. nóvember

Bandaríska hljómsveitin Sun Kil Moon kemur fram á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hljómsveitin er hugarfóstur söngvarans og gítarleikarans Mark Kozelek sem áður hafði gert garðinn frægan með hljómsveit sinni Red House Painters. Ásamt honum stíga nokkrir heimsfrægir listamenn á svið þetta kvöld og mynda Sun Kil Moon. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og enn er hægt að næla sér í miða á midi.is á 5900 kr.

H Catalyst verður með klukkutíma af iðnaðar- tilraunakenndri tónlist í Mengi. Tónleikarnir nefast Kristur á Krossinum Live og hefjast klukkan 21 en það kostar 2000 kr inn.

Ghostigital, Pink Street Boys & Kælan Mikla koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

 

Laugardagur 29. nóvember

Útgáfu safnplötunnar Fyrir Gaza fagnað á Kex Hostel. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 16:00. Fram koma; sóley, Cell7 og Uni Stefson.

Í danssýningunni „Atlantic“ í Mengi hlýða áhorfendur í fyrsta sinn á tónleika af hljómplötunni „Atlantic“ með hljómsveitinni Sun Ra, flutta af danshöfundinum Juli Reinartz. „Atlantic“ veltir upp spurningum um hlutverk söngvarans á þessum tónleikum sem aldrei áttu sér stað, hlutverk andans, líkamans og hreyfiafl áhorfenda. “Atlantic” er hluti af röð verka sem rannsaka líkamlega nálgun tónleika formatsins. Miðaverð er 2000 krónur og hefst sýningin klukkan 21:00.

Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar koma fram á skemmtistaðnum Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og það kostar 2000 kr. inn.

 

Straumur 24. nóvember 2014

 

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Panda Bear, Giraffage, Viet Cong, FaltyDL, Made In Heights og mörgum öðrum, auk þess sem við gefum 2 miða á tónleika Sun Kil Moon sem verða í Fríkirkjunni næsta föstudag.  Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 24. nóvember 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Hello – Giraffage
2) Chocolate – Giraffage
3) Anxiety – Giraffage
4) Panther – Made In Heights
5) Brewed In Belgium – Hermigervill
6) The Possum – Sun Kil Moon
7) Micheline – Sun Kil Moon
8) Continental Shelf – Viet Cong
9) Silhouettes – Viet Cong
10) Sequential Circuits – Panda Bear
11) Principe Real – Panda Bear
12) Rolling (μ-Ziq Remix) – FaltyDL
13) Hogus Pogus – Elvis Perkins
14) We’ll Meet Again – She & Him

Godspeed You! og Run The Jewels á ATP

Í dag var tilkynnt að Godspeed You! Black Emperor og hip hop sveitin Run The Jewels séu meðal þeirra sem munu spila á All Tomorrow’s Parties hátíðinni á næsta ári. Aðrir sem bætt var við dagskrána eru Deafheaven og sænski raftónlistarmaðurinn The Field. Þá var tilkynnt í gær að bandaríska gruggbandið Mudhoney, dönsku pönkararnir í Ice Age og Ghostigital muni einnig koma fram. Aðalatriði hátíðarinnar verða svo skosku indírisarnir í Belle and Sebastian en hátíðin fer fram 2.-4. júlí á gamla varnarliðssvæðinu Ásbrú.

Pharrell Williams með tónleika í Reykjavík næsta sumar

Hinn geysi vinsæli tónlistarmaður Pharrell Williams mun að öllum líkindum koma fram í Laugardalshöll um miðjan júní á næsta ári. Samkvæmt heimildum visir.is eru 2 tónleikahaldarar sem berjast um að fá Williams til landsins.

Williams sem vakti fyrst athygli  sem annar helmingur upptökuteymisins The Neptunes hefur aldrei verið vinsælli en í augnablikinu en það er ekki síst lögunum Get lucky sem hann söng með Daft Punk árið 2013 og Happy sem kom út á plötu hans Girl fyrr á þessu ári að þakka.

Tónleikahelgin 19.-23. nóvember

Miðvikudagur 19. nóvember

 

Hljómsveitirnar Toneron og Munstur leika fyrir dansi á Gauknum. Aðgangur er ókeypis og leikar hefjast 21:00.

 

Per:Segulsvið og Strong Connection koma fram á Kex Hostel. Tónleikarnir byrja stundvíslega 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Kippi Kanínus og DADA koma fram á Húrra. Hátíðin hefst 21:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Fimmtudagur 20. nóvember

 

Hin kunna rokksveit Mammút kemur fram á Húrra. Dyrnar opna 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Berglind María Tómasdóttir kemur fram á tónleikum í Mengi. Berglind María er flautuleikari og tónskáld sem vinnur þvert á marga miðla svo sem tónlist, vídeólist og leikhús. Performansinn byrjar 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Eins manns bandið SEINT kemur fram á Dillon en það er skipað forsprakka Celestine og fyrrverandi meðlimi I Adapt og leikur tónlist í anda Ministry, Nine Inch Nails og Massive Attack. Einnig kemur fram hljómsveitin Mar en tónleikarnir hefjast 22:00 og aðgangur er ókeypis.

 

Föstudagur 21. nóvember

 

Hljómsveitin Dillalude, sem sérhæfir sig í djössuðum spunaútgáfum af tónlist taktsmiðsins J-Dilla, kemur fram á Kaffibarnum. Ballið byrjar 22:30 og aðgangur er ókeypis.

 

Ólafur Björn Ólafsson, eða Óbó, leikur efni af nýútkominni plötu sinni Innhverfi.  Honum til halds og trausts verða Róbert Reynisson gítarleikari og Kristín Þóra Haraldsdóttir víólulekari. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 22. nóvember

Fyrrum tekknóbandið og núverandi rafrokkbandið Fufanu kemur fram á Kaffibarnum. Tónleikarnir byrja 22:30 og aðgangur er fríkeypis.

Danski bassaleikarinn Richard Andersson kemur fram ásamt hljómsveit í Mengi.  Hljómsveitin dansar á fallegan hátt á milli óbærilegs léttleika og kröftugra sprenginga, án þess að láta það bitna á styrkleika þess og tjáningu. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Sunnudagur 23. nóvember

 

Bandaríska rokksveitin Doomriders kemur fram á Húrra. Doomriders er hliðarverkefni Nate Newton bassaleikara Converge og gítarleikara Old Man Gloom. Um upphitun sjá Kontinuum og Mercy Buckets en tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2500 krónur.

Straumur 17. nóvember 2014

 

Í Straumi í kvöld heyrum við efni frá Charli XCX, Tennyson, Parquet Courts, Tobias Jesso Jr, TV On The Radio, Machinedrum og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra frá klukkan 23:00 á X-inu 977.

Straumur 17. nóvember 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Gold Coins – Charli XCX
2) Lay-by – Tennyson
3) You’re Cute – Tennyson
4) Content Nausea – Parquet Courts
5) Pretty Machines – Parquet Courts
6) Nothing At All – Day Wave
7) Jack – Mourn
8) Hollywood – Tobias Jesso Jr.
9) Quartz – TV On The Radio
10) Love Stained – TV On The Radio
11) Tired & True – Machinedrum
12) 2 B Luvd – Machinedrum
13) Site Zero / The Vault – RL Grime
14) iSoap – Mr. Oizo
15) The Kids – Mark Kozelek

Fjórar framsæknar konur halda tónleika á Kex Hostel

Tónlistarkonurnar Kira Kira, Flying Hórses frá Montréal og Portal 2 xtacy halda tónleika á Kex Hostel í kvöld. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21:00 og er aðgangur ókeypis. Flying Hórses er tvíeyki frá Montréal í Kanada og er skipað þeima Jáde Berg og Raphael Weinroth-Browne.  Tónlist þeirra er ósunginn nýklassík og er að mestu flutt á píanó og selló.  Sveitin hefur verið að vinna sína fyrstu breiðskífu í Sundlauginn í Mosfellsbæ og mun hún koma út á fyrri hluta næsta árs.   Hljómsveitin hefur verið að koma fram erlendis með Lindy sem spilaði hér á nýafstaðinni Iceland Airwaves og Memoryhouse sem gefur út hjá Sub Pop í Bandaríkjunum.

Kira Kira er sólóverkefni Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur og hefur hún verið í framlínu tilraunakenndrar raftónlistar í hátt í tvo áratugi.  Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur undir merkjum Smekkleysu, Afterhours í Japan og Sound of a Handshake sem er undirmerki Morr Music í Þýskalandi.

Portal 2 xtacy er tvíeyki skipað þeim Áslaugu Brún Magnúsdóttur og Jófríði Ákadóttur sem þekktastar eru fyrir að vera meðlimir í þríeykinu Samaris.

Tónleikar helgarinnar 13. – 15. nóvember

Fimmtudagur 13. nóvember

Oyama fagnar tilkomu fyrstu breiðskífu sinnar Coolboy með tónleikum á Húrra klukkan 21:00. Það kostar 2000 krónur inn. Platan verður á tilboði við innganginn ásamt glænýjum varning. Hljómsveitin hitar upp.

Í tilefni fyrstu heimsóknar Mark Kozelek/Sun Kil Moon og tónleika hans hér á landi í Fríkirkjunni þann 28.nóvember nk. munu nokkrir tónlistarmenn standa fyrir Mark Kozelek kvöldi á Dillon. Flutningur á efni Kozelek verður í höndum þeirra Daníels Hjálmtýssonar (eins tónleikahaldara Sun Kil Moon), Krumma Björgvinssonar, Bjarna M. Sigurðarssonar, Alison MacNeil, Myrru Rósar, Markúsar Bjarnasonar og fleiri tónlistarmanna sem deila allir sömu aðdáun og ánægju af verkum Mark Kozelek í gegnum tíðina. Kvöldið hefst klukkan 22.00 og má búast við einstaklega huggulegri stemmingju á efri hæð Dillon en frítt er inn á viðburðinn.

 

 

Föstudagur 14. nóvember

Pétur Ben og Snorri Helgason halda tónleika á Húrra. Snorri kemur fram einn og óstuddur, vopnaður gítar og í gallabuxum en Pétur verður með hljómsveit. Það kostar 1500 kr inn og tónleikarnir hefjast kukkan 22:00.

Norðanmennirnir í CHURCHHOUSE CREEPERS hefja innreið sína í Reykvískt tónlistarlíf með tónleikum á Dillon. Þeim til halds og traust verða hardcore sveitirnar KLIKK og GRIT TEETH. Frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

 

 

Laugardagur 15. nóvember

Lúðrasveit verkalýðsins heldur sína árlegu hausttónleika í Hörpuhorni á 2. hæð í Hörpu. Á efnisskránni eru verk úr ýmsum áttum sem eiga það sameiginlegt að vera í léttari kantinum. Tónleikagestir geta því búist við því að heyra verk eftir þekkta tónlistarmenn sem mun spanna allt frá Eric Clapton yfir í Black Sabbath. Tónleikarnir eru ókeypis og hefjast klukkan 16:00.

TV On The Radio á Sónar í Reykjavík

New York hljómsveitin TV On The Radio mun koma fram á Sónar Reykjavík í febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni frá því  í morgun. Hljómsveitin vakti mikla lukku þegar hún spilaði á Iceland Airwaves árið 2003 og er frábær viðbót við glæsilega dagskrá hátíðarinnar en sveitin gefur út sína fimmtu plötu Seeds þann 18. nóvember.


Breski raftónlistarmaður Kindness  mun einnig spila á hátíðinni, auk Elliphant og hins einstaka Sophie sem spilar raftónlist sem hefur verið kennd við PC Music. Hinn áhrifamikli plötusnúður Daniel Miller sem stofnaði Mute útgáfuna spilar líka á Sónar auk hins breska Randomer.

Íslensku tónlistarmennirnir DJ Margeir, Ghostigital, Fufanu, DJ Yamaho, Sin Fang, Exos, Gervisykur og Sean Danke voru einnig tilkynntir í morgun.

Sónar Reykjavik fer fram dagana 12, 13 og 14. febrúar 2015 í Hörpu.