EP frá Dirty Projectors

New York Hljómsveitin Dirty Projectors mun gefa út ep plötuna About to Die  þann 6. nóvember næstkomandi. Titillagið er að finna á nýjustu plötu hljómsveitarinnar – Swing Lo Magellan sem kom út í sumar, auk þess verða þrjú ný lög á ep plötunni. Hljómsveitin sendi einnig frá sér myndband við lagið sem sýnir atriði úr stuttmyndinni Hi Custodian sem sveitin sendi frá sér fyrr í þessum mánuði. Hægt er að horfa á myndbandið og myndina hér fyrir neðan. Dirty Projectors munu spila í Listasafni Reykjavíkur þann 3. nóvember á Iceland Airwaves hátíðinni.

Nýtt efni frá Unknown Mortal Orchestra

Lo-fi sveitin Unknown Mortal Orchestra sleppti nýju lagi út í ólgusjó alnetsins í vikunni sem ber hinn hugvíkkandi titil Swim and Sleep (Like a Shark). Þeir gáfu út plötu samnefnda sveitinni í fyrra en þar úir og grúir af hráu fönki, sækadelískum útsetningum og bítlalegum laglínum. Ekki skemmdi fyrir að þessi greinarhöfundur straum.is hefur ávallt haft veikan blett fyrir hljómsveitarnöfnum sem innihalda orðið Orchestra. Hér róa þeir á svipuð mið með góðum árangri. Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan en við biðjumst velvirðingar á óhugnalega ungbarninu sem myndskreytir lagið.

Lagalisti vikunnar – Straumur 219

 

Hér er hægt að hlusta á þáttinn!

1) Mine Tonight – Dum Dum Girls
2) Marilyn – Bat For Lashes
3) Untitled (Machinedrum Edit) – Boards Of Canada
4) Earthforms (Michna remix) – Matthew Dear
5) Your Drums, Your Love (Lil Silva Remix) – AlunaGeorge
6) I Got Nothing – Dum Dum Girls
7) Season In Hell – Dum Dum Girls
8) Hawk Highway – Cymbals Eat Guitars
9) Blackout – Plateaus
10) Gjafir Jarðar – Ojba Rasta
11) No Need To Hesitate – Jóhann Kristinsson
12) Passion – Nolo
13) King Of The World (Itunes sessions) – First Aid Kit
14) Dancing Barefoot (Itunes sessions) – First Aid Kit
15) Sea – Roosevelt
16) The Mother We Share – Chvrches
17) Texit – Alejandro Paz
18) Union (ft. Frankie Rose) – Teen Daze
19) Bones – MS MR
20) Dark Doo Wop – MS MR
21) Roses For The Dead – Halls
22) Prince Of Peace – Cult Of Youth
23) Maybe You (CFCF remix) – Saint Lou Lou
24) Save Me A Place – Marissa Nadler

Myndband frá AlunaGeorge

Breska dúóið AlunaGeorge sendu í dag frá sér myndband við hið frábæra lag Your Drums, Your Love. Þau Aluna Francis og George Reid vöktu fyrst athygli fyrir myndband við lag sitt You Know You Like It. Myndbandið við Your Drums, Your Love var tekið upp í listagallerí í London af leikstjóranum Henry Scholfield. Hljómsveitin hyggst gefa út sína fyrstu plötu á næsta ári.

Hér er svo endurhljóðblöndun af laginu frá Lil Silva.

Týnt Boards Of Canada lag endurgert

Bandaríski tónlistarmaðurinn Travis Stewart, sem er betur þekktur undir nafninu Machinedrum, tók sig til og endurgerði óþekkt lag skosku raftónlistarsveitarinnar Boards Of Canada. Fyrir yfir 10 árum síðan fann Stewart upptöku í vondum gæðum af tónleikum hljómsveitarinnar á 10 ára afmæli Warp plötuútgáfunnar. Síðasta lag tónleikanna hafði hann aldrei heyrt áður og varð hann heillaður af því. Það var svo í sumar sem Stewart ákvað að “edit-era” upptökuna af laginu með það í huga að það  yrði sem líkast upprunalegu útgáfunni, heyra má í áhorfendum tónleikanna í laginu. Hlustið á útgáfu Machinedrum á laginu hér fyrir neðan.

 

Marilyn – Bat For Lashes

Tónlistarkonan Natasha Khan sem er betur þekkt undir listamannsnafninu Bat For Lashes gaf í dag út annað lagið af væntanlegri plötu sinni – The Haunted Man sem kemur út þann 15. október næstkomandi. Platan fylgir á eftir plötunni Two Suns frá árinu 2009. Khan gaf út fyrstu smáskífuna Laura fyrr í sumar. Marilyn er elektró popp eins og það gerist best.

Frumraun Ojba Rasta

Fyrsta plata reykvísku reggí hljómsveitarinnar Ojba Rasta kemur út næsta þriðjudag. Platan sem er samnefnd sveitinni kemur út hjá Records Records og hefst forsala á henni hjá Gogoyoko.com í dag. Platan verður bæði gefin út á geisladisk og vinyl. Auk laganna – Jolly Good, Baldursbrá og Hreppstjórinn sem sveitin hefur sent frá sér sem smáskífur eru fimm önnur lög á plötunni. Hlustið á lögin Gjafir Jarðar og Í ljósaskiptunum hér fyrir neðan.

Önnur plata Tame Impala

Áströlsku sýru rokkararnir í Tame Impala gefa út sína aðra plötu þann 5. október næstkomandi. Platan sem heitir Lonerism fylgir á eftir hinni frábæru Innerspeaker sem kom út árið 2010. Líkt og með þá plötu var Lonerism tekin upp af Keven Parker söngvara og lagahöfund sveitarinnar. Parker byrjaði að semja lögin á plötunni næstum um leið og frumburðurinn kom út og var hún að mestu samin og tekin upp á flakki um heiminn á meðan að hljómsveitin kynnti Innerspeaker.  Hlustið á þrjú lög af plötunni hér fyrir neðan

Be Above It

      1. Be Above It

Endors Toi

      2. Endors Toi

Why Won’t They Talk To Me

      3. Why Won't They Talk To Me_