Myndband frá AlunaGeorge

Breska dúóið AlunaGeorge sendu í dag frá sér myndband við hið frábæra lag Your Drums, Your Love. Þau Aluna Francis og George Reid vöktu fyrst athygli fyrir myndband við lag sitt You Know You Like It. Myndbandið við Your Drums, Your Love var tekið upp í listagallerí í London af leikstjóranum Henry Scholfield. Hljómsveitin hyggst gefa út sína fyrstu plötu á næsta ári.

Hér er svo endurhljóðblöndun af laginu frá Lil Silva.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *