Týnt Boards Of Canada lag endurgert

Bandaríski tónlistarmaðurinn Travis Stewart, sem er betur þekktur undir nafninu Machinedrum, tók sig til og endurgerði óþekkt lag skosku raftónlistarsveitarinnar Boards Of Canada. Fyrir yfir 10 árum síðan fann Stewart upptöku í vondum gæðum af tónleikum hljómsveitarinnar á 10 ára afmæli Warp plötuútgáfunnar. Síðasta lag tónleikanna hafði hann aldrei heyrt áður og varð hann heillaður af því. Það var svo í sumar sem Stewart ákvað að “edit-era” upptökuna af laginu með það í huga að það  yrði sem líkast upprunalegu útgáfunni, heyra má í áhorfendum tónleikanna í laginu. Hlustið á útgáfu Machinedrum á laginu hér fyrir neðan.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *