Nýtt efni frá Unknown Mortal Orchestra

Lo-fi sveitin Unknown Mortal Orchestra sleppti nýju lagi út í ólgusjó alnetsins í vikunni sem ber hinn hugvíkkandi titil Swim and Sleep (Like a Shark). Þeir gáfu út plötu samnefnda sveitinni í fyrra en þar úir og grúir af hráu fönki, sækadelískum útsetningum og bítlalegum laglínum. Ekki skemmdi fyrir að þessi greinarhöfundur straum.is hefur ávallt haft veikan blett fyrir hljómsveitarnöfnum sem innihalda orðið Orchestra. Hér róa þeir á svipuð mið með góðum árangri. Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan en við biðjumst velvirðingar á óhugnalega ungbarninu sem myndskreytir lagið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *