Fyrir jólin 2006 gaf Sufjan Stevens út hið fimm diska lagasafn Silver & Gold, Songs for Christmas Volumes 1-5. Í safninu eru 42 jólalög bæði frumsamin og klassísk. Stevens endurtók svo leikinn fyrir jólin 2012 þegar hann gaf út safnið Songs for Christmas Volumes 6-10 sem var 59 laga. Jólalag dagsins er lag hans Put The Lights On The Tree sem var á fyrra safninu.
Category: Uncategorized
6. desember: Silent Night (Give Us Peace) – Teen Daze
Tónlistarmaðurinn Teen Daze sendi þessa silkimjúku hljóðgervla útgáfu af hinu klassíska jólalagi Heims um ból (Silent Night) fyrir jólin 2012. Þess má geta að bannað er að spila Heims um ból fyrr en á Aðfangadag í Ríkisútvarpinu.
5. desember: On Christmas – Dum Dum Girls
New York stúlknabandið Dum Dum Girls sendi í dag frá sér jólalagið On Christmas sem verður að finna á safnplötunni Noise to the world 2 sem kemur út seinna í þessum mánuði. Hljómsveitin notaðist við hljóðgervla í laginu með góðum árangri.
Frumsýning á myndbandi frá GANGLY
Við fengum þetta myndband sent til okkar áðan frá nýrri íslenskri hljómsveit sem kallar sig GANGLY. Það kom hvergi fram hvaða aðilar standa að bandinu eða hver gerði myndbandið en bæði lag og myndband eru til fyrirmyndar. Lagið sem heitir Fuck With Someone Else mætti lýsa sem nútímalegri og vel útsettri poppsmíð sem er einstaklega vel raddað og skemmtilega skreytt. Hér er hægt að fylgjast með bandinu á facebook.
Tributetónleikar Skúla mennska
Laugardagskvöldið 6. desember kl 22:00 fara fram Heiðurstributetónleikar Skúla mennska með ákaflega litlu jólaívafi í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar kemur fram skemmtilegt fólk ásamt hljómsveit Skúla mennska og flytur brot laga sem Skúli hefur gefið út frá árinu 2010 og einnig fá lög af væntanlegri breiðskífu að fljóta með.
Fram koma:
7oi
Agnes Björgvinsdóttir
Bóas Hallgrímsson og Guðmundur Birgir Halldórsson
Eiríkur Rafn Stefánsson
Hemúllinn
Hildur Vala
Hljómsveit Skúla mennska
Lilja Björk Runólfsdóttir
Margrét Erla Maack
Markús Bjarnason
Myrra Rós
Pétur Ben
Rósa Guðrún Sveinsdóttir
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Sérstakur kynnir og leynigestur er enginn annar en Skúli mennski.
Miðasala er nú þegar hafin á midi.is
mynd: Eiríkur Rafn Stefánsson
4. desember: Little Drummerboy – Lindstrøm
Fyrir jólin 2009 sendi norski raftónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Hans-Peter Lindstrøm frá sér 42 mínútna útgáfu af hinu klassíska jólalagi Little Drummerboy. 5 mínútna edit af þessari epík er jólalag dagsins hér á straum.is
3. desember: Jesús Jólasveinn – Gang Related
Fyrir jólin 2011 sendi reykvíska rokksveitin Gang Related frá sér jólalagið Jesús Jólasveinn. Lagið sem er sungið til Jesús, fjallar um mann sem er með flest allt á hornum sér sem snýr að jólunum, og kallar Jesús jólasvein. Ljóst er að jólin eru ekki allra. Myndbandið sem var gert af hljómsveitinni er stórskemmtilegt.
2. desember: Sleigh Ride – The Ventures
Bandaríska hljómsveitin Surfaris var fyrsta sveitin til að gefa út brimbretta lag sem jafnframt var jólalag. Hljómsveitin gaf lagið Surfer’s Christmas List út árið 1963 og voru því ári á undan Beach Boys sem gáfu út jólaplötu árið 1964. Árið 1965 fylgdi svo brimbrettasveitin The Ventures frá Tacoma í Washington í kjölfarið og gáfu út jólaplötu sem innhélt frábæra ábreiðu af hinu sígilda jólalagi Sleigh Ride.
1. desember: And Anyway It’s Christmas – !!!
Gleðilegan 1. desember! Í dag hefst jóladagatal Straums – fram að jólum mun straum.is birta eitt jólalag á dag. Fyrir jólin í fyrra gaf hin magnað danssveit !!! eða Chk Chk Chk út jólalagið And Anyway It’s Christmas. Þess má geta að hljómsveitin spilaði á Iceland Airwaves árið 2007 við góðar undirtektir viðstaddra.
Straumur 17. nóvember 2014
Í Straumi í kvöld heyrum við efni frá Charli XCX, Tennyson, Parquet Courts, Tobias Jesso Jr, TV On The Radio, Machinedrum og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra frá klukkan 23:00 á X-inu 977.
Straumur 17. nóvember 2014 by Straumur on Mixcloud
1) Gold Coins – Charli XCX
2) Lay-by – Tennyson
3) You’re Cute – Tennyson
4) Content Nausea – Parquet Courts
5) Pretty Machines – Parquet Courts
6) Nothing At All – Day Wave
7) Jack – Mourn
8) Hollywood – Tobias Jesso Jr.
9) Quartz – TV On The Radio
10) Love Stained – TV On The Radio
11) Tired & True – Machinedrum
12) 2 B Luvd – Machinedrum
13) Site Zero / The Vault – RL Grime
14) iSoap – Mr. Oizo
15) The Kids – Mark Kozelek