Tónleikar um páskahelgina 1.-4. apríl

Miðvikudagur 1. apríl

 

Breska draumkennda pop-folk hljómsveitin Grumbling Fur spilar á Húrra og Sin Fang sér um upphitun. Aðgangseyrir er 2500 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Hljómsveitin Hinemoa spilar á Dillon. 500 kall inn og byrjar 22:00.

 

Fimmtudagur 2. apríl

 

Krist,Inanna, betur þekkt sem Kría Brekkan, leikur á tónleikum í Mengi sem byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Mosi Musik spilar á Dillon og byrja 22:00 og það kostar 500 krónur inn.

 

Föstudagur 3. apríl

 

Guðlaugur Kristinn Óttarsson leikur í Mengi. Hann hefur leik 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Electric Space Orchestra og Greyhound spila á Gauknum. Leikar hefjast á miðnætti og það er frítt inn.

 

Laugardagur 4. apríl

 

Jazzsveitin 5000 Jazz Assassins frá Brooklyn spilar á Kex Hostel. Tónleikarnir hefjast 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Blúsararnir Johnny and the Rest og Johnny Stronghands leiða saman hesta sína á Dillon. 500 krónur inn og byrjar 22:00.

Teitur Magnússon sendir frá sér myndband

Reykvíski tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon sendi í dag frá sér myndband við lagið Munaðarhóf af plötunni 27 sem kom út fyrir síðustu jól og hefur víða fengið góða dóma. Myndbandið er eftir myndlistarmanninn Arnar Birgis og því mætti lýsa sem degi í lífi Teits þar sem má sjá hann vakna, ganga um götur Reykjavíkur, spila körfubolta og á tónleikum. Platan  27 er væntaleg á vínyl í maí.

Wu Tang Clan til Íslands

Rappherdeildin Wu Tang Clan er væntanleg til Íslands í júní í sumar. Ekki er ljóst á þessari stundu hvar þeir troða upp, hverjir hinna mörgu meðlima láti sjá sig og hvar er hægt að nálgast miða. Wu Tang Clan var stofnuð árið 1992 en þeirra fyrsta breiðskífa, Enter The Wu Tang (36 Chambers), var mikil bylting í hljómi, textum og fagurfræði rappsins og sumir segja hljómsveitina hafa mótað heilu kynslóðirnar. Hér fyrir neðan má horfa á myndbandið við lagið M.E.T.H.O.D. M.A.N. af 36 Chambers.

 

Tónleikahelgin 27.-28. mars

Föstudagur 27. Mars

 

Vortex, sem samanstendur af Nico Guerrero og Sonia Cohen frá París, leika á tónleikum í Mengi. Þau hefja leik klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Brain Police koma fram á Dillon klukkan 10 og það kostar 500 inn.

 

Laugardagur 28. Mars

 

Tvíeykið Nolo koma fram í Mengi þar sem þeir ætla að frumflytja ný lög og fikta með eldra efni. Aðgangseyrir er 2000 krónur og gleðin hefst 21:00.

 

Úrslitakvöld músíktilrauna fer fram í Norðurljósasal Hörpu. Kvöldið byrjar snemma eða 17:00 og það kostar 1500 krónur inn.

 

Ljónagryfja Reykjavíkurdætra fer fram á Frederiksen Ale House en þar kemur fram heill hafsjór af hljómsveitum frá 18:30 og fram eftir kvöldi. Það er ókeypis inn og eftirfarandi listamenn koma fram: Reykjavíkurdætur, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Dj flugvél og geimskip, VIO, Pink Street Boys, Herra Hnetusmjör, Alvia Islandia, Lord Pusswhip/Marteinn, Munstur, Bláfugl, Dreprún, Kriki, Mc bjór og bland, Himbrim, Dj Sunna Ben, Á hálum ís, Unnur Sara Eldjárn, Hemúllinn, Panos from Komodo, Cryptochrome, Koddafar og Múfasa Makeover.

Björk á Iceland Airwaves 2015

Þau tíðindi voru að berast úr herbúðum Iceland Airwaves að sjálf Björk Guðmundsdóttir muni koma fram á hátíðinni í ár. Þá var einnig tilkynnt að John Grant komi fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og bandaríski söngvarinn Father John Misty og breska postpunk hljómsveitin The Pop Group verða meðal listamanna sem spila á hátíðinni. Íslensku sveitirnar Vök, Sóley, Muck, Hekla og Agent Fresco voru líka tilkynntar en allt bætist þetta ofan á listamenn eins og Ariel Pink, Perfume Genius, GusGus, Hinds, M-Band, East India Youth, Tonik Ensemble og dj flugvél og geimskip sem áður höfðu verið kynntir til leiks. Það er ljóst að það stefnir í ansi þétta hátíð en hún fer fram á hinum ýmsu stöðum í miðborg Reykjavíkur 4.-8. nóvember næstkomandi.

Spegilmyndir Django Django

Skoski rafpoppkvartettinn Django Django sendi í dag frá sér aðra smáskífuna af plötunni Return to Saturn sem er væntanleg 5. maí. Lagið heitir Reflections og inniheldur pumpandi hljóðgervla, takt úr rússneskum trommuheila og smotterí saxafóni ásamt undurfögrum röddunum. Hlustið á lagið hér fyrir neðan og First Light, fyrstu smáskífuna af Return to Saturn.

Tónleikar helgarinnar 13. – 14. mars

Föstudagur 13. mars

Hljómsveitin MUCK fagnar útgáfu Your Joyous Future með tónleikum á Húrra. Um upphitun sjá Pink Street Boys, Oyama og russian.girls (dj-sett fyrir tónleikana) Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.

Altostratus & SíGull koma fram á Bar 11. Tónleikarnir byrja á slagin 22:00 og það er ókeypis inn.

Útgáfutónleikar Auðn ásamt Grafir, Skuggsjá og Draugsól á Gauknum. Frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00

Laugardagur 14. mars

Hljómsveitirnar Börn og Kvöl spila á Bar 11. Leikar hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

Boogie Trouble og vinir halda ball á Húrra. Fjörið hefst klukkan 22:00.

Pólska rappgrúppan Pokahontaz ásamt Blaz Roca á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það kostar 4500 kr inn.

Á Dillon fed farm fyrsta Microgroove Session  kvöldið og þar koma fram  russian.girls, A & E Sounds og Panos from Komodo

Tame Impala snúa aftur

Nýsjálensku sýrurokkararnir í Tame Impala hafa nú sleppt lausu fyrsta laginu af væntanlegri breiðskífu, Let it Happen, sem er næstum átta mínútna epík um ókannaðar hugarlendur. Þau nýmæli eru þó að lítið fer fyrir rafmagnsgíturum en þeim mun meira fyrir hljóðgervlum. Von er á enn ónefndri breiðskífu frá sveitinni síðar á þessu ári en síðasta plata þeirra, Lonerism sem kom út 2012, hlaut feikna góðar viðtökur. Hlustið á Let it Happen hér fyrir neðan og/eða rifjið upp hugsprengjandi myndbandið við Feels Like We Only Go Backwards.

 

Straumur 9. mars 2015

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá tónlistarmönnum og hljómsveitum á borð við Sufjan Stevens, Grimes, M.I.A. Norsaj Thing, Yumi Zouma, Speedy Ortiz, Westkust og fleirum. Straumur með Óla Dóra frá klukkan 23:00 á Xinu 977.

Straumur 9. mars 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Can See Can Do – M.I.A.
2) REALiTi – Grimes
3) Cold Stares (ft. Chance the Rapper) – Nosaj THing
4) I Can Never Be Myself When You’re Around – Chromatics
5) Dodi – Yumi Zouma
6) Catastrophe – Yumi Zouma
7) No Shade In The Shadow Of The Cross – Sufjan Stevens
8) Carrie & Lowell – Sufjan Stevens
9) Death with Dignity – Sufjan Stevens
10) The Graduates – Speedy Ortiz
11) Swirl – Westkust
12) Strangers To Ourselves – Modest Mouse