!!! (CHK CHK CHK) og Annie Mac á Sónar Reykjavík

Tíu hljómsveitir og listamenn hafa nú bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík – sem fram fer á fimm sviðum í Hörpu dagana 18.-20. febrúar á næst ári. Meðal þeirra er bandaríska dans-rokksveitin !!! (CHK CHK CHK), einn virtasti plötusnúður heims Annie Mac og hin rísandi stjarna Hildur sem spila mun á sérstöku Red Bull Music Academy sviði.

Alls hafa rúmlega 60 hljómsveitir, listamenn og plötusnúðar verið staðfestir fyrir dagskrá Sónar Reykjavík 2016. Hátíðin fer fram á fimm sviðum í Hörpu, m.a. í bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb.

Mikill áhugi er á hátíðinni erlendis, enda vel verið látið af viðburðinum og sérkennum hans í erlendum fjölmiðlum frá því hún var fyrst haldin árið 2013. Aldrei fyrr hafa jafn margir miðar selst á hátíðina í Bretlandi, Þýskalandi og Kanada. Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðustu tvö ár.

Meðal þeirra listamanna og hljómsveita sem þegar hefur verið staðfest að komi fram á Sónar Reykjavík 2016 eru; Boys Noise (DE), Hudson Mohawke (UK), Angel Haze (US), Squarepusher (UK), Holly Herndon (US), Ellen Allien (DE), Floating Points (UK), Oneothrix Point Never (US), Ben UFO (UK), Lone (UK), Black Madonna (US), Rødhåd (DE), Recondite (DE), AV AV AV (DK), Eloq (DK), Páll Óskar, Kiasmos, Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quartet, Bjarki, President Bongo & Emotional Carpenters, Intr0beatz, Sturla Atlas og Vaginaboys.

Lokadagskrá hátíðarinnar verður kynnt í byrjun janúar.

Miðasala:
Miðasala á Sónar Reykjavík hérlendis fer fram í Hörpu og á Tix.is
https://www.tix.is/is/event/1281/sonar/

Straumur 27. apríl 2015

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Ezra Furman, Jupiter Jax, !!!, Torres Blur og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 27. apríl 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Lean On (Prince Fox Bootleg – Major Lazer
2) Lousy Connection – Ezra Furman
3) Burning Up – Hot Chip
4) Visions (feat. Xosar) – Jupiter Jax
5) Unknown Song (Mount remix) – Milky Chance
6) All U Writers – !!!
7) Planes (remix)(feat. Chance The Rapper & The Social Experiment – Jeremih
8) God It (ft. Nas) – De La Soul
9) Cowboy Guilt – Torres
10) Strange Hellos – Torres
11) Fine Without You – Best Coast
12) Thought I Was a Spaceman – Blur
13) Ghost Ship – Blur
14) Heroine – Gengahr