Teitur Magnússon sendir frá sér myndband

Reykvíski tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon sendi í dag frá sér myndband við lagið Munaðarhóf af plötunni 27 sem kom út fyrir síðustu jól og hefur víða fengið góða dóma. Myndbandið er eftir myndlistarmanninn Arnar Birgis og því mætti lýsa sem degi í lífi Teits þar sem má sjá hann vakna, ganga um götur Reykjavíkur, spila körfubolta og á tónleikum. Platan  27 er væntaleg á vínyl í maí.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *