Wu Tang Clan til Íslands

Rappherdeildin Wu Tang Clan er væntanleg til Íslands í júní í sumar. Ekki er ljóst á þessari stundu hvar þeir troða upp, hverjir hinna mörgu meðlima láti sjá sig og hvar er hægt að nálgast miða. Wu Tang Clan var stofnuð árið 1992 en þeirra fyrsta breiðskífa, Enter The Wu Tang (36 Chambers), var mikil bylting í hljómi, textum og fagurfræði rappsins og sumir segja hljómsveitina hafa mótað heilu kynslóðirnar. Hér fyrir neðan má horfa á myndbandið við lagið M.E.T.H.O.D. M.A.N. af 36 Chambers.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *