Tónleikar helgarinnar 9-12. apríl

Fimmtudagur 9. apríl

Hin goðsagnakennda hljómsveit Apparat Organ Quartet snýr aftur og kemur fram á Kex Hostel í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og munu Apparat liðar frumflytja mikið af nýju efni sem ekki hefur heyrst áður “læf”. Það er ókeypis inn.

Caterpillarmen, Nolo og Mafama koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það kostar 1500 kr inn.

Four Leaves Left halda tónleika á Hlemmur Square klukkan 20:00 ásamt Guðmundi Inga. Það er ókeypis inn á tónleikana.

Skúli Mennski heldur tónleika á Café Rosenberg  klukkan 21:00 ásamt fríðum flokki. Lög af nýútgefinni plötu verða í aðalhlutverki en eldra efni fær líka að setja svip sinn á kvöldið. Einnig fá lög eftir Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur að hljóma. Aðgangseyrir er 1500 krónur.

Föstudagur 10. apríl

Hljómsveitirnar Knife Fights og Brött Brekka koma fram plötubúðinni LUCKY RECORDS við Rauðarárstíg. Tónleikarnir hefjast á slaginu 15:00 og það er frítt inn.

Fufanu halda heimkomutónleika á Húrra eftir rúman tveggja vikna Bretlands túr með hljómsveitinni The Vaccines. Á tónleikunum mun Dj Flugvél og geimskip ásamt Heklu sjá um upphitun og byrjar dagsskráin klukkan 21:00. Það kostar 1500 kr. inn.

Kontinuum og Casio Fatso koma fram á Bar 11. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00 og það er frítt inn.

Laugardagur 11. apríl

Hljómsveitin Ojba Rasta kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr inn.

Hljómsveitarkeppnin Wacken Metal Battle Iceland fer fram í Norðurljósum í Hörpu. Sérstakir gestir verða The Vintage Caravan. Keppin fer fram frá 18:00 til 23:00.

Barr og AVÓKA halda tónleika á Bar 11. Tónleikarnir byrja 22:30 og það er ókeypis inn.

Sunnudagur 12. apríl

Ylja kemur fram í Gym & Tonic salnum á Kex Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Rafsteinn spila á Lowercase night á Húrra klukkan 21:30. Ókeypis inn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *