Tónleikar helgarinnar 7 – 10. maí 2015

Fimmtudagur 7. maí

Stórtónleikar Nýaldarvina verða haldnir hátíðlegir á tónleika- og skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu. Þeir tónlistarmenn sem fram koma á Stórtónleikum Nýaldarvina eru russian.girls, Indriði og Arnljótur. 1000 kr inn  og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Í ár fagnar Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, 20 ára afmælisári sínu og í tilefni þess stendur félagið fyrir styrktartónleikum á Rósenberg. Þeir sem koma fram eru – Skúli mennski, – Bjartmar Guðlaugsson, – Teitur Magnússon, – Jóhann Helgason – KK. Aðgangseyrir: 3.000 kr og hefjast tónleikarnir 20:30.

Tónlistarmennirnir Mr. Silla & Tyler koma fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Föstudagur 8. maí

Teitur Magnússon fagnar vinyl útgáfu á plötu sinni 27 í Lucky Records frá 18:00 – 21:00. Krystal Carma sér um að dj-a.

Hljómsveitin Valdimar kemur fram  á skemmtistaðnum Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Laugardagur 9. maí

Hljómsveitin The Roulette kemur fram á Bar 11 klukkan kl 22:30 enn það er ókeypis inn.

Good Moon Deer fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu með b2b DJ party ásamt SOLARIS SUN GLAZE í kjallarnum á Paloma. Fjörið hefst klukkan 23:00

Sunnudagur 10. maí

Meðlimir hljómsveitarinnar Fylkingen koma fram á Kex Hostel klukkan 14:30.

Owls of the Swamp & Scott Mertz coma farm á  Kex Hostel frá 21:00.

Fyrsta plata Good Moon Deer ókeypis

Raftónlistarmaðurinn Good Moon Deer gaf í dag út sína fyrsta breiðskífu. Platan nefnist Dot en hana er hægt að nálgast ókeypis á heimsíðu listamannsins. Good Moon Deer er hugarfóstur Guðmundar Inga Úlfarssonar en hann fremur tilraunakennda raftónlist þar sem hann klippir í sundur og splæsir saman hljóðbútum úr ýmsum áttum. Í tilefni útgáfunnar var einnig í dag frumsýnt myndband við fyrsta lag plötunnar, And, sem var leikstýrt af Hrefnu Sigurðardóttur og Axeli Sigurðssyni. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan og hlaðið niður plötunni hér.

Straumur 4. maí 2015

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá LA Priest, Disclosure, Roosevelt, Surfer Blood og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 4. maí 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Disciples – Tame Impala
2) Party Zute/Learning To Love – LA Priest
3) Bang That – Disclosure
4) Holding On (ft. Sam Dew) – Julio Bashmore
5) Night Moves – Roosevelt
6) Point Of No Return – Surfer Blood
7) Tooth and Bone – Surfer Blood
8) Break The Glass – Django Django
9) Dimed Out – Titus Andronicus
10) Here – Alessia
11) Love Love Love Love – Helgi Valur

Tónleikahelgin 30. apríl – 2. maí

Fimmtudagur 30. Apríl

 

Rokksveitirnar Oyama og Agent Fresco leiða saman hesta sína á Húrra. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

DJ Flugvél og geimskip, Rattofer og Lommi koma fram á Dillon. Gleðin hefst 23:00 og það kostar litlar 500 krónur inn.

 

Júníus Meyvatn kemur fram ásamt hljómsveit á Kex Hostel. Það er frítt inn og herlegheitin hefjast 22:00.

 

Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson spila í Mengi. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 1. Maí

 

Það lítur allt út fyrir það að allir helstu tónlistarmenn taki sér stöðu við hlið verkamanna og verði í fríi 1. Maí.

 

Laugardagur 2. Maí

 

Straumur í samstarfi við Bíó Paradís verður með sérstaka sýningu á heimildamyndinni Kurt Cobain: Montage of Heck í Bíó Paradís klukkan 20:00. Eftir myndina mun svo hin hrynharða rokksveit Pink Street Boys leika fyrir gesti. Leikstjóri myndarinnar Brett Morgen blandar saman sjónlist og tónlist á persónulegan hátt ásamt áður óséðu myndefni, viðtölum við fjölskyldumeðlimi, vini og Courtney Love. Fylgst er með yngri árum Cobain í Aberdeen WA allt fram að frægðartímabilinu en myndin gefur frábæra innsýn inn í líf listamannsins og umhverfi hans. Það tók Morgen 8 ára að gera myndina og lét Love af hendi öll þau gögn sem Cobain skildi eftir sig. Þar á meðal nokkur hundruð hljómsnældur úr einkasafni tónlistarmannsins sem ekki hafði verið farið yfir frá því hann lést.

 

Raftónlistarmaðurinn Mono Lisa heldur útgáfutónleika á Loft Hostel. Ásamt honum koma fram Futuregrapher, Gunnar Jónsson Collider og Daveeth. Tónleikarnir byrja 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Soffía Björg kemur fram á tónleikum í Mengi sem byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Straumur 27. apríl 2015

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Ezra Furman, Jupiter Jax, !!!, Torres Blur og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 27. apríl 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Lean On (Prince Fox Bootleg – Major Lazer
2) Lousy Connection – Ezra Furman
3) Burning Up – Hot Chip
4) Visions (feat. Xosar) – Jupiter Jax
5) Unknown Song (Mount remix) – Milky Chance
6) All U Writers – !!!
7) Planes (remix)(feat. Chance The Rapper & The Social Experiment – Jeremih
8) God It (ft. Nas) – De La Soul
9) Cowboy Guilt – Torres
10) Strange Hellos – Torres
11) Fine Without You – Best Coast
12) Thought I Was a Spaceman – Blur
13) Ghost Ship – Blur
14) Heroine – Gengahr

 

Straumur 20. apríl 2015

Í Straumi í kvöld verður kynnt nýtt efni frá listamönnum og hljómsveitum á borð við Unknown Mortal Orchestra, Crystal Castles, Built To Spill, Eternal Summers, Courtney Barnett og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 20 apríl 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Like Acid Rain – Unknown Mortal Orchestra
2) Can’t Keep Checking My Phone – Unknown Mortal Orchestra
3) Ur Life One Night – Unknown Mortal Orchestra
4) Frail – Crystal Castles
5) 1 2 3 4 – Samantha Urbani
6) Fast Lane – Rationale
7) Oban (Todd Terje Remix) – Jaga Jazzist
8) Okaga, CA – Tyler, The Creator
9) Forgiveness – Made In Heights
10) Never Be The Same – Built To Spill
11) Another Day – Built To spill
12) My Dead Girl – Speedy Ortiz
13) Together Or Alone – Eternal Summers
14) Close Watch (John Cale Cover) – Courtney Barnett

Tónleikahelgin 16.-18. apríl

Fimmtudagur 16. apríl

 

Mr. Silla og Kriki spila á Húrra, tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Mankan kemur fram á rafspunatónleikum í Mengi. Mankan er verkefni Guðmundar Vignis Karlssona (Kippi Kaninus) og Tómas Manoury en þeir stíga decibiladans þar sem áferð og eiginleikar hljóða og myndefnis er kannað í rauntíma og í samtali milli tveggja heila sem eru harðvíraðir til verksins.

 

 

Föstudagur 17. apríl

 

Just Another Snake Cult og russian.girls koma fram í kjallaranum á Paloma. Miðaverð er 1000 krónur og tónleikarnir byrja 21:45.

 

Nemendur Tónlistarskóla FÍH undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar flytja lög tónlistarsnillingsins Stevie Wonder í hátíðarsal skólans að Rauðagerði 27. Tónleikarnir byrja á slaginu 20:00 og hægt er að kaupa miða við hurð á 1500 krónur.

 

Laugardagur 18. apríl

 

Hinn síungi Babies flokkur stendur fyrir balli á Húrra og byrja að telja í um 22:00 og aðgangur er ókeypis.

 

Þungarokksveitin momentum fagnar útgáfu plötu sinnar, ‘The Freak is Alive’, með tónleikum á Gauknum. Einnig koma fram Oni, Future Figment og hin norska Yuma Sun. Aðgangseyrir er 1000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Á þessum degir er alþjóðlegi plötubúðardagurinn og í tilefni af honum er vegleg dagskrá í Lucky Records:

 

11.00 – 13.00 Mike D.J. Set

 

13.00 – 13.45 Skúli Mennski Live

 

14.00 – 15.00 Extreme Chill D.J Set

 

15.00 – 16.00 Futuregrapher Live

 

16.00 – 17.00 Hermigervill D.J. Set

 

17.00 – 18.30 Housekell D.J. Set

 

18.30 – 19.15 Pink Street Boys Live

 

19.15 – 21.00 Robot Disco D.J. Set

 

Nemendur Tónlistarskóla FÍH undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar flytja lög tónlistarsnillingsins Stevie Wonder í hátíðarsal skólans að Rauðagerði 27. Tónleikarnir byrja á slaginu 17:00 og hægt er að kaupa miða við hurð á 1500 krónur.

Straumur 13. apríl 2015

Í Straumi í kvöld heyrist nýtt efni frá Ratatat, Tame Impala, Fred Thomas, Waters, Towkio, Oddisee og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 13. apríl 2015 by Straumur on Mixcloud

1) ‘Cause I’m A Man – Tame Impala
2) Cream On Chrome – Ratatat
3) Alfonso Muskedunder (Deetron remix) – Todd Terje
4) Need You Now – Hot Chip
5) In Films – Chromatics
6) Heaven Only Knows (Ft. Chance The Rapper & Lido) – Towkio
7) Mom and Dads – Waters
8) Breakdown – Waters
9) Drag – Day Wave
10) Unfading Flower – Fred Thomas
11) Expo ’87 – Fred Thomas
12) Teeth – The Japanese House
13) Max D – Flex Cathedral
14) Darkness of the dream – The Tallest Man On Earth

Tónleikar helgarinnar 9-12. apríl

Fimmtudagur 9. apríl

Hin goðsagnakennda hljómsveit Apparat Organ Quartet snýr aftur og kemur fram á Kex Hostel í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og munu Apparat liðar frumflytja mikið af nýju efni sem ekki hefur heyrst áður “læf”. Það er ókeypis inn.

Caterpillarmen, Nolo og Mafama koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það kostar 1500 kr inn.

Four Leaves Left halda tónleika á Hlemmur Square klukkan 20:00 ásamt Guðmundi Inga. Það er ókeypis inn á tónleikana.

Skúli Mennski heldur tónleika á Café Rosenberg  klukkan 21:00 ásamt fríðum flokki. Lög af nýútgefinni plötu verða í aðalhlutverki en eldra efni fær líka að setja svip sinn á kvöldið. Einnig fá lög eftir Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur að hljóma. Aðgangseyrir er 1500 krónur.

Föstudagur 10. apríl

Hljómsveitirnar Knife Fights og Brött Brekka koma fram plötubúðinni LUCKY RECORDS við Rauðarárstíg. Tónleikarnir hefjast á slaginu 15:00 og það er frítt inn.

Fufanu halda heimkomutónleika á Húrra eftir rúman tveggja vikna Bretlands túr með hljómsveitinni The Vaccines. Á tónleikunum mun Dj Flugvél og geimskip ásamt Heklu sjá um upphitun og byrjar dagsskráin klukkan 21:00. Það kostar 1500 kr. inn.

Kontinuum og Casio Fatso koma fram á Bar 11. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00 og það er frítt inn.

Laugardagur 11. apríl

Hljómsveitin Ojba Rasta kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr inn.

Hljómsveitarkeppnin Wacken Metal Battle Iceland fer fram í Norðurljósum í Hörpu. Sérstakir gestir verða The Vintage Caravan. Keppin fer fram frá 18:00 til 23:00.

Barr og AVÓKA halda tónleika á Bar 11. Tónleikarnir byrja 22:30 og það er ókeypis inn.

Sunnudagur 12. apríl

Ylja kemur fram í Gym & Tonic salnum á Kex Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

Rafsteinn spila á Lowercase night á Húrra klukkan 21:30. Ókeypis inn.

Kurt Cobain: Montage of Heck

Straumur og Bíó Paradís kynna sérstaka sýningu á heimildamyndinni Kurt Cobain: Montage of Heck laugardaginn 2. maí klukkan 20:00 í Bíó Paradís. Upplifðu lífsreynslu, list og hug Kurt Cobain, líkt og aldrei fyrr í þessari mögnuðu heimildamynd. Leikstjórinn Brett Morgen blandar saman list og tónlist á persónulegan hátt ásamt áður óséðu myndefni, viðtölum við fjölskyldumeðlimi, vini og Cortney Love. Fylgst er með yngri árum Cobain í Aberdeen WA allt fram að frægðartímabilinu en myndin gefur frábæra innsýn inn í líf listamannsins og umhverfi hans. David Fears gagnrýandi Rolling stone segir myndina persónulegastu rokk- heimildamynd allra tíma.“

Myndin er sú fyrsta í röð sýninga tengdri tónlist sem Straumur og Bíó Paradís munu standa fyrir einu sinni mánuði. Miðaverð er 1400 kr og má nálgast miða á bioparadis.is