Finding Fela

Straumur í samstarfi við Bíó Paradís sýnir heimildamyndina Finding Fela laugardaginn 13. júní klukkan 20:00 í Bíó Paradís.

Myndin fjallar um líf Fela Kuti , tónlistina hans og mikilvægi hans í félagslegu og pólitísku samhengi. Hann var upphafsmaður tónlistarhreyfingarinnar Afróbeat, þar sem hann vildi nýta tónlist sem pólitískt vopn gegn Nígerískum stjórnvöldum áttunda og níunda áratugarins. Fela Kuti var áhrifavaldur að lýðræðisbreytingum í Nígeríu ásamt því að breiða boðskapinn í alþjóðlegu samhengi, en hann á vel við í nútímanum þar sem fjöldi manns berst enn fyrir frelsinu. Kvikmyndinni er leikstýrt af Óskarsverðlaunahafanum Alex Gibney.

Fending Fela er önnur í röð sýninga tengdri tónlist sem Straumur og Bíó Paradís munu standa fyrir einu sinni mánuði. Miðaverð er 1400 kr og hin stórbrotna afrobeat sveit The Bangoura Band mun spila eftir myndina.

Hér má lesa grein sem birtist á þessari síðu um Fela Kuti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *