Sumar stelpur gefa út Summer Girls

Íslensku lo-fi pönkararnir í Sumar Stelpur sendu frá sér sína fyrstu plötu í dag. Platan ber nafn sveitarinnar á ensku, er  9 laga og uppfull af stórskemmtilegu og sumarlegu bílskúrsrokki í skemmtilega hráum hljóðheim. Meðlimir hyggja á tónleikahald á næstunni svo best er að fylgjast með þeim á facebook. Haldið aðeins í sumrið og hlustið á plötuna hér fyrir neðan.

A & E Sounds gefa út á vínyl

 

Hljómsveitin A & E Sounds gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu sem kemur eingöngu út á vínyl og er samnefnd sveitinni. Þórður Grímsson sér um texta- og lagasmíðar ásamt útsetningum á plötunni og Orri Einarsson leikur á trommur og slagverk. Fleiri tónlistarmenn koma fram á plötunni m.a. Þóranna Björnsdóttir, Steinar Logi, Maxime Smári, Jessica Meyer og karlakórinn Bartónar. Upptökustjóri er Kolbeinn Soffíuson og ásamt Þórði sá um hljóðblöndun, masteringu og framleiðslu á plötunni. Tónlisti þeirra mætti lýsa sem lágstemmdri og draumkenndri skynvillustónlist.

 

A & E sounds gáfu einnig nýverið út tónlistarmyndband við fyrstu smáskífuna af plötunni, Sunday Driver. Það var ástralski listamaðurinn Jonathan McCabe sem sá um gerð myndbandsins sem er unnið út frá stærðfræði formúlum Alan Turings. Hljómsveitin mun fagna frumburðinum með útgáfutónleikum á Boston næstkomandi föstudag sem eru liður í tónleikaröðinni microgroove sessions. Horfið á myndbandið við Sunday Driver hér fyrir neðan.

Síðustu listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves

Í dag var lokatilkynning á þeim listamönnum sem fram koma á Iceland Airwaves hátíðinni 2015. Hátíðin er nú haldin í 17. sinn, dagana 4. til 8. nóvember.


Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:

Tuff Love(UK), Agzilla, Amit, Dj AnDre, Andy Shauf(CA), Anna B Savage(UK), Arni Vector, Arnljótur, Art is Dead, Auður Wesen, Ave (FO), BÁRUJÁRN, Beneath, Bianca Casidy & the C.I.A.(US), BistroBoy, Blaue Blume(DK), Brilliantinus, BRNS(BE), Börn, Cell7, Chastity Belt (US), Cheddy Carter, Chili and the Whalekillers(AT/IS), Dad Rocks!(DK), DALÍ, DAVEETH, @djelvarrvksounds , Dream Wife, DÖPUR, EAST OF MY YOUTH, Elín Helena, Epic Rain, Exos, Flo Morrissey(UK), FM Belfast, Formation(UK), French for Rabbits(NZ), FURA, Gangly, Geislar, Ghostdigital, Good Moon Deer, Great Mountain Fire, Grúska Babúska, Gunnar Jónsson Collider, H.dór, Halleluwah, HAM, Helgi Valur, Hide Your Kids, Himbrimi, Hjaltalín, Holly Macve(UK), Hot Chip(UK), Hymnalaya, Jack Magnet Quintet, Jafet Melge, JoyCut(IT), Jóhann Eíriksson, Jónas Sen, Just Another Snake Cult, Justman, Kiasmos, Klassart, Kött Grá Pje, LoneLady(UK), Lord Pusswhip, Lucy In Blue, Mafama, Magnús Leifur, Mankan, Manu Delago Handmade(AT), MEAT WAVE(US), Mikael Lind, Mike Hunt, Milkywhale, MIRI, Momentum + Malneirophrenia, Mosi Musik, Mógil, Mr. Silla, Mr. Signout, My bubba, Nao(UK), Nordic Affect, Oculus, Odinn, Ohm, Ojba Rasta, Oyama, Par-Dar, Plasmic, Porches(US), Serengeti By President Bongo, Red Barnett, Royal, Ruxpin, Rúnar Thorisson, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Severed, Shades of Reykjavík, Sin Fang, Sindri Eldon & The Ways, Sinmara, Sisí Ey, Skelkur í bringu, skurken, SMURJÓN, Snooze Infinity, Stafrænn Hákon, Stereo Hypnosis, SYKUR, Telekinetic Walrus(US), The Drink(UK), The Vintage Caravan, Thor, TRPTYCH, Vaginaboys, VAR, Verveine(CH), Waage, When ‘Airy Met Fairy(LU), Dj YAMAHO, Þórir Georg, Pórunn Antonía Og Bjarni, Æla

Straumur 24. ágúst 2015

Í Straumi kvöldsins verður farið yfir væntanlegar plötur frá Beach House, The Weeknd og Tamaryn, auk þess sem spilað verður nýtt efni frá Panda Bear, Aeroplane, Chance The Rapper og ODESZA. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 24. ágúst 2015 by Straumur on Mixcloud

1) 10:37 – Beach House
2) Levitation – Beach House
3) Space Song – Beach House
4) No Mans Land – Panda Bear
5) Real Life – The Weeknd
6) Tell Your Friends – The Weeknd
7) Page One Is Love – Aeroplane
8) Sugar Fix – Tamaryn
9) Intruder (Waking You up) – Tamaryn
10) Dubby (ft. Danny Brown) – DJ SPinn & DJ Rashad
11) Israel (ft. Noname Gypsy) – Chance The Rapper
12) Right, Off The Bridge – Yumi Zouma
13) Sleeper Hold – Saintseneca
14) Light (ft. Little Dragon) – ODESZA

Tónleikahelgin 20. – 22. ágúst 2015

Fimmtudagur 20. ágúst

Tilbury & Snorri Helgason koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það kostar 1500 kr inn.

BÁRUJÁRN, Godchilla og russian.girls halda tónleika á Paloma. Það kostar 1000 kr inn og tónleikarnir byrja klukkan 21:00.

 

 

 

Föstudagur 21. ágúst

Festisvall Fünf hefur hátíðarhöldin í Reykjavík með útitónleikum í portinu við Kex Hostel föstudaginn 21. ágúst. Á tónleikunum koma fram Berndsen, Hermigervill, Good Moon Deer og East Of My Youth. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og eru ókeypis.

Kvöl og Antimony koma fram á Bar 11. Það kostar ekkert inn og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

Perlusultan mun koma saman á Gauknum og heiðra bandarísku rokksveitina Pearl Jam með því að leika plötuna Ten í heild sinni ásamt því að telja í þekkta slagara frá löngum ferli sveitarinnar. Tónleikar hefjast 23:00 og það kostar 2000 kr inn.

 

 

 

Laugardagur 22. ágúst

Fjöldi tónleika er að finna útum alla Reykjavík þennan dag. Dagkrána má nálgast hér!

Hot Chip Lokar Iceland Airwaves 2015

Iceland Airwaves 2015 lýkur með sannkölluðum stórtónleikum í Valsheimilinu sunnudaginn 8. nóvember. Þetta verður eins konar “hátíð inni í hátíðinni” og er markmiðið að ljúka 5 daga dagskrá með 7 klukkustunda gleði og dansi.
Hin frábæra hljómsveit Hot Chip frá Bretlandi hefur bæst í hóp listamanna þessa árs og mun hún stíga á stokk ásamt nokkrum af okkar heitustu íslensku böndum. Einnig mun hinn magnaði dúett frá Nottingham, Sleaford Mods koma fram en þeir hafa vakið mikla athygli fyrir einstaka texta og afar líflega sviðsframkomu.
Hot Chip þarf nú vart að kynna en sveitin hefur verið starfandi í 15 ár, gefið út 6 plötur og er þekkt fyrir hreint út sagt frábæra tónleika. Þeir hafa þrisvar spilað hérlendis, m.a. á Iceland Airwaves 2004 við frábærar undirtektir.
Við tilkynnum einnig FM Belfast til leiks en sú magnaða sveit sannar það aftur og aftur sem framúrskarandi tónleikaband.
Auk þeirra koma fram Intro Beats, dj flugvél og geimskip, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur. Allt eru þetta frábærir listamenn sem eru að gera gríðalega góða hluti um þessar mundir. Þess má geta að Agent Fresco og Úlfur Úlfur hafa hlotið mikið lof fyrir sínar nýjustu plötur og tróna á toppi vinsældalista.

Extreme Chill festival mun síðan taka yfir aðra hæðina í Valsheimilinu og færa fólki rjómann af íslenskri raftónlist – dásamleg tónlistarleg vin!

Miðar á hátíðina seljast hratt og hvetja skipuleggjendur alla til að tryggja sér miða í tíma. Búið er að tilkynna yfir 100 listamenn á Iceland Airwaves og stefnir í frábæra hátíð í ár. Í lok ágúst verður búið að tilkynna öll nöfn sem koma fram á hátíðinni en gert er ráð fyrir að um 210 atriði komi fram.

Straumur 17. ágúst 2015

Í Straumi í kvöld verður flutt nýtt efni frá Neon Indian, Wavves, Teen Daze, FKA Twigs og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld milli 23:00 og 0:00 á X-inu 977.

Straumur 17. ágúst 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Heavy Metal Detox – Wavves
2) Slumlord – Neon Indian
3) Snakeskin – Deerhunter
4) It Starts at The Water – Teen Daze
5) Post Storm – Teen Daze
6) Life In the Sea – Teen Daze
7) Genocide [ft. Kendrick Lamar, Marsha Ambrosius, and Candice Pillay] – Dr. Dre
8) Camo – Clap! Clap!
9) You Don’t Have To Be Alone – DJ Stadium
10) In Time – FKA Twigs
11) How Long – All Dogs
12) Moonshiner – Kevin Morby

Tónleikahelgin 13.-15. ágúst

 

Fimmtudagur 13. ágúst

 

Just Another Snake Cult leika á tónleikur á Hlemmur Square hostelinu við Hlemm klukkan 21:00. Ókeypis inn.

 

Hljómsveitin Saytan spilar á Boston sem hluti af microgroove tónleikaröðinni. Tónleikar byrja 22:00 og aðgangseyrir er enginn.

 

Júníus Meyvatn og Axel Flóvent spila á Húrra. Dyrnar opna 20:00 og það kostar 2000 krónur inn.

 

Joachim Badenhorst spilar í Mengi. Hefst 21:00 og aðganseyrir er 2000.

 

Hey já, svo er líka Kings of Leon að spila ef ykkur langar til að brenna 20 þús kall.

 

Föstudagur 14. ágúst

 

Kristín Lárusdóttir spilar í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og byrjar 21:00.

 

Laugardagur 15. ágúst

 

DJ Flugvél og Geimspip heldur útgáfutónleika á Húrra. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Söngvaskáldstónleikar verða í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Fram koma Markús, Sveinn, Adda og Koi. Tónleikarnir byrja 13:00 og eru algjörlega fríkeypis.

 

Hljómsveitin Saytan spilar á Dillon, byrjar 22:00 og ókeypis inn.

Elli Grill og Leoncie

Rapparinn Elli Grill úr hljómsveitinni Shades of Reykjavík var að endurgera lag Leoncie, Enginn þríkantur hér, í samstarfi við ísprinsessuna sjálfa. Lagið er með hægfljótandi takti sem sver sig í ætt við svokallað purple drank rapp hjá listamönnum á borð við Lil Wayne. Myndbandið er svo hugvíkkandi í meira lagi en þar sjást Elli og Leonce rúnta um í amerískum kagga og enda svo á því að keyra út í stöðuvatn og ofan á því. Sjón er sögu ríkari: