Tónleikahelgin 10.-12. september

Fimmtudagur 10. september

 

Markús úr Markús and the Deversion Sessions spilar akústískt sett á Hlemmur Square. Aðgangur er ókeypis Markús byrjar að spila 21:00.

 

Fiðluleikarinn Eva Ingolf og rafleikarinn David Morneau leika í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 og tónleikar hefjast 21:00.

 

Vitundarkvöld er haldið á Loft Hostel frá 20:00 til 23:00. Fram koma Teitur Magnússon og East Forest og DJ Vibes og þess á milli brestur á með andlegri vakningu og alls konar nýaldarstuði.

 

Ambíent og óhljóðatónlistarmaðurinn Nicolas Kunysz kemur fram á microgroove tónleikaröðinni á Boston. Tónleikarnir byrja 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Októberfest hefst í tjaldinu fyrir utan Háskóla Íslands. Miðaverð fyrir öll þrjú kvöldin frá föstudegi til laugardags er 5900 krónur en stakur miði fyrir fimmtudagskvöldið kostar 2500 krónur. Þar koma fram eftirfarandi og kvöldið byrjar 20:00.

Soffía Björg

Fufanu

Júníus Meyvant

Moses Hightower

Kiriyama Family

Agent Fresco

DJ Danni Deluxe

 

Föstudagur 11. september

 

Kammersveitin Stilla flytur ný verk eftir tónskáldið Hallvarð Ásgeirsson. Aðgangseyrir er 2000 og hefst 21:00.

 

Októberfest heldur áfram en stakur miði á föstudagskvöldið kostar 3500 krónur. Kvöldið hefst 20:30 en þeir sem koma fram eru eftirfarandi:

Hyde Your Kids

Sturla Atlas

Reykjavíkurdætur

Fm95blö

Emmsje Gauti

Úlfur Úlfur

Retro Stefson

DJ Sunna BEN

Sverrir Bergmann og Halldór

 

Laugardagur 12. september

 

Trommarinn Magnús Tryggvason Eliassen og gítarleikarinn Daníel Friðrik Böðvarsson leiða saman hesta sína í Mengi. Prógrammið byrjar 21:00 og það kostar 2000 krónur inn.

 

Lokakvöld Októberfest fer fram en stakur miði á það kostar 3500 krónur. Tónleikarnir byrja 21:30 og fram koma eftirfarandi:

John Doe

Ingó Veðurguð

Jón Jónsson

Dikta

Amabadama

Páll Óskar

DJ Jónas Óli

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *