A & E Sounds gefa út á vínyl

 

Hljómsveitin A & E Sounds gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu sem kemur eingöngu út á vínyl og er samnefnd sveitinni. Þórður Grímsson sér um texta- og lagasmíðar ásamt útsetningum á plötunni og Orri Einarsson leikur á trommur og slagverk. Fleiri tónlistarmenn koma fram á plötunni m.a. Þóranna Björnsdóttir, Steinar Logi, Maxime Smári, Jessica Meyer og karlakórinn Bartónar. Upptökustjóri er Kolbeinn Soffíuson og ásamt Þórði sá um hljóðblöndun, masteringu og framleiðslu á plötunni. Tónlisti þeirra mætti lýsa sem lágstemmdri og draumkenndri skynvillustónlist.

 

A & E sounds gáfu einnig nýverið út tónlistarmyndband við fyrstu smáskífuna af plötunni, Sunday Driver. Það var ástralski listamaðurinn Jonathan McCabe sem sá um gerð myndbandsins sem er unnið út frá stærðfræði formúlum Alan Turings. Hljómsveitin mun fagna frumburðinum með útgáfutónleikum á Boston næstkomandi föstudag sem eru liður í tónleikaröðinni microgroove sessions. Horfið á myndbandið við Sunday Driver hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *