Sin Fang og Jónsi saman í lagi

 

Sin Fang var rétt í þessu að gefa frá sér lagið Candyland og meðfylgjandi myndband. Það heyrir til talsverðra tíðinda þar sem ekki bara er nokkuð langt síðan sveitin gaf síðast út, heldur er sjálfur Jónsi úr Sigur Rós Sindra Má Sigfússyni til halds og trausts í viðlagi lagsins. Lagið er af væntanlegu breiðskífunni spaceland sem kemur út á Morr Music 16. september næstkomandi. Horfið á myndbandið við Candyland hér fyrir neðan sem leikstýrt er af Ingibjörgu Birgisdóttur.

Straumur 18. júlí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Tomggg, Justice, Andy Svarthol, Factory Floor, Snorra Helga og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) future hippie (superstar) greyl remix – Tomggg
2) Argonaut – Hardway Bros
3) Safe And Sound – Justice
4) Írena Sírena – Andy Svarthol
5) Bills – Ultimate Painting
6) VRY BLK – Jamila Woods
7) Ya – Factory Floor
8) Vittu Til – Snorri Helgason
9) Einhver (hefur tak’ á mér náð) – Snorri Helgason
10) Goodbye Darling (Suicide cover) – MGMT
11) K33p Ur Dr34ms – dj-windows98 (Win Butler)
12) Fever – Roosevelt
13) Operator (DJ Koze’s Extended Disco Version) – Låpsley
14) Love’s Refrain – Jefre Cantu-Ledesma

Tónleikahelgin 14.-16. júlí

 

Fimmtudagur 14. júlí

 

Snorri Helgason fagnar útgáfu sinnar fjórðu plötu, Vittu til, á húrra. Hann kemur fram með stórri hljómsveit, strengjum, brassi og öllu. Húsið opnar 20:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Rafpoppsveitin Lily The Kid og Halldór Eldjárn (úr Sykri) koma fram á tónleikum á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast 20:30 og það er ókeypis inn.

 

Föstudagur 15. júlí

 

Reggísveitin Hjálmar spilar á Húrra. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og miðaverð er 3500 krónur.

 

Nicolas Kunyszc kemur fram í Mengi. Tónlist Nicolas fléttast úr rafhljóðum, upptökum héðan og þaðan, ólíkum hljóðfærum, þetta er margradda og þéttofinn hljóðvefur sem spannar mikla breidd, lágtíðni og fíngerð blæbrigði, ærandi drunur og allt þar á milli. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 16. Júlí

 

Tónlistarhátíðin KEXPort verður haldin í portinu bak við Kexið. Það eru tónleikar allan daginn og fram á kvöld og dagskráin er eftirfarandi:

 

12:00 DJ Flugvél og geimskip

13:00 $igmund

14:00 Hórmónar

15:00 Hildur

16:00 Auður

17:00 Mugison

18:00 Alvia Islandia

19:00 Tómas Jónsson

20:00 Tilbury

21:00 Singapore Sling

22:00 Misþyrming

23:00 Grísalappalísa

 

DJ Óli Dóri spilar svo tónlist milli atriða eftir 19:00.

 

Kandíflossdjasskvartettinn MJÁ, skipaður tónlistarmönnunum og þúsundþjalasmiðunum Pétri Ben gítarleikara, Ingibjörgu Elsu Turchi bassaleikara, Tuma Árnasyni saxófónleikara og Magnúsi Trygvasyni Eliassen, trommuleikara, kemur fram í Mengi. Hefst 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Tónleikar helgarinnar 8. – 9. júlí

Föstudagur 8. júlí

Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) býður upp á ókeypis tónleika í Hljómskálagarðinum. Fram koma Úlfur Úlfur, Samaris og Glowie. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30.

Tónlistarmennirnir ÍRiS og Mikael Lind koma fram Vesturbugt við Mýrargötu á vegum The Travelling Embassy of Rockall. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn.

Hettumáva kvöld fer fram á Gauknum. Fram koma: Alexander Jarl, Hettumávar, Landaboi$, Kilo, HÁSTAFIR og Phonetic. 1000 kr inn og fjörið hefst klukkan 22:00

Laugardagur 9. júlí

Teitur Magnússon spilar ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi á útisvæði Kaffitárs við Safnahúsið frá kl 15.00 en Dj Óli Dóri mun sjá um að halda laugardagsstuðinu gangandi frá kl 13.00.

Mánaðarlegur reggae, dub og dancehall viðburður RVK Sound á efri hæð Paloma frá klukkan 23:45. SÉRSTAKIR GESTIR: > Salka Sól (AMAbAdAMA)

Straumur 4. júlí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um væntanlegar plötur frá Metronomy og Blood Orange, auk þess sem skoðað verður nýtt efni frá Tycho, Skepta, Trentemöller, Hoops og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Back Together – Metronomy
2) Hang Me Out to Dry (ft. Robyn) – Metronomy
3) Night Owl – Metronomy
4) Division – Tycho
5) Cool 2 – Hoops
6) Shut Up Kiss Me – Angel Olsen
7) Coming Soon (ft. Makonnen & Céon) – Skepta
8) River In Me – Trentemøller
9) Best to You – Blood Orange
10) Squash Squash – Blood Orange
11) Better Than Me – Blood Orange
12) Take Me Higher (ft. Jake Page) – araabMUZIK
13) A.M. (ft. Mavati) – araabMUZIK
14) Alright – Young Summer

Myndband frá One Week Wonder

Hljómsveitin One Week Wonder frumsýndu myndbandið Mars í Bíó Paradís síðasta þriðjudagskvöld. Lagið fjallar um mann sem langar til að öðlast ódauðlega frægð og komast í sögubækurnar. Hann vill fara til mars þó hann það muni kosta hann lífið. Hann lendir síðan vitlausu meginn á plánetunni og þarf að dvelja þar til eilífðar en hann er sáttur með að setja mark sitt á veröldina. Myndbandið fjallar hinsvegar um mann sem vinnur á bókasafni og er með geimblæti á háustigi og dreymir að komast til Mars og hann er búinn að leggja nokkurn undirbúning í það.

 

Tónleikahelgin 24.-25. júní

 

Föstudagur 24. júní

 

Tónlistarkonan Kira Kira mun hleypa villidýrunum í gegnum hátalarana í Mengi en hún er á lokasprettinum með tvær nýjar plötur, tónlist sem nær enginn hefur heyrt. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 25. júní

 

Raftónlistarmaðurinn Einar Indra heldur útgáfutónleika fyrir plötu sína Stories á Kex Hostel. Þeir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 inn í Gym & Tonik salnum og það er ókeypis inn.

 

Það verður klúbbakvöld á Húrra þar sem Trentemoller samstarfsmaðurinn Kasper Bjorke mun þeyta skífum, ásamt Sexy Lazer og The Mansisters. Það kostar 1000 krónur í forsölu en 2000 krónur við hurð, hefst á miðnætti og stendur langt fram á nótt.

 

Söngkonan og lagahöfundurinn Ólöf Arnalds mun seiða fram töfrandi dagskrá á Jónsmessukvöld í Mengi ásamt samverkamanni sínum til margra ára, Skúla Sverrissyni. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 21:00.

 

Það verður haldið upp á 20 ára afmæli Skýjum Ofar á Paloma. Plötusnúðar sem hafa staðfest komu sína eru Reynir, Addi, Eldar, Bjössi, Ewok, Skeng og Grétar G. Gleðin hefst upp úr 23:00 og stendur í alla nótt, miðaverð er 1500.

Omar Souleyman, Thee Oh Sees og Angel Olsen á Húrra

Omar Souleyman, Thee Oh Sees og Angel Olsen munu öll koma fram á skemmtistaðnum Húrra helgina 1. – 2. júlí. Allir þessir tónlitarmenn voru bókaðir til að koma fram á tónlistarhátíðinni ATP sem fara átti fram þessa sömu helgi en var aflýst í síðustu viku eftir að fyrirtækið sem stóð að hátíðinni fór á hausinn. Miðasala á tónleika Omar Souleyman 1. júlí er hafin á tix.isEftir tónleikana munu Fm Belfast sjá um að dj-a. Tónleikar Thee Oh Sees og Angel Olsen fara fram laugardaginn 2. júlí en þar mun Anna Seregina sjá um gamanmál auk þess sem DJ Óli Dóri klárar kvöldið. Miðasala verður auglýst síðar á seinna kvöldið.

Straumur 20. júní 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Hayden James, Disclosure, Towkio, Pascal Pinon, Clipping, Danny Brown og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Just A Lover – Hayden James
2) Moog For Love – Disclosure
3) Someone That Love You (Joe Goddard remix) – Honne & Izzy Bizu
4) Handheld GPS – Rexx Life Raj
5) Playin Fair (ft. Joey Purp) – Towkio
6) Burying the Sun – Ryan Hemsworth
7) 53 – Pascal Pinon
8) Kafe Mania – Deerhoof
9) The Devil and his Anarchic Surrelist Retinue – Deerhoof
10) Hello – Jaunt
11) Birthday Blues – TeamPictureBand
12) Wriggle – Clipping
13) When It Rain – Danny Brown
14) Walls To Build – Kilo
15) Morning – Hexagon Eye

Stiklað á stóru á Secret Solstice

Þriðja Secret Solstice hátíðin var sett í dag og býður upp á drekkfullt hlaðborð tónlistaratriða næstu fjóra daga. Hér verður stiklað á því allra stærsta af því sem Straumi þykir mest spennandi í erlendu deildinni.

 

Flatbush Zombies

Grjóthart rapptríó frá Flatbush í Brooklyn. Áhrif kannabisreykinga og rappsveita á borð við Gravediggaz áberandi.

 

St Germain

Franskur plötusnúður og pródúsant sem var mjög áhrifamikill í trip hop lounge senu 10. áratugarins. Platan hans Tourist er algjör klassík í þeirri deild.

 

Radiohead

Þarfnast í raun ekki kynningar. En við sáum þá á Primavera fyrir tveimur vikum og þeir léku á alls oddi. Slagarar á færibandi og almenn hressheit.

 

Die Antwoord

Suður-afrískur fjöllistahópur sem er tónlist og myndlistargjörningur í jöfnum hlutföllum. Algjörlega einstakt fenómen og dauðasök að missa af þeim.

 

Roisin Murphy

Hetja, díva, gyðja. Fyrrverandi söngkona hinnar frábæru Moloko hefur haldið áfram að færa út landhelgi diskótónlistar með stanslausri tilraunagleði og sköpunarkrafti.

 

Kelela

Frábær söngkona sem færir R’n’B yfir í 21. öldina með frumlegri raddbeitingu og töktum frá ekki ómerkari mönnum en Arca.

 

M.O.P.

Ante up. Nuff said.